Samvinnan


Samvinnan - 01.02.1956, Side 26

Samvinnan - 01.02.1956, Side 26
Bændadagur (Framh. af bls. 6) heiðurs og dýrðar honum, sem vakið hefur lífið, skapað það og gefið sól og dögg. Því að án trúar á guð, auðmýkt og hlýðni við boð hans og vilja fær engin menning staðist. Það er engum efa bundið, að slíkur uppáhaldsdagur mundi geta orðið sterkur þáttur til upplýsinga um verðmæti og dýrmæta nauðsyn land- búnaðarins, verða drjúgur þáttur til aukins fylgis við hann og til eflingar sveitamenningunni. A samkomum á svona degi, eflist samhugur og áhugi um þetta góða mál. Aðalatriði sem aukaatriði, skýrast fyrir fólkinu. En góðlátleg og nauðsynleg kynni, manna á meðal hljóta að eflast. Allt miðar þetta til aukinnar menningar og efl- ingar trúnni á ágæti landbúnaðarins. En allt verður á svona samkomu- degi að fara fram með hátíðabrag og á þjóðlegan hátt. Undanfarin sex ár höfum við í Suð- ur-Þingeyjarsýslu haldið hátíðisdag bænda — landbúnaðarhátíð. Tilhög- unin hefur verið sú að eftir fundar- setningu, hefur farið fram stutt messa. Næst þar á eftir hefur svo verið hald- in aðalbændadagsræðan og þá ýmsar aðrar ræður fluttar eða frumort kvæði, en söngur á milli ræðuhalda. Að þessum þáttum loknum, hafa oft- ast verið sýndar íþróttir, sund o. fl. Þá hefur verið hlé til veitinga. Eftir það hafa svo verið sýndar kvikmyndir, helzt frá landbúnaði og sveitalífi, bæði innlendar og útlendar myndir. Að loknu þessu öllu hefur þá stjómandi samkomunnar minnst dagsins, þakk- að þátttöku og framlag til hátíða- haldsins og beðið fólki blessunar, og loks hefur svo verið dansað. Upp í tilkostnað við hátíðahaldið hefur ver- ið seldur aðgangur á dansinn. Engin ölvun eða nokkuð óþjóðlegt hefur komist að á þessum samkomum og hafa þær farið fram með ágætum. Fylgi fólksins við þessar samkomur hefur farið vaxandi. Söngkórar hér- aðsins hafa lagt fram krafta sína á þessum samkomum og margir einstak- ir lagt sig fram um þátttöku við at- hafnir dagsins, svo að sýnilegt er að hann á framtíð fyrir höndum. Þar sem leita þarf löggildingar dags- ins, verður sveitafólkið að koma sér saman um ákveðin dag.. Við í Suður- Þingeyjarsýslu komum okkur saman um að ákveða til þessa fyrsta sunnu- dag í júlímánuði. Dalamenn héldu sinn fyrsta bændadag á s.I. sumri og ákváðu hann laugardaginn fyrstan í júlímánuði. Það hygg ég að sé dag- urinn, sem hentugastur er og sem sveita- og bændafólk ætti að halda sig við til þessa tilhalds. Sums staðar hefur sveitafólk haldið svona samkomur um Jónsmessuleyt- ið. En það er of snemmt. Þegar vor- harðindi geysa eru vegir sums staðar illfærir um það bil, vorönnum seinkar og fólk kemst ekki í hátíðaskap fyr en þeim er lokið og jörðin skartar sumarskrúðinu. Með aukinni tækni og stækkun túnanna, er heyskapar- tíminn ekki nærri því eins erfiður annatími eins og áður var, og því hægt að halda samkomur í sveitun- um þennan dag þótt sláttur sé byrj- aður. Eg legg það eindregið til, með Dala- mönnum að hinn almenni frídagur og hátíðisdagur landbúnaðarfólks verði ákveðinn fyrsta Iaugardag í júlímán- uði. Vegna þess tilefnis, er að framan getur, leyfi ég mér að skora á bændur alla og búandlið í landinu, að efna til hátíðahalds þennan dag ár hvert og fela Alþingismönnum sínum að annast um að þessi bændadagur verði löghelgaður til þessa frídags og há- tíðahalds um alla framtíð. Ljónið og sólin (Framh. af bls. 19) — Ég er borgarstjórinn . . . muldr- aði hann. Það er að segja lord Mayor, municipalier . . . Vous comprenez? Persinn hló og skildi ekkert. Svo varð hálftíma þögn og þá klappaði borgarstjórinn á öxlina á Persanum. — Comprenez vous? Sem lord Mayor . . . sting ég upp á við yður, að við fáum okkur göngu um borg- ina . . . promenage? Comprenez? Kutsyn reyndi með tveim fingrum1 að líkja eftir hreyfingum fótanna. En Rachat-Chelam hafði ekki augun af gullinu á brjósti Kutsyns og sá glöggt, að þetta hlyti að vera þýðingarmesti maður þessa bæjar. Aftur á móti skildi hann orðið „promenage“ og brosti elskulega. Þeir fóru í frakkana og yfirgáfu herbregið. Þeir nálguðust veitingahús í grenndinni og Kutsyn fór að hugsa um, að það væri nú ekki úr vegi að bjóða Persanum uppá hressingu. Hann nam staðar, benti á veitingahúsdym- ar og sagði: — Eftir rússneskum sið mundi vera vel viðeigandi, ef . . . hm . . . con- sommé, entre-cote . . . Champagne og þar fram eftir götunum . . . verstan- den . . . comprenez? Sá æruverðugi og tigni Persi skildi og eftir augnablik sátu þeir í veitinga- húsinu, drukku Champagne og borð- uðu góðna mat. — Skál fyrir Persíu! sagði Kutsyn. Við Rússar kunnum að meta Persa, . . . að vísu höfum við ólík trúarbrögð, en við höfum sameiginlega hagsmuni . . . gagnkvæma samúð svo að segja . . . þróunin . . . markaðir í Asíu . . . vinsamleg stríð svo að segja .... Persinn gaf ekki orðunum gaum, heldur át og drakk af mikilli lyst. Hann svolgraði í sig stóra munnfylli af víninu og hrópaði upp yfir sig af hrifningu: — Karasjo! Bien . . . good, very good! Þarnæst fór borgarstjórinn með gest sinn í dýragarð bæjarins og sýndi honum yfirleitt alla merkisstaði, sem um var að ræða. Að lokum komu þeir að slökkviliðsstöðinni. Vegfarendur tóku eftir, að borgar- stjórinn benti hvað eftir annað á út- höggið Ijónshöfuð á tuminum, þar- næst á sólina og að lokum á sitt eigið brjóst. Persinn kinkaði kolli og hló svo að skein í hrosstennur hans. Daginn eftir bauð borgarstjórinn Rachat?Chelam aftur út, sýndi hon- um á ný Ijónshöfuðið á slökkvistöð- inni, benti á sólina og brjóstið á sér. Að því búnu borðuðu herramir á hót- el Japonía. Síðan bjóst Persinn til brottferðar. Þegar Stephan Ivanovitch Kutsyn kvaddi hann, kyssti hann gest sinn á kinnina að rússneskum sið og (Framh. á bls. 30) 26

x

Samvinnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.