Samvinnan - 01.02.1956, Side 25
FRAMHALDSSAGA BARNANNA
l'^ósin jtrá /sí'o
EFTIR J. MAGNUS BJARNASON
ur að giftast mér, hvort sem henni lík-
ar betur eða verr. Ég hef ásett mér
að gera ykkur bæði gæfusöm, af því
að hún er fríð,“ sagði Ferreira. „1
herrans nafni, sjáðu aumur á mér,“
sagði vesalings steinhöggvarinn og
fór að gráta, „ég get ekki risið undir
svo mikilli gæfu og svo háum heiðri.
Og ég get líka sannfært náðugan bæj-
arstjórann um það, að dóttir hans
Símonar nábúa míns er þúsundfalt
fríðari en hún Linda.“ „Bull og þvað-
ur,“ sagði Ferreira byrstur, „dóttir
þín verður konan mín, hvað sem það
kostar, og ef þú dirfist að malda í mó-
inn, þá læt ég lemja þig með svipum
eins og hund. Heyrirðu það?“ „Ég
heyri og hlýði,“ sagði aumingja stein-
höggvarinn. Hann fór svo heim og
sagði dóttur sinni, hvað í efni var.
Og þau grétu bæði sárt og lengi, því
að þau vissu, að ekki tjáði að deila
við bæjarstjórann, því að það, sem
hann skipaði, hlaut jafnan fram að
ganga.
Að kvöldi þess drottinsdags, sem
Ferreira hafði tiltekið, var dómkirkj-
an í Ríó de Janeiró troðfull af fólki.
Þar var allt hið heldra fólk bæjarins
saman komið. Kirkjan var uppljóm-
uð af ótölulegum grúa af kertaljós-
um, og hún var prýdd eins og á stór-
hátíð. Presturinn var kominn fyrir
altarið, og fyrir framan hann stóðu
brúðhjónin, brúðarsveinarnir og brúð-
armeyjamar. Linda var búin fegursta
skrúða, en hún var döpur í bragði og
föl eins og lík. „Fríð er hún, Rósin í
Ríó,“ hvíslaði fólkið, „en brátt mun
hún ekkja verða.“ En þegar prestur-
inn var að byrja hina helgu athöfn,
þá var kirkjuhurðinni hrundið upp,
og inn á gólfið gekk ungur maður,
vasklegur og vænn sýnum. Hann var
í grænum kufli. Hann gekk rösklega
inn kirkjugólfið og allt inn að altar-
inu, þreif brúðina í fang sér og hljóp
með hana út. Fyrir utan kirkjudyrn-
ar stóðu tveir hestar söðlaðir. Var
annar dökkur á lit, en hinn hvítur.
Hinn ungi maður setti Lindu á hvíta
hestinn, en sjálfur fór hann á bak hin-
um dökka. Að fáum mínútum liðn-
um voru þau komin vestur úr þorp-
inu og stefndu til fjallanna og fóru
geyst. Fólkið í kirkjunni stóð eins og
steini lostið fáein augnablik og vissi
ekki, hvað það átti að halda um þetta
ofdirfskufulla tiltæki hins unga
manns í græna kuflinum. En gamli
Ferreira áttaði sig von bráðar. „Veit-
ið þeim eftirför,“ hrópaði hann, „og
hverjum þeim, sem nær þeim lifandi,
skal ég gefa hundrað gullpeninga ný-
slegna.“ (Framh.)
Prjónið eftir Parísartízku
Prjónuð föt eru eitt af því, sem hæst ber
í tízkunni frá hinum frægu tízkuhúsum
Parísar. Ekki aðeins peysur eru í tízku,
heldur hvers konar bolero-jakkar og heilir
kjólar eru nú prjónaðir, og eru meðal þess,
sem nú breiðist út í tízkuheiminum.
Nú geta duglegar prjónakonur, ungar og
gamlar, gert sér sjálfar dýrmætustu tízku-
flíkur eftir tízkublöðum. Og þá sér Ullar-
verksmiðjan Gefjun fyrir garninu, íslenzku
garni, íslenzku með grilonefni, og erlendu,
öllum gerðum. Biðjið um Gefjunar-garn
og prjónið eftir Parísartízku.
Notið Gefjunargarn
25