Samvinnan - 01.02.1956, Blaðsíða 29
Fréttir
og fleira
SAMVINNUSPARISJÓÐURINN er
eitt af yngstu fyrirtækjum samvinnu-
manna hér á landi, nú á öðru starfsári
sínu. Var hann stofnaður meðal ann-
ars til að framkvæma nýjung hér á
landi, í sambandi við kaupgreiðslur
starfsfólks. í stað þess að greiða kaup-
ið í peningaseðlum í umslagi, skyldí
það lagt inn á nafn viðkomandi starfs-
manns í ávísanareikning hjá spari-
sjóðnum, þannig að starfsmaðurinn
geti þar ávísað eftir vild, hvort sem
hann vill taka kaupið allt strax eða
smám saman. Þetta kerfi tóku SÍS og
systurfélög þess upp með stofnun
Samvinnusparisjóðsins. Hefur kerfið
reynzt með ágætum og ríkir mikil á-
nægja með það, enda þótt ein einasta
hjáróma rödd í upphafi hafi rejmzt
vissum Reykjavíkurblöðum tilefni til
nýrra árása á Sambandið fyrir þessa
merku nýjung. En samvinnumenn eru
orðnir svo vanir slíku, að þeir telja
það öruggt merki þess, að þeir séu á
réttri leið, þegar andstöðublöðin ráð-
ast á nýjungar þeirra.
SPARISJÓÐURINN hefur nýlega
fengið ágætt húsnæði fyrir af-
greiðslu sína í Hafnarstræti 23, þar
sem Dráttarvélar hafa einnig verzl-
un. Sveinn Elíasson, skrifstofustjóri
sjóðsins, stjórnar þar afgreiðslunni,
en forstöðu sjóðsins hefur á hendi
Ásgeir Magnússon.
KAUPFÉLAGSSTJÓRAR víðs vegar
af landinu komu saman í Reykjavík
fyrir nokkru á fund, en slíkir fundir
eru haldnir 2—3svar á ári hverju.
Hafa þeir reynzt hinir gagnlegustu,
bæði til þess að gefa kaupfélagsstjór-
unum tækifæri til að fylgjast með þvi,
sem er að gerast í viðskiptaheiminum
og innan veggja samvinnuhreyfingar-
innar, svo og til að gefa þeim kost á
að gagnrýna eða koma fram með till-
lögur til forráðamanna SÍS. Um svip-
að leyti kom stjóm SÍS einnig saman,
en fundir hennar standa að jafnaði I
marga daga. Þá komu þeir kaupfélags-
stjórar, sem hafa rekstur frystihúsa á
hendi, sérstaklega saman til að ræða
sín sérmál, en þeir hafa sérstaka
nefnd starfandi til að gæta hags-
muna frystihúsanna í hinum dreifðari
byggðum. Hefur viðleitni þeirra til að
fá tillit tekið til séraðstöðu þessara
húsa (stopult hráefni, smáfiskur o. fl.)
þegar borið nokkum árangur.
SNJÓFLÓÐ gera öðru hverju mik-
inn óskunða hér á landi, og valda
oftast tilfinnanlegu tjóni, þegar þau
skella á hyggðu bóli. Samvinnu-
tryggingar hafa nú ákveðið að láta
brunatryggingar sínar einnig ná
yfir snjóflóðatjón án þess að breyta
nokkuð iðgjöldum vegna þessarar
auknu áhættu. Má því segja, að allir
þeir, sem hafa hús sfn tryggð hjá
félaginu, fái nú ókeypis snjóflóða-
tryggingu að auki. Samvinnutrygg-
ingar hafa komizt að þeirri niður-
stöðu, að snjóflóðin séu ekki svo
mikil, að þau þurfi að valda hækk-
un á brunatryggingaiðgjöldunum.
Hins vegar er augljóst, hversu mik-
ið öryggi felst í þessu fyrir þá, sem
búa við snjóflóðahættu og hafa
ekki getað tryggt gegn henni hing-
að til.
ÞESSI DÁLKUR hefur áður getið
um það, hvernig SÍS reynir að taka
tæknina í sína þjónustu á skrifstof-
um og við aðra slíka vinnu til þess
að auka afköst fólks við þau störf á
sama hátt og bóndinn eykur afköst
sín, þegar hann eignast dráttarvél.
Nú hefur verið tekin upp enn ein
nýjimg á þessu sviði, þar sem er
skj alalj ósmyndun.
SAMKVÆMT LANDSLÖGUM ber
fyrirtækjum að geyma mikinn fjölda
af skjölum varðandi rekstur sinn um
nokkurt árabil. Hjá stórfyrirtæki eins
og SÍS verður slík skjalavarzla fljótt
umfangsmikil og tekur geymsla skjal-
anna geysimikið og dýrt húsrúm, sem
ella mætti nota á hagkvæmari hátt.
Mun það ekki ofmælt, að SÍS verði
nú að nota til skj alageymslu húsrúm,
sem þætti rúmgóður samkomusalur.
ÞETTA VANDAMÁL er nú verið
að leysa með því að taka myndir
af skjölunum, en fleygja þeim síð-
an sjálfum. Eru myndirnar teknar
örsmáar á samhangandi filmur,
en með sérstöku tæki er hægt að
setja myndina af hverju skjali á
lítið tjald og hafa þar full not af
skjalinu. Árangur þessa starfs sést
bezt á meðfylgjandi mynd, þar sem
10 skjalamöppur standa við hliðina
á litlum filmukassa, sem hefur að
geyma filmur af öllum skjölunum,
sem eru í möppunni.
Liósmyndun skjala. ÖU skjölin í mö'pp-
unum 10 komast jyrir í litla kassanum
hægra megin viS möppumar.
HLYNUR, starfsmannablað sam-
vinnufélaganna (sem hefur stóraukið
útbreiðslu sína síðustu mánuði og er
nú prentaður I 1200 eintökum), segir
nýlega frá þessari og annari slíkri
nýjung. Miklar bréfaskriftir þurfa
eðlilega að vera á milli SÍS og t.d.
skrifstofu Sambandsins í New York.
í stað þess að sendandi skrifi hvert
bréf er nú upp tekinn sá háttur, að
hann les bréfin á litla, óbrjótanlega
plötu, sem síðan er send i flugpósti. Á
skrifstofu móttakanda hlustar stúlka
á plötuna og skrifar upp bréfin. Við
þetta sparast umslög og póstgjöld, sem
fljótlega sáfnast saman, svo og vinnu-
kraftur á New York skrifstofu. Þannig
fleygir skrifstofutækninni áfram á öll-
um sviðum og vinnast aukin afköst
hvers einstaklings. En það er einmitt
þetta: aukin afköst hvers þjóðfélags-
þegns, sem eru eina örugga undirstað-
an undir aukinni velmegun.
Ásgeir
Magnússon.
29