Samvinnan


Samvinnan - 01.09.1956, Side 6

Samvinnan - 01.09.1956, Side 6
sj'rslunnar og auk þess deild undir Eyjafjöllum og önnur í Öræfum. liijreiðalest jrá Kau/ifélagi Skaftfellinga. ar um stofnun Kaupfélags Skaftfell- inga. Þegar hér var komið sögu, var verzl- unin í Vík orðin all umfangsmikil. Sóttu þá verzlun þangað allar sveitir V.-Skaftafellssýslu, og að verulegu leyti tvær austustu sveitir Rangár- vallasýslu (Eyjafjöllin). Og upp úr því fóru Öræfingar að verzla þar líka. Breyttist nú til mikils batnaðar öll aðstaða fólks á þessu svæði, enda renna þá margar stoðir undir batn- andi afkomu, og framfaarhugur þá orðinn almennur. Um þetta leyti var stofnað rjóma- bú við Deildará í Mýrdal og annað á Seljalandi í Rangárvallasýslu. Þá voru einnig fiskiár, sérstaklega í Mýrdal, en harðfiskurinn allgóð útflutnings- vara. Hrossasala var og nokkur og sauðfjársala til Reykjavíkur, þó erf- iðleikum væri bundin, enda var fljót- lega farið að slátra sauðfé í Vík. Allt þetta studdi að því, að hagur manna fór stórbatnandi og framfarir hófust, bæði í jarða- og húsabótum. Einnig vaknaði þá áhugi á margskonar félagsstarfsemi. Hinir vösku áhugamenn héraðsins um félagsmál, töldu nú tíma til kom- inn, fyrir bændur og búalið, að taka verzlunina í sínar hendyr og njóta sjálfir arðsins af henni, og þá líka með betri þjónustu en verið hafði áður. Hófst svo á árinu 1905 undirbúningur að stofnun Kaupfélags Skaftfellinga. Nokkur tregða var í mörgum um þátttöku í félaginu og kom þar margt til greina, sem ekki verður rakið hér nánar. Hinn 23. janúar 1906 er svo fyrsti fundurinn haldinn í Vík til undirbún- ings félagsstofnunarinnar. Annar fund- ur er haldinn að Deildará 1. júlí s. á., og sá þriðji í Norðurhjáleigu í Álfta- veri 14. júlí, og félagið stofnað á þeim fundi. I bráðabirgðastjórn voru kosnir: Guðmundur Þorbjarnarson, form., Loftur Jónsson, varaform., Magnús Finnbogason, meðnefndar- maður. Hinn 24. nóv. s. á. var í barnaskól- anum í Reynishverfi framhaldið stofnun félagsins. Var því þar gefið nafnið Kaupfélag Skaftfellinga. Var bráðabirgðastjórnin endurkosin, sem hin reglulega stjórn félagsins, og end- urskoðendur kosnir, þeir: Gísli Magnússon, Norðurhjáleigu og sr. Bjarni Einarsson, Mýrum. Félagsdeildir voru í byrjun 3 og stofnendur alls 73. Síðar fjölgaði félögum svo, að stofnuð var deild í hverjum hreppi IV. Fyrstu þrjú árin var félagið aðeins pöntunarfélag, og annaðist stjórn fé- lagsins þá afgreiðslu og innheimtu varanna. Það sýndi sig svo að segja strax og félagið fór að afgreiða vörur frá sér, að vöruverðið hjá því var að mun lægra en hjá kaupmönnum í Vík. Auk þess varði félagið um áramót arði af viðskiptunum, sem komst upp í 14% eitt af fyrstu árunum. Varð félagið því fljótt verulegur þyrnir í augum kaupmanna og fylgiliðs þeirra og mætti því andstöðu frá þeim, sem varð þó miklu magnaðri síðar. Vöru- verðið var viðkvæmt mál, ekki síður hjá þeim efnaðri, sem meira máttu sín. Og til að hamla á móti viðskipt- unum við félagið fóru kaupmennirnir að gefa 10% afslátt gegn staðgreiðslu út í hönd. Þetta þótti hinum „stærri“ viðskiptamönnum þeirra ekki nóg, þar sem félagið seldi sínar vörur jöfnu verði, hvort sem þær voru greiddar með afurðum eða peningum, og þó ekki hærra en staðgreiðsluverð kaup- manna var. Til að halda viðskiptum við þessa menn, neyddust kaupmenn til að setja nýtt verð á hina svoköll- uðu þungavöru: matvörur, kaffi og sykur. Þetta nýja verð gekk undir nefninu „peningaverð“. Fengu það hinir efnaðri, sem gengust eftir því, sem þó oft kostaði þá nokkurt þóf. í þessu þófi var ekki ósjaldan beitt því vopninu, sem bezt beit á kaupmann- inn. senr sé því, að fengist ekki þetta svonefnda peningaverð, færu þeir beina leið til kaupfélagsins með við- skinti sín. Árið 1910 er söludeild sett á stofn. Aukast þá viðskiptin við félagið veru- lega. En vegna tilfinnanlegs skorts á rekstursfé, neyddist félagið til að leggja söludeildina niður 1914. Við að leggja söludeildina niður, minnkaði vörusalan um nær helming frá ár- inu áður (1913). Árið 1918 hefjast viðskipti félagsins við Samband ísl. samvinnufélaga, og söludeildin þá jafnframt tekin upp aft- ur. Var þar með rekstursfjárskortur- inn úr sögunni, enda jókst þá vöru- salan og félagatalið ár frá ári til árs- ins 1920. 6

x

Samvinnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.