Samvinnan


Samvinnan - 01.02.1956, Blaðsíða 19

Samvinnan - 01.02.1956, Blaðsíða 19
í Úralfjöllunum rússnesku er smá- bær og þar komst á kreik sá orðróm- ur, að perneski embættismaðurinn Rachat-Chelam mundi koma til bæj- arins næstu daga. Menn höfðu grun um, að hann mundi búa á hótel Japonía. Þessi orðrómur hafði ekki minnstu áhrif á íbúa bæjarins. Sá eini, sem hugsaði eitthvað að ráði um komu þessa tigna Persa, var „borgarstjór- inn“, Stephan Ivanovitch Kutsyn. Það var ritarinn, sem flutti honum þessa fregn. — Hvert ætli hann sé annars að fara? — Til París eða London, held ég. — Hm — þetta hlýtur þá að vera háttsettur embættismaður. Þegar Kutsyn kom heim frá skrif- stofunni og hafði borðað miðdagsmat- inn, fór hann aftur að hugsa. Hann var allt í einu orðinn svo hugsandi maður. Það var víst koma þessa tigna Persa, sem gerði það að verkum. Hann komst að þeirri niðurstöðu, að það hlytu að vera forlögin sjálf, sem sendu þennan Rachat-Chelam, og að nú væri loksins runnin upp sú stund, að hann fengi æðstu ósk sína upp- fyllta. Það var nefnilega þannig mál með vexti, að Kutsyn átti þrjár orð- ur: Stanislav-orðuna af þriðju gráðu, Arnarkrossinn og orðu frá félagi lífg- aðra manna úr dauðadái. Þar að auki hafði hann látið gera sér feiknarmikla úrfesti úr gulli með þverstöng á end- anum og svo lét hann þverstöngina og hluta af keðjunni lafa út um hnappa- gat á úníformsfrakkanum og þá líkt- ist þetta fínni orðu, að minnsta kosti í mátulegri fjarlægð. Það er líka von, að þegar maður á fáeinar orður, þá vilji maður fá nokkr- ar í viðbót og borgarstjórinn hafði þá þegar alið þá ósk með sér að fá persn- esku ljón-og-sól-orðuna. Hann hafði óskað þess af öllum huga, heitt og brennandi. Hann vissi líka mæta vel, að til þess að fá þessa orðu dugði hvorki að drepa menn eða dreifa út ávísunum til velgjörðastofnana. Drottinsdaginn næstan eftir hengdi hann á sig allar orðumar ásamt keðj- unni góðu og labbaði virðulega til hótel Japonía. Forlögin voru honum hliðholl. Honum var strax fylgt upp til Persans. Ljónið og sólin Smásaga eftir Anton Chekov Rachat-Chelam, risavaxinn Asíu- búi, með langt amarnef, útstæð augu og rauðan vefjarhött, sat á gólfinu og rótaði í kofforti sínu. — Ég biðst margfaldlega afsökun- ar á ónæðinu, sagði Kutsyn og hló. Má ég leyfa mér að kynna mig: Borg- arstjóri Stephan Ivanovitch Kutsyn, orðuhafi hins rauða arnar. Ég álít það skyldu mfna að heiðra vinveitta nágrannaþjóð með yðar milligöngu. Persinn sneri sér við og muldraði eitthvað á lélegri frönsku, sem líktist helzt hljóðinu í sleða, sem dreginn er eftir grýttri götu. Kutsyn hélt áfram með sína utan- að lærðu ræðu: — Persía liggur að hinu víðáttumikla föðurlandi vom — þessvegna hlýt ég vegna gagnkvæmr- ar samúðar að undirstrika....... Hinn tigni Persi hafði aftur eitt- hvert óskiljanlegt hrognamál á tungu. Kutsyn, sem ekki gat talað annað en rússnesku, hristi höfuðið til merkis um, að hann skildi ekki neitt. — Hvemig í fjáranum á ég að fara að því að fá hann til að skilja mig? hugsaði hann. Það væri náttúrlega bezt að senda eftir túlk undir eins, en málið er þess eðlis, að það er ekki hægt að tala um það í vitna viður- vist.....svo mundi túlkurinn slúðra um það allan bæinn á enda. Kutsyn reyndi þessvegna með mikl- um erfiðismunum að muna útlend orð, sem hann hafði séð í blöðunum. (Framh. d bls. 26) 19

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.