Samvinnan


Samvinnan - 01.02.1956, Qupperneq 24

Samvinnan - 01.02.1956, Qupperneq 24
Tryggvi Gunnarsson I. bindi Bókaútgáfa Menningarsjóðs 1955 Þorkell Jóhannesson: Okkur, sem lifum á þessari einstæðu uppfinninga- og uppgötvanaöld, og heyrum um eitthvað nýtt á hverjum degi, hættir til að gera okkur í hug- arlund, að allt hafi staðið í stað hér áður fyrr og hver maður hjakkað í sama farinu. Ósjaldan er rætt og rit- að í þá átt, að kyrrstaða hafi ríkt að kalla í öllum efnum á Islandi frá því að þjóðveldið leið undir og fram á 20. öld. En þetta er mesti misskilningur. Hver maður átti alltaf sína sögu og jafnvel þegar einangrun landsins var mest og sárast svarf að þjóðinni, gerð- ust miklir hlutir og uppi voru afreks- menn og glæsilegir leiðtogar. Enda væri saga vor lítil og þjóðin örsnauð, ef vér kynnum ekkert af þeim að segja og byggjum ekki að list þeirra og handaverkum. Nítjánda öldin var að ýmsu leyti voröld hérlendis. Og vafasamt, hvort nokkru sinni hefur uppi verið á ís- landi betur mennt kynslóð en þá lifði í landinu. Fyrir og um síðustu alda- mót voru furðulega margir vitrir menn og góðgjarnir uppi í flestum, ef ekki öllum, sveitum norðanlands, þjóðhollir menn og framsýnir, mjög hugsandi, vel menntir og siðfágaðir. Meðal þessara sveitarhöfðingja risu aðrir, sem urðu þjóðkunnir áhuga- menn, öflugir brautryðjendur og sannkallaðir lýðfrömuðir. Einn þeirra, er þar koma mest við sögu, var Tryggvi Gunnarsson. Hann óx sem björk upp úr kjarri og ruddi síðar björgum úr braut í framsóknarbarátt- unni. Fáir íslenzkir athafna- og stjórnmálamenn hafa markað fleiri né dýpri heillaspor. Tryggva var ekki einungis flest vel gefið, sem mönnum er ósjálfrátt, held- ur bar hann hamingju til að spinna óvenju vel úr sjálfum sér. Hann var vænn maður og hraustur til líkama og sálar, djarfhuga og hugmyndarík- ur, skapheitur og framsækinn, hag- sýnn og hollráður, völundur í hönd- um, nýmælamaður mikill og fylginn sér, snarráður og þrautgóður, kunni vel að sjá fyrir eigin hag, en jafnframt fölskvalaus og fórnfús ættjarðarvinur, skapaður höfðingi og fyrirliði, en líka sjálfmenntaður og sjálfgerður í beztu merkingu þeirra orða. Ungur tók hann forystu í sveit sinni, en var síðan um langan aldur driffjöðrin í mörgum verklegum fram- kvæmdum, er snertu landið allt, for- göngumaður í verzlunarmálum, fjár- málamaður mikill, þjóðskörungur, en einnig ræktunarmaður, menningar- frömuður og ógleymanlegur dýravin- ur. Dr. Þorkell Jóhannesson hefur tek- izt á hendur að rita ævisögu þessa fjölhæfa og framsýna afreksmanns. Á hún að koma út í þremur bindum, og það fyrsta kom í haust. Þetta bindi er 482 bls. í stóru broti. Þar segir frá uppvexti Tryggva, búskaparárum hans á Hallgilsstöðum í Fnjóskadal, foiystu hans í sveitarmálum og sívax- andi umsvifum hans, einkum á verzl- unarsviðinu. Dr. Þorkell hefur dregið mikil föng víða að til bókar sinnar. Jafnan segir hann Ijóst og skipulega frá því, er hann vill fræða um. Stundum tekur hann skáldlega spretti. Svo hermir um árið 1835: „Á morgni sögunnar er sviplegt um að litast. Það er haust, litverpar hlíðar og sölnuð engi. Ef til vill hefur snjóað í nótt í fjöllin. Útsynningur blæs vestan yfir Eyjafjörð, kotroskinn, dálítið glanna- legur í bragði, sýnilega á báðum átt- um, hvort nú skuli aftur snúið suður í, eða hallazt meir til norðuráttar. Hér, á mótum sumars og vetrar, er mjótt mundangshófið á vogarskál veðranna. Sólin, sem glampar milli stormskýja- bólstra á dimmbláan fjörðinn í silfur- bryddum, síkvikum breiðum, er taka á sig grænleitan blæ, sker ekki út um neitt. Veldi hennar er á þrotum. Hennar mundangi munar að sinni meir til vetrar og bráðum er hún hnig- in bak við hélugrá fjöllin. Þessi dag- ur, sem nú er á hvörfum, er 18. októ- ber 1835, fæðingardagur fyrsta bams prestshjónanna í Laufási, Tryggva Gunnarssonar.“ Mjmdin af hinu góða og glæsilega æskuheimili Tryggva í Laufási er minnileg. Eins verður rausnar- og menningargarðurinn á Hálsi manni hugstæður, en séra Þorsteinn Pálsson, Mývetningur, var um langt skeið sennilega mestur ráðamaður meðal Þingeyinga. Annars koma fjölda- margir menn við sögu, sumir kunnir, aðrir, sem fæstir vita nú deili á. Skemmtilegt er að fylgjast með þroska- og framaferli Tiyggva. Sjá hann færast æ meira í fang, verða æ sjálfkjömari foringi á mörgum svið- um. Hann hefur jafnan sigur, enda lætur hann ekki í minni pokann fyrir neinum. Vægir sízt til við mág sinn, Pétur amtmann, þegar í odda skerst með þeim. Einn meginþáttur bókarinnar er verzlunarsaga, enda brutu Þingeying- ar á þessu tímabili fyrstir landsmanna af sér fjötra selstöðukaupmanna, og þar í héraði stóð vagga samvinnufé- laganna. En við þá sögu alla kemur Tryggvi manna mest. Eitthvað kann að vera vansagt í fræðum þessum að sumra dómi, og varla mannlegt, ef ekkert væri mis- sagt, en víst er, að hér er um stórvirki að ræða, sem hverjum þeim manni er skylt að kynna sér, er kunna vill góð skil á sögu lands og þjóðar. Þetta er alveg vafalaust eitthvert ágætasta fræðirit, sem samið hefur verið á síðari árum, höfundi til mikils heiðurs og útgefanda til maklegs lofs. Ber hvort tveggja til, að hver maður verður fróðari, — og að líkum þjóð- hollari við lesturinn. Gunnar Árnason. 24

x

Samvinnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.