Samvinnan - 01.09.1956, Blaðsíða 5
aði til vetrarins, ef efnahagurinn þá
leyfði það.
Þessi eina ferð var venjulega farin í
10. viku sumars, því Ijúka þurfti henni
fyrir sláttinn. Tók býsna langan tíma
að fara alla þessa óraleið yfir vötn
og vegleysur, og ekki kom ósjaldan
fyrir, að bíða þurfti dögum saman
eftir afgreiðslu á verzlunarstaðnum,
því margt var þar um manninn þenn-
an stutta tíma, sem kauptíðin stóð
yfir.
Nokkuð þótti jafnan bresta á, að
þar hefðu sama rétt ríkir og óríkir.
Sérstaklega var það talið algengt, að
þeir sem mikla vöru höfðu til að leggja
inn í verzlunina, slyppu fremur við
aðfinnslur, en hinir, sem minna höfðu
að selja, sem sagt, að bændur urðu að
taka möglunarlaust við því sem að
þeim var rétt.
Auk þeirra verzlunarferða, er áður
um getur, var nokkuð gert að því að
fara á fiskibátum til Vestmannaeyja.
Reyndust þær ferðir jafnan neyðarúr-
ræði, enda tók ægir oft þunga skatta
af því ferðalagi.
II.
Þegar leið að lokum 19. aldar fór
nokkuð að rofa til í verzlunar- og
samgöngumálum Skaftfellinga, og al-
veg samhliða því, sem vísir að við-
skiptum fer að færast inn í héraðið,
fara menn að gera tilraunir til að
mynda samtök um verzlunina. Senni-
legt er líka, að andi og starfsemi þing-
eysku samvinnufrumherjanna hafi þá
verið farinn að berast hingað og lyft
undir til einhverra framkvæmda um
þessi mál. Að sjálfsögðu urðu þessar
tilraunir all sundurlausar og úthalds-
litlar, sem von var til, þar sem líka
farkostir til flutninga, bæði á sjó og
landi, voru nær engir og kaupgeta al-
mennings mjög lítil.
Nokkrum árum eftir að verzlunar-
staður var löggiltur við Dyrhólaey,
urðu umræður og fundahöld í sýslunni
um vöruflutninga þangað og húsbygg-
ingar þar í því sambandi. Ekki varð
þó neitt úr þessum ráðagerðum.
Um það leyti sem verzlunarstaður
var löggiltur við Jökulsá, gengust for-
menn þar fyrir því, að fá verzlanir í
Vestmannaeyjum til að senda skip
með vörur að Jökulsá. Upp úr þessum
viðskiptum spratt svo pöntunarfélag,
sem mun hafa verið stofnað 1884.
Frystihús Kaupfélags Skaftfellinga, sem lokiB var viB 1935, ásamf sláturhúsi Sláturfél. SuBurlands.
Oddur Sigurbergsson, kaupfélagsstjóri frá 1948.
Fyrstu árin mun þessi félagsskapur
hafa verið nokkuð laus í reipunum, en
færðist í fastara form eftir að löggiltur
var verzlunarstaður í Vík, 1887. Lét
félagið byggja fyrsta verzlunarhúsið
í Vík.
Á þessum árum byrjuðu að verzla í
Vík Guðmundur ísleifsson frá Háeyri
og J. P. T. Bryde, danskur kaupmað-
ur, sem rak þá orðið umfangsmikla
verzlun hér á landi. Byggir Bryde svo
stórt verzlunar- og íbúðarhús í Vík
árið 1895, og Halldór Jónsson í Suð-
Siggeir Lárusson, Kirkjubœjarklaustri, formaBur
félagsstjórnar frá 1929.
ur-Vík byrjar þá að verzla um líkt
leyti. Fer þá pöntunarfélaginu hnign-
andi og það lagt niður upp úr 1898.
Liðu þó ekki mörg ár þar til þráður-
inn var aftur upp tekinn og Kaup-
félag Skaftfellinga var stofnað.
III.
Þó að félagsskapur um verzlun væri,
sem slíkur, ekki orðinn hér til um
aldamótin, mun óhætt að fullyrða,
að hann hefur átt sinn þátt í því, að
hafizt var handa nokkrum árum síð-
5