Samvinnan


Samvinnan - 01.02.1956, Blaðsíða 17

Samvinnan - 01.02.1956, Blaðsíða 17
frjósemi mikil að sjá þama uppi í óbyggöum. Flest sýndist öðmvísi en austan fjalla: aðrar trjátegundir uxu þarna, annars konar fuglar sungu á greinunum, og loftið sjálft var blárra og tærara en þeir áttu að venjast. Davíð hafði aldrei fyrr komið til vesturstrandarinnar, og þótti hon- um því margt nýstárlegt. Um mið- degið skall á þá hellidemba, rétt eins og þeir væru komnir suður í hitabelti. Þá skriðu þeir í skúta og horfðu á beinvaxin trén svigna fyrir vindin- um eins og korn á akri. Frarahald. Hestavísur Framh. af bls. 7. á sammerkt við allan góðan skáldskap í því að geta gripið hvar sem er inn í tilfinningalíf og heimspeki al-mann- legra manna. Þessi er eftir Margréti Kristjánsdóttur frá Bugðustöðum: Einkunn barna er ærsl og fjör. Oldin þarna lítur hvernig Stjarna ung og ör yfir hjarnið þýtur. Það væri heimskur maður, sem fyndi ekki, að þessi vísa er eftir konu. Umburðarlyndið og hlýleikinn sýnir móðurhugann svo að ekki verður um villzt. Gletturnar og metingurinn gneista af öðrum eins og hún þessi sýnir, enda alkunn og eftir Pál Ólafsson: Undan Sleipni Ótrauður alltaf lá á skeiði, svo hann Björn varð sótrauður, svartur og blár af reiði. Oft kemur þó frásögn vísunnar án samanburðar við eitt eða neitt og getur verið létt í máli, þótt enginn sé sagður sigraður. Þannig lýsir Páll Guðmundsson frá Holti á Asum verk- um hests síns: Hratt fram rýkur hestur sá, — harmur víkur ærinn. — Hattur fýkur höfði frá, hárið strýkur blærinn. Þótt ekki sé dýrari gangur gripinn en brokkið er talið vera, má gera um það snotra vísu: Burðahnellinn brokkar Rauður bezt á svellunum. Svara smellið hjam og hauður hófaskellunum. Þær þurfa meira að segja ekki fjór- ar ljóðlínur sumar vísurnar, heldur komast af með færri og segja allmikið samt. Svona leysir Gísli Jónsson frá Saurbæ þann vandann: Illa slóri unir Móri greyið. Fjörs í óra uinfangi ekki er glóra af skjmsemi. Ég býst varla við, að marga lang- aði til að fást við þriðjungi meira af fjöri en þarna er frá sagt; má þó enn miklu við auka áður en nokkuð er of- mælt um erfiða háttu einráðra hesta, sem hafa ekki komizt í róm við ridd- ara sinn. Höskuldur Einarsson í Vatnshorni víkur að sumum þáttum þesskonar ofríkis: Eðli þjónar fantur fast, frekt sig kóninn hristir. Að ausa, prjóna, andskotast eru dónans listir. Og er þó, auk margs annars, sem á milli kann að bera, enn ógetið um versta misklíðarefni manns og hests, sem er letin og skal þá engu af leifa um heimildarmanna val, en kalla sjálfan Matthías Jochumsson til frá- sagnar, en hann kvað eitt sinn, að sögn: Skjóna er lúin, löt og körg, lemstrum búin, skökk og örg, krafta rúin beztri björg, beinin fúin sundur mörg. En víkjum héðan sem snarast og þangað þá, sem Ijúfara verður Ijóðs- efnið og látum Kristján Samsonarson frá Bugðustöðum segja frá fola. Hann er heldur ekki illorður um brekin, en kveður svo að orði: Léttur skjótt hann skapi brá, skvetti ótt á vegi. Sprettur sóttist Sörla þá, settur þótti eigi. Hann metur líka hestinn og legg- ur alúð við að njóta hans og venja, sem sjá má á næstu vísu, sem einnig er eftir hann: Þótt mér gefi lukkan lið lítið stef að finna, betur hef eg hugann við hætti skrefa þinna. Stundum fer knapinn sjálfur að tölta í köpp við hestinn, eða hvaða nafni öðru ætti að nefna þessa skraut- sýningu Jóns Jónssonar frá Eyvind- arstöðum: Blakka’ á þingi sómir sér, svakk þó kringum finni, makkann hringar, hátt þó ber hnakka að bringu minni. En allar gleðivonir og ánægjuefni eru líka eins konar útidyralyklar eft- irsjárinnar að hugum okkar manna. Horfinn hestur hefur oft verið grát- inn, en því miður aldrei úr helju. Mun því illt framtalið á tegundum hesta- vísna, ef söknuðurinn finnst hvergi. Hverf ég þá á fund Eyjólfs Jónasson- ar í Sólheimum eftir dæmi um það efni, því hann þekki ég annars ókvart- sáran mann, en eitt sinn kvað hann þó: Alltaf þyngjast örlögin. Einn og gleðisnauður horfi ég á hnakkinn minn, hugsa til þín Rauður. En oftast lendir þó þar við, hvort sem ljúft hefur gengið eða leikið á annan streng sambúðin, að niðurstað- an verður lík og hjá Jóhanni frá Bugðustöðum, ef gerður er upp hrossareikningurinn, en hann kvað: Gleðieim eg af því finn, að mér streymir vorið. Eg kom heim með hestinn minn. Hauðrið geymir sporið. Góða daga, góð hross og góðar nætur! Sigurður Jónsson frá Brún. En gaman, elsku Kalli minn. Nú eru mamma og pabbi komin. 17

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.