Samvinnan - 01.09.1956, Side 13
Drengurinn hrökk við og beindi
sjónum sínum frá upphæðum niður
á hið hversdagslega svið skólaborðs
og bókar og byrjaði í írafári að leita
að, hvar þau hefðu verið stödd í sög-
unni, en hitti auðvitað ekki á réttan
stað.
„Nei, nei,“ drundi í skólastjóran-
um, „þarna vorum við ekki. Þú hefur
bersýnilega ekki fylgzt með, þótt þér
veitti sannarlega ekki af því. Það var
við neðstu greinaskil á hinni blaðsíð-
unni.“
Drengurinn var stirðlæs.
,.Þá — sagði — ans — ansinn —
við — hestinn,“ byrjaði hann.
Sum krakkanna fóru að kreista
kjúkur og eitt þeirra sprakk.
Aftur varð skólastjórinn að heimta
hljóð og vonleysið var mikið í rödd
hans, þegar hann sagði:
„Það held ég þú ætlir aldrei að
verða stautandi, drengur.“
Þannig líður kennsludagurinn með
tilheyrandi umvöndunum og andvörp-
um skólastjórans — og þrátt fyrir allt
örfáum ánægjuaugnablikum, þegar
hann þykist verða þess var, að erfiði
hans hefur samt sem áður borið agn-
arlítinn árangur. Það hefur ætíð upp-
örfandi áhrif á hann. Honum flýgur
í hug, að kannske ætti hann að leggja
enn meiri rækt við að troða reikningn-
um í kaupmannsstrákana. Og líklega
var óhjákvæmilegt að gera eitthvað í
þessu með lúsina, svo skemmtilegt
sem það var. Heldur engin smáræðis
dorra alla leið út að Naustum. Og eig-
inlega átti hann þess engan kost í
dag, því að það varvon á strandferða-
skipinu og í kvöld var hann boðinn til
sýslumannsins til að spila bridge.
En að tala við krakkana sjálfa?
Ef til vill myndi það engu minni ár-
angur bera og vissulega hefði það
minni óþægindi í för með sér.
Það var mun meiri fyrirferð á börn-
unum, þegar þau flykktust út úr skóla-
stofunni síðari hluta dagsins en um
morguninn, þegar þau.komu.
„Gangið stillt og prúð út úr skóla-
stofunni,“ kallaði skólastjórinn á eft-
ir þeim og augu hans leituðu hvarfl-
andi um hópinn.
„Sigurður og Þóra í Naustum, vilj-
ið þið koma snöggvast og tala við
mig.“
Rauðhærði snáðinn og systir hans
litu undrandi á læriföður sinn. Hvað
gat hann viljað þeim? Drengurinn
varð þó ekki mikið smeykur. Hann
var ofanígjöf vanur, auk þess kjark-
mikill. Hann myndi ekki kippa sér
mikið upp við smávegis umvöndun.
En systir hans varð lostin skelfingu.
Hún hafði alltaf stundað námið sam-
vizkusamlega og því sjaldan verið á-
stæða til að vanda um við hana. En
það var ekki horfið úr hug hennar, sem
komið hafði fyrir um daginn. Hlaut
þetta ekki að standa í einhverju sam-
bandi við það? Og hún varð altekin
kvíða og bjóst við hinu versta.
Þau fylgdu skólastjóranum inn í
kennarastofuna.
„Hm, hm,“ umlaði í honum.
Gremjulegt, hve erfitt var að koma
orðum að því, sem hann ætlaði að
segja, enda þótt þetta væru bara
krakkar.
„Hm, hm,“ heyrðist aftur frá hon-
um, áður en hann hóf mál sitt.
„Ég skal segja ykkur, að það hefur
verið kvartað um, að skólasystkini
ykkar smitist af ykkur af lús.“ Hann
þagnaði andartak, strangur og alvar-
legur á svip.
