Samvinnan


Samvinnan - 01.09.1956, Qupperneq 39

Samvinnan - 01.09.1956, Qupperneq 39
miðar að ýmsum greinum hafa verið geymdir handa útlendingum fram á mitt sumar. Alls verða seldir iy4 milljón aðgöngumiðar að hinum fjölmörgu keppnisgreinum leikanna, en í Ástralíu búa 9 milljónir, svo ekki mun skorta á- horfendur. Gistivandræði og gestir á heimilum. ÞAÐ VARÐ FLJÓTLEGA lýðum ljóst, að gistihús borgarinnar rúmuðu ekki nema nokkurn hluta þess mannfjölda, sem væntanlegur er til leikanna. Var hér mikill vandi á ferðum, sem leystist á þann hátt, að borgarbúar hlupu undir bagg- ann. Þúsundir fjölskyldna hafa boðizt til að skjóta skjólshúsi yfir Ólympíugesti fyrir lítið eða ekkert gjald. Nú hefur þetta verið skipulagt og vissa fengin um, að ekki þarf að úthýsa neinum. Fögur borg og nýtízkuleg. . MELBOURNE ER MIKIL iðnaðar- og verzlunarborg og þar búa 1 y2 milljón manns eða 60% allra íbúa í Viktoríu- fylki, en Melbourne er þar höfuðborg. Borgin er hreinleg og vel skipulögð, strætin ákaflega breið og byggingar svip- hreinar og fagrar. Melbourne stendur við Port Philip flóa og er næst stærsta borg Ástralíu. Mikið er af fögrum görðum í borginni en Yarra fljótið liðast í gegn um hana. Á eystri bakka þess er blómagarð- urinn, sem er stolt og prýði Melbourne- borgar. Allt til að auka ánægjuna. ÍÞRÓTTAKEPPNIR í ýmsum greinum vekja mesta athygli á Ólympíuleikunum, en þar verður að sjálfsögðu margt ann- að, sem girnilegt verður að sjá og heyra. Er þar um að ræða ýmsar listsýningar, til dæmis í húsagerðarlist, höggmynda- list, teikningu, málaralist og bókmennt- um. Svo verða leiksýningar og hljóm- leikar, ballettsýningar og óperur, og alls- konar skemmtanir bæði inni og úti undir berum himni. Hvað um þátttöku íslendinga? PLESTIR ERU þeirrar skoðunar, að réttast sé að sitja heima að þessu sinni, og hníga mörg rök að því. Það yrði ærinn kostnaður, jafnvel þótt aðeins einn mað- ur yrði sendur til keppni. Það yrði væntanlega að gera þátttakendur ónæma fyrir nokkrum hitabeltissjúkdómum og þeir yrðu að vera að minnsta kosti í heil- an mánuð í Melbourne til að jafna sig og venjast loftslaginu. Svo kemur það til, að haustið leggst snemma að hér og veð- ur gerast válynd. Það yrði því erfitt fyrir væntanlega keppendur að halda við þjálf- uninni. Að öllu þessu athuguðu er ekki líklegt að íslenzkir íþróttamenn næðu sínum bezta árangri í Melbourne. En hitt er vonandi, að okkar ágætu núverandi íþróttamenn og aðrir nýir geri hlut ís- lands glæsilegan eftir fjögur ár, á 17. Ólympíuleikunum í Róm árið 1960. Gísli Sigurðsson. Landsmótið (Framh. af bls. 10) skarpastur þar varð Páll H. Jónsson, kennari á Laugum, sem talaði af hálfu Norðlendinga. Hlaut hann bókarverð- laun fyrir. Ræðumenn stóðu sig allir mjög vel og mátti varla á milli sjá, hver snjall- astur væri. A sunnudagskvöld var svo dansað til hálf tólf. Margir bjuggust til brottferðar um hádegisbilið á mánudaginn, en þó var enn fjöldi fólks, þegar lúðrasveitin hóf hornablástur kl. tvö. Síðan var dansað á pallinum til kl. fjögur. Harry Frederiksen flutti kveðjuorð og sagði þessu fyrsta landsmóti sam- vinnumanna slitið. Óhætt er að fullyrða, að mótið tókst mjög vel og var þeim til sóma, er að því stóðu. Slíkar útiskemmtanir eru alltaf háðar veðrinu, og í þetta skipti tókst mjög vel til um það. Andstæðingar samvinnustefnunnar sjá ofsjónir yfir gengi hennar og eru jafnan fljótir til níðskrifa um það, sem vel er gert. Blað íhaldsins lét ekki sinn hlut eftir liggja að þessu sinni og spann upp svo fáránlega lygaþvælu, að hún er út af fyrir sig ekki svara- verð. Það er vel, að nokkur þúsund manns voru viðstödd landsmótið í Bifröst og geta borið fréttaflutning íhaldsblaðsins saman við veruleikann. Annars verða drukknir menn oft úr- illir, ef þeir eru teknir úr umferð, svo að vorkunn er, þótt fréttaritari um- rædds blaðs vandaði ekki staðnum kveðjumar. Auðnin bjarta... (Framh. af hls. 7 5) sínum um bændabýli og blómlega byggð. í annálum er þess getið, að jök- ulhlaup hafi drepið menn og fénað og eytt gróðurlönd í Öræfum. Sú hætta er jafnan yfirvofandi, þvf að „eldur býr í ógnardjúpi undir köldum jökulhjúpi.“ Þetta er fullkomið sannmæli, þar eð jökulhlaupin úr Oræfajökli hafa stafað af eldgosum. Laugardagur 17. júlí rann upp bjartur og fagur. Nú átti að fara í Bæjarstaðaskóg. Stundu fyrir miðjan morgun fóru menn að skríða úr húð- fötum sínum. Síðan voru tjöld upp tekin og neytt morgundtykkjar. Á dagmálum var lagt af stað. Farkostur- inn var stór flutningabíll. Stýrði hon- um Helgi Arason, Fagurhólsntyri. Raðað var og hrúgað í bílinn fólki og farangri, svo að varla mátti greina sundur menn og muni. Nú skulum við litast um á Fagur- hólsmýri, en hún er í daglegu tali köll- uð Mýri. Lýsa skal umhverfinu og síð- an leiðinni, sem farin var. Á Mýri bjó á árunum 1883—1936 Ari (d. 1939) hreppstjóri Hálfdánar- son bónda Odda — nú í eyði — á Mýr- um austur, maður fjölfróður og lang- minnugur. Kona Ara var Guðrún Sig- urðardóttir, bónda Kvískerjum Ingi- mundarsonar. Nú búa þarna 3 böm Ara, þau Guðný, kona Jóns Jónsson- ar, Sigurður, oddviti Öræfinga og Helgi, bílstjóri og raffræðingur. Á Mýri er útsýn mikil og stórfengleg, en ekki hlýleg. Að baki gnæfir Öræfajök- ull við himin sjálