Samvinnan


Samvinnan - 01.02.1956, Side 16

Samvinnan - 01.02.1956, Side 16
Davíð. Ég get það ekki.“ „Hví þá ekki? Þetta er aðeins lán. Þú hefur stundum fengið ián áður.“ „Þá þóttist ég viss um að geta greitt þér aftur, en nú er ég vonlaus um það.“ Davíð hélt, að pilturinn væri að missa kjarkinn og gefast upp í erfiðri baráttunni við berklana. „Þetta máttu ekki láta þér koma til hugar, Páll. Þú lítur engan veginn verr út en áður, og ég er viss um, að þú gefst aldrei upp. Systir þín yrði eyðilögð, ef hún heyrði þig tala svona. — Taktu við peningunum fyrir alla muni.“ „Það er ekki kjarkurinn, sem er þorrinn,“ svaraði Páll. „Við erum á förum héðan.“ „Hvað segirðu?“ „Við erum að fara. Esther er farin að taka saman dótið. Við verðum að fara austur, við höldum aldrei út hér nógu lengi til þess að eignast landið.“ Davíð þótti sem allar framtíðarvon- irnar hyrfu út í rökkrið. Hann reyndi að hugsa, finna einhver ráð gegn þeim misskilningi, sem hér var hlaðið upp. Til hvers var að leggja í langa og hættulega ferð og koma svo aftur að auðu húsi? Þá yrði hálf heimsálfa milli hans og stúlkunnar og —. Mjór og langur barkarbátur Itai- Pos kom út úr rökkrinu og upp í lend- inguna við bakkann. Davíð rétti úr sér. Allt varð að fara sem mátti. Hann þrýsti hönd piltsins og gekk svo nið- ur að ánni. Hann sté út í bátinn og ýtti frá landi um leið. Síðan reru þeir vestur til fjallanna gegn þungum straumi. 3. Næstu dagar voru langir og líkir. Dagur rann klukkan þrjú að nóttu, og um tíuleytið að kvöldi var enn rat- Ijóst á ánni. Um leið og dagur rann, svipti Davíð af sér ábreiðunni, greip veiðarfærin og kastaði fyrir silung, meðan fugl- arnir upphófu söngva sína. Að vörmu spori kom hann aftur með nokkra sil- unga, og þá var Itai-Po ævinlega bú- inn að blása upp eld. Þeir snæddu á skammri stundu og hröðuðu sér síðan af stað. Þeir renndu að landi á tveggja stunda fresti, settust á bakkann og reyktu pípu. Þrisvar á dag höfðu þeir matseld og lifðu eingöngu á veiðum. Oftast höfðu þeir silung til matar, en stundum skutu þeir önd eða veiðidýr í skóginum, og af berjum höfðu þeir nóg. Er þeir nálguðust fjöllin, varð skógurinn alls ráðandi, en sléttan lá að baki þeim. Árnar urðu nú straum- harðari, og sums staðar voru hávaðar eða fossar, svo að þeir urðu að bera bátinn fram hjá þeim. Mikið var og af stöðuvötnum, þar sem þúsundir vatnafugla flugu upp, þegar þeir fé- lagar fóru um. Engir voru þeir félagar hávaða- menn, enda liðu svo margar stundir, að ekki heyrðist til þeirra hósti né stuna. Itai-Po var einstakur róðrar- karl, og Davíð bætti það upp með afli sínu, sem hann skorti í leikni, svo að þeim skilaði undrafljótt áfram. Itai- Po sagði, að pípur þeirra væru þær lengstu, sem hann myndi eftir. En með pípum átti hann við þá vega- Iengd, sem þeir fóru milli hvílda. Einu sinni fóru þeir heila dagleið í þrem pípum, og þá ljómaði dökkt og sveitt andlit Tunglskuggans af gleði. Hins vegar fóru þeir einatt of ógætilega til þess að vera sem fljótastir. Það er sið- ur þeirra, sem ferðast um vötnin í Al- berta í barkarbát, að fara jafnan með löndum fram, því að