Samvinnan


Samvinnan - 01.02.1956, Side 21

Samvinnan - 01.02.1956, Side 21
1955—dr einstæðra afreka d vettvangi íþróttanna Ný /íeí'msmef í 17 greirLum Á vettvangi íþróttanna hafa margir merkisatburðir gerzt á liðnu ári. Fyrir áratug og þar áður unnu einstakir menn afrek, sem kunnáttumenn um líkamsmennt töldu hámark mann- legrar getu. Nægir þar að benda á hlaupaafrek Nurmis, kúluvarp Torr- ances og þrístökk Tajima. Á þessum 20—30 árum hafa viðhorfin breytzt. Nú mundu afrek þeirra varla nægja til úrslita á alþjóða keppnismótum. Hér eru það aðallega nýjar þjálfunar- aðferðir og ný tækni við beiting ork- unnar, sem hlut eiga að máli. Á árinu voru sett heimsmet í 17 greinum, oft í sumum eða samtals 30 heimsmet. Það út af fyrir sig er al- gjört met. Við nánari athugun sést, að Ameríkumenn hafa sett heimsmet í 4 greinum og eru það allt Banda- ríkjamenn. Evrópumenn eru að sækja sig og hafa sett heimsmet í 12 grein- um. Það merkilegasta er þó, að Ung- verjar eiga 7 þar af, og það eru aðeins þrír menn, sem hafa þetta á sam- vizkunni. Rússar hafa sett tvö heims- met og Belgía, Danmörk, Noregur, Pólland og Tékkóslóvakía fá einn Tabori frá Unguerjalandi (til vinstri) og Gunnar Nielsen frá Danmörku jafna heimsmet Iharos á J500 m. Tabori vann með nokkurra þumlunga mun. heimsmethafa hvert á árinu. Suður- Ameríka fékk einn en aðrar heims- álfur komust ekki á blað. Ungverjaland er í uppsiglingu sem stórveldi á vettvangi frjálsra íþrótta, ekki síður en í knattspyrnunni. Ný nöfn eins og Iharos, Tabori, Rozsa- völgyi, Kovacks og Zsabo eru allt í einu orðin efst á metaskránni. Stjarna þriggja hinna fyrstnefndu hefur ljóm- að sérlega skært, enda hafa þeir sett heimsmet á öllum vegalendum frá 1000 til 5000 m. Stórhlauparinn Iharos hefur erlendis verið kjörinn „Bezti íþróttamaður ársins 1955“. Menn koma og fara. í fyrra var Gunder Hágg þurrkaður út af meta- skránni. Enginn efast þó um, að hann hefði náð miklu lengra, ef hann hefði ekki hlotið dóm. Miðað við ýmsa af- reksmenn nú á dögum, hefur hann æft heldur lítið. En stíll hans og vaxt- arlag er talið eins og bezt verður á kos- ið. Belgíumaðurinn Reiff var þurrkað- ur út í sumar og jafnvel hinn frægi Zatopek hélt naumlega meti sínu 1 10 km. og er áttundi á afrekaskránni 1955. Zatopek tekur því öllu brosandl og nú ætlar hann að æfa fyrir mara- þonhlaupið á Olympíuleikjunum í Melbourne. Hann hyggst draga sig í hlé að því búnu. Af metum síðan fyrir stríð standa nú aðeins langstökk Ow- ens, 8,13 og stangarstökk Warmerd- am’s 4.77 og er ekki fyrirsjáanlegt að þau afrek verði bætt til muna. 400 og 800 m. Lítum nú á nýju metin og methaf- ana. Snemma á sumrinu hlupu tveir lítt þekktir Bandaríkjamenn undir heimsmeti Rhodens í 400 m, sem var 45,8. Sá heitir Lou Jones, sem varð hlutskarpari og tími hans var 45,4. Fyrir sextán árum hljóp Þjóðverj- inn Rudolf Harbig á 1:46,6 og sá tími stóð óhaggaður þar til nú í sumar. Tveir sterkustu menn heimsins, Roger Moens frá Belgíu og Audun Boysen frá Noregi lentu saman og met Harbigs stóðst ekki þau átök. Belgíumaðurinn varð ögn harðari og fékk 1:45,7 mín., en Boysen hljóp líka undir gamla Rafer Johnson, USA, náði 7.983 stigum i tug- þraut og sló hinn frœga Matthias út. Johnson er 19 ára gamall negri. metinu. Þeir höfðu í þetta skipti mann til að leiða fyrri hringinn, en slík að- stoð er ólögleg. Þó fékkst staðfesting á metinu. 1000 og 1500 m. í ágúst bætti Norðmaðurinn Boysen fyrra met sitt í 1000 m úr 2:19,5 í 2:19,0. Rozsavölgyi, einn hinna þriggja stóru frá Ungverjalandi, jafnaði síðar þetta met Norðmannsins. í fyrra fór Ástralíumaðurinn Landy mikla sæmdarreisu um Norðurlönd og bætti þá met Bannisters í mílunni. Um leið setti hann heimsmet í 1500 m, 3: 41,8. Iharos gat ekki látið þar við sitja og fór niður í 3:40,8. Ekki fékk hann að sitja einn að krásinni. Á móti í Ósló 21

x

Samvinnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.