Samvinnan - 01.02.1956, Blaðsíða 11
Nýtt kaupfélagsfrystíhús í Ólafsvík
Fyrir nokkru var vígt í Ólafsvík
nýtt frystihús, sem Kaupfélagið
Dagsbrún hefur komið upp. Er þetta
í alla staði mjög myndarlegt og full-
komið hús, þar sem ekkert hefur ver-
ið til sparað að gera vinnsluna sem
hagkvæmasta og bezta. Fögnuðu Ól-
afsvíkingar hinu nýja húsi í fjölmennu
samsæti, þar sem Alexander Stefáns-
son, kaupfélagsstjóri, gerði grein fyrir
tildrögum og byggingu hússins, en
margir fleiri, heimamenn og gestir,
tóku til máls.
Ólafsvík er einn þeirra fáu staða á
landinu, þar sem tvö kaupfélög eru
starfandi, Kf. Ólafsvíkur og Kf.
Dagsbrún. Er hið fyrrnefnda eldra, en
meirihluti félagsmanna vildi ekki, að
það gengi í SÍS eða hefði náið sam-
starf við önnur kaupfélög landsins.
Var Dagsbrún stofnuð 1943 og hefur
verið hið farsælasta félag, hefur meiri-
hluta verzlunarinnar, hefur getað eign-
azt myndarlegan stofnsjóð og hefur nú
hrint í framkvæmd mesta áhugamáli
sínu, frystihúsinu. Á sama tíma bendir
margt til þess, að hitt félagið fylgi
grundvallarreglum samvinnufélaga
ekki betur en svo, að hæpið getur ver-
ið að kalla það kaupfélag.
Hið nýja frystihús er langstærsta
átak Ólafsvíkinga í atvinnumálum
sínum. Þar er fynr eitt fryStlhÚS (að Ur móttökusal og vinnslusal frystihússins i Oiafsvík.
meirihluta eign peningamanna í
Reykjavík), og hefur frjálslyndum
mönnum þótt völd þess í atvinnulífi
staðarins alltof mikil. Nú er sú ein-
okun brotin á bak aftur og afkomu-
möguleikar Ólafsvíkinga stórbættir.
Vöxtur og velmegun er nú í Ólafs-
vík, byggingar og aðrar framkvæmdir
undanfarin ár miklar og bátum fer ört
fjölgandi. Ibúar eru um 600 en auk
þeirra allt að 200 aðkomumenn á ver-
tíðinni.
Alexander Stefdns-
son, kaupfélagsstjóri
kaupfélagsins Dags-
brún, i Ólafsvik.
11