Samvinnan


Samvinnan - 01.02.1956, Blaðsíða 13

Samvinnan - 01.02.1956, Blaðsíða 13
Sú heill fylgir sumum sveitum, að æskufólkið hröklast ekki burt þaðan, og heimahagarnir fá að njóta starfs- krafta þeirra og áhuga áfram. Hverju er það að þakka? Að minni hyggju fyrst og fremst hugsunarhætti bænda- stéttar þeirra sveita. Gott er það að vísu, að börn sveit- anna læri að vinna sveitastörf, gott og sjálfsagt. En ekki er það nóg til þess að tengja þau varanlegum bönd- um við byggð sína, ekki heldur að halda þeim föstum við vinnuna sem lengst fram eftir unglingsárum, jafn- vel ekki fyrir hátt kaup, hvað þá, ef þau hljóta ekki sanngjörn vinnulaun, sem stundum mun, því miður, bera við. Ef íslenzk bændastétt á að rísa sem menningarstétt meðal komandi kynslóða eins og genginna, þá verða bændur nútímans að hafa hugsun á því að gróðursetja börnin heima. Þau eiga að verða rótgróin í sveitinni sinni. Heimilin verða fyrst og fremst að hafa hið sterka aðdráttarafl fyrir ást- vinaböndin og þau áhrif menningar og siðfágunar, sem börnin munu njóta alla æfi og læra betur að meta með hverju ári. En auk þess má ekki gleymast, að vinnu barnanna verður að haga þannig, að þau beri meira úr býtum en erfiðið, já meira en dag- launin. Vinnan á að tengja þau föst- um böndum við jörðina. Það gerir hún, ef þau eru látin á sem allra yngst- um aldri sjálf njóta ávaxta erfiðis síns. Þau þurfa sjálf á ungum aldri að eignast eigin garðholu, sem þau vinna ein að og eiga ein uppskeruna úr. Og þau eiga að fá leyfi til að stækka garð- inn sinn eftir því sem kraftar þeirra aukast. Þau eiga að fá að eignast sín- ar eigin skepnur, sem þau sjálf hirða arðinn af, og verða að hafa aðstöðu til að fjölga þeim. Á fjölmörgum og raunar allflestum jörðum hagar svo til, að auka má út- ræktun túna verulega. Börnin eiga strax á unglingsaldri að fá aðstöðu til að taka landspildur til þess að rækta sjálf og eiga svo arðinn af þeim sjálf. Og þau eiga að fá að njóta frelsis og sjálfstæðis í þessum athöfnum. A þennan hátt tengjast þau jörðinni, jörðin, sem þau hafa sjálf breytt og fegrað, verður þeirra jörð, og þau verða hennar, starfskrafta þeirra hef- ur hún notið, áhuga þeirra hefur hún vakið og heldur honum vakandi, laun sín geldur hún þeim ríkulega í mörg- um ánægjustundum yfir unnum sigr- um og örlátlega útmældum arði. Þetta kalla ég að gróðursetja bömin heima. Þau eru orðin sjálfstæðir bændur á jörðinni, þegar þau hafa aldur til að festa ráð sitt, hafa búið svo í haginn fyrir sér, að þau eiga þar góð afkomu- skilyrði, byggja sér þar eigin hús eða í samfélagi við systkyni eða foreldra, í félagsskap, þar sem jafnrétti ræður, og fortíðin ber þá virðingu fyrir fram- tíðinni, að hún leyfir sér ekki að grípa fram fyrir hendur hennar til þess að sveigja framvindu lífsins inn í fjötra liðinnar tíðar. Þótt börnin séu þannig „gróðursett heima“ fellst alls ekki í því nein þving- un eða útilokun frá áhrifum utan að. Engin valdbeiting. Það er hið andlega frelsi og athafnafrelsið og sjálfstæðið, sem þau njóta við vinsemd og sam- starfi, er laðar þau að heimajörðinni. Þau eiga að fara að heiman á sínum tíma til þess að leita sér fræðslu í skólum eftir eigin vali, slíkt er nauð- synlegt og sjálfsagt, en þau munu flest koma aftur, ef þau hafa verið „gróð- ursett heima“.. Ekki verður bættur sá skaði, sem þegar er orðinn í þessum efnum. En ef til vill gæti þessi hugleiðing mín orðið til athugunar einhverjum þeim, sem nú eru að ala upp börn sín og hafa þau eitthvað heima enn. Hver þarf að líta í eigin barm, hvort þar er ekki eitthvað athugavert, sem færa mætti til betri vegar. íslenzkir bændur, minnist þess, að barnanna er framtíðin. Hallmundur Framh. af bls. 9. Þeir félagamir sprengdu upp tvær hurðir enn og komust inn í geymsl- una, en þar fundu þeir ekkert, eða sama og ekkert, svo að innbrotið virt- ist til einskis. Hallmundi fannst nóg um og vildi koma sér burt sem fljót- ast, en vinur hans var á annarri skoð- un, fyrst þeir voru búnir að hafa þetta mikið fyrir að brjótast inn, vildi hann athuga, hvort ekkert fyndist, sem selja mætti fyrir brennivín. Ein- hver hafði skilið eftir hljóðfæri, sem þeir rákust á og höfðu með sér. Samvizka Hallmundar vaknaði, þegar út fyrir kom. Hann vildi skila hljóðfærinu aftur, en við það var ekki komandi. Um morguninn fóm þeir til fornsala og buðu hljóðfærið. Fornsalinn tók þeim vingjamlega, sagðist þurfa að ljúka einhverju verki og bað þá bíða andartak. Skömmu síðar kom hann aftur fram í búðina og tók að skoða hljóðfærið af mikilli nákvæmni. Allt í einu snömðust tveir lögreglu- þjónar inn í búðina og ævintýrinu var lokið. Hallmundur slapp með skilorðs- bundinn dóm. Skömmu síðar dó afinn og hið op- inbera ákvað að kofinn skyldi seld- ur og kostnaðurinn við jarðarförina greiddur með andvirðinu. Hallmundi fannst fokið í flest skjól, en þá snerist „hamingjan“ loks á sveif með þessu olnbogabarni. Bólgan reyndist berklakyns og Hallmundur var sendur á hælið. Þegar hann sagði mér frá innbrot- inu, sátum við hlið við hlið í legu- skálanum. Ég fullur heimþrár, hann glaður yfir sínu hlutskipti. Þegar ég stóð upp og gekk burtu, sat hann áfram á bekknum og gretti sig öðm hvom út í loftið, því að jafn- vel hans eigin taugar áttu ekki sam- leið með honum lengur. Þrír snáðar léku sér á götunni. Einn var með flugvél, annar með híl og sá þriðji með mynd af leikkonunni Mari- lyn Monroe. Roskinn maður kom til þeirra, klappaði á kollinn á þeim og sagði við þann fyrsta: — Hvað ætlar þú svo að verða? — Flugmaður. — Og þú? spurði hann og sneri sér að þeim næsta. — Bílstjóri. — Og þú? spurði hann þann þriðja. — Fullorðinn. 13

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.