vindbára úti á miðju vatni getur verið lífshættuleg á svo smáum kænum. En þeir fóru ávallt beint af auga. Þegar Bjarnará tók að grynnast, urðu þeir að bera bátinn með öllu saman sex mílna leið og lítt greiðfæra upp að næsta vatni, og úr því fór vatnaleiðin að verða æ slitróttari. — Loks komu þeir í langan dal, þar sem áin var skolleit af leysingarvatni ofan úr háfjöllum. Allt til þessa höfðu þeir farið eftir aldagamalli leið vestur að fjöllunum, en úr dal þessum lá leiðin langt til suðurs og yfir Klettafjöllin, þar sem þau voru miklu lægri og greiðfærari. En Davíð þótti sú leið allt of löng, því að hver dagurinn var dýrmætur. Hann nam staðar kvöld eitt við litla sandeyri og dró þar upp í sandinn þá leið, sem hann vildi fara beint yfir fjöllin. „Þessa leið vil ég fara, Itai-Po,“ mælti hann. „Þú verður að koma okk- ur yfir fjöllin á sem skemmstum tíma.“ Indíáninn varð fár við og sat langa stund á hælum sér og horfði á rissið í sandinn. Svipur hans var myrkur og óræður. Loks sagði hann: „Það hefur enginn maður farið hér yfir áður, en við skulum fara. Við verðum fimm svefnum (nóttum) fljótari með því móti, en ekki er það allra að leggja hér á fjöllin.“ Það kvöld drógu þeir bátinn inn í hellisskúta, og næsta morgun lögðu þeir byrðar á bök og stefndu til fjalls. Fyrsta sprettinn fylgdu þeir gömlum slóðum Indíána, því að þeir fóru hátt upp í fjöllin til stórhyrningaveiða á haustin. En brátt hurfu troðningarnir og greindust á ýmsa vegu. Itai-Po lét sig það engu skipta. Hann stikaði á undan í bezta skapi, því að svaðilfarir voru honum mjög að skapi. Leið þeirra lá um kletta og klungur, en víða voru þó grænar hlíðar og engjaver. Þarna var ríki fjallafurunnar, enda óx hún, hvar sem tyllt var niður rót. Næstu nótt áttu ferðalangarnir sér ból undir grænni þöll. Sú nótt þótti þeim köld. Um morguninn tróðu þeir mosa í skó sína, því að þeir voru ilsárir orðnir, en hart við fæti. Þennan dag fóru þeir um heimkynni gráu krákunnar, og þessi ömurlegi fjallafugl sparaði ekki óhljóðin. Smám saman þraut furan, en við tóku víð heiðalönd. Margt var þarna fagurra blóma, og dáfögur fiðrildi sveimuðu eins og ský yfir þeim. Skammt var nú til snjóa, enda kalt og hráslagalegt. Úlfgrá þokan teygði sig niður frá hvítum tindum og fyllti gil og skörð. Áfram héldu þeir ótrauðir, þótt allt væri á fótinn. Krapaskúrir kældu vanga þeirra, og þess á milli var skin sólar svo heitt, að þá sveið undan. Eftir Ianga göngu komu þeir að af- Iöngu vatni, ekki stóru. ískaldur lækur rann úr því til austurs, og nokkru síðar sáu þeir, sér til mikillar gleði, að annar lækur rann úr því til vesturs. Þeir voru komnir á'vatna- skilin, og nú hallaði vestur af. Ekki lögðust þeir til hvíldar þetta kvöld, heldur þrömmuðu áfram, unz lýsa tók af degi. Þá voru þeir komnir niður að skógi, enda kveiktu þeir sér eld, snæddu og létu sér renna í brjóst. Þegar leið fram um miðjan morg- un, risu þeir upp og héldu áfram ferðinni, og þótti þeim því líkast, sem væru þeir komnir í annan heim. Landið var fagurt yfir að líta og 16

x

Samvinnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.