„Það er feykileg ómenning að vera
lúsugur, eins og ykkur hlýtur að vera
ljóst. Þið hljótið að vera orðin nægi-
lega þroskuð til þess að vita það. Þetta
má ekki viðgangast lengur, að þið sé-
uð með lús. Þið verðið því að tala við
hana móður ykkar og fá aðstoð henn-
ar til að hreinsa ykkur. Það er hægt
að fá meðul til þess hjá lækninum. Ég
treysti ykkur til að ganga fram í þessu,
enda er það langbezt fyrir ykkur sjálf.“
Sem hann hafði þetta mælt, þagnaði
hann — og börnin stóðu skömmustu-
leg og niðurlút fyrir framan hann.
„Þið ætlið nú að gera þetta — er
það ekki?“ áréttar hann.
Drengurinn tautar eitthvað ofan í
bringu sína, sem vafalaust á að vera
jákvætt svar við ósk skólastjórans. En
systir hans segir ekkert. Hún getur
ekkert sagt. Ef hún reyndi það, myndi
hún fara að gráta.
I huga skólastjórans örlar á með-
aumkvun. Leiðinlegt, ef telpuræfillinn
tæki sér þetta mjög nærri. En hann er
sannfærður um, að hjá þessu varð ekki
komizt.
„Þið megið svo fara, börnin góð.“
Og skólastjórinn opnar fyrir þau dyrn-
ar.
Innan lítillar stundar eru þau kom-
in út úr skólanum og upp á melinn,
þar sem hin börnin eru farin að leika
sér í snjókasti.
„Lúsagemlingar!“ kallar einn strák-
anna og kastar til þeirra snjókúlu. En
Siggi stingur bókum sínum inn á sig
og býst til varnar hinn vígamannleg-
asti.
Skólastjórinn hafði staðið við op-
inn glugga í kennarastofunni og hugs-
ar með sér, að líklega ætti hann að
tala um það við hina krakkana að
vera ekki að stríða þeim, greyjunum,
— ef það bæri þá nokkurn árangur.
Og hann andvarpar, um leið og hann
sezt við borðið og fer að blaða í
kennslubók í „bridge“ eftir einhvem
Culbertsson.
Þeim hefur tekizt að hæfa Þóru litlu
með nokkram snjókúlum á hálsinn og
bakið. En hún er ekki í neinum bar-
dagahug, lítur ekki einu sinni við.
Aðeins þetta eina kemst að í sál
hennar — smánin. Henni finnst hún
ekki geta risið undir henni, svo þung-
bær er hún ....
En mamma hennar hafði sagt henni,
að lúsin kviknaði á fátæku fólki, sem
ekki hefði efni á að skipta nógu oft um
nærföt eða á rúmunum sínum. Og
skólastjórinn og allt ríka fólkið í þorp-
inu var á móti þeim, af því að þau voru
fátækust af öllum og af því að pabbi
hennar var drykkjumaður.
Hún reynir að grípa í þessa skýringu
eins og drukknandi maður í hálmstrá.
En því miður, hún er ekki nógu sann-
færandi til þess að vera henni rauna-
bót. Þess vegna heldur hún áfram að
gráta í hljóði yfir óhamingju sinni. En
eitt veit hún, að hún hefur orðið fyrir
rangsleitni af guði eða mönnum. Ein-
hver strengur hefur slitnað og yrði
aldrei tengdur saman aftur.
Aldrei framar yrði gaman að standa
sig vel í skólanum. Það er allt búið.
Búið. Og jafnvel ekkert er kvíðvæn-
legra en þurfa að fara aftur í skólann
og umgangast skólasystkinin, sem hún
hér eftir getur ekki litið framan í. Hún
heyrir ærsl þeirra bak við sig — og án
þess að vita af því, ber hún aðra hönd-
ina upp í höfuðið til þess að klóra sér.
Það er ósjálfráð hreyfing. En gegnum
társtokkin augun birtist hvft ströndin
henni í móðu eins og ókomin æviár.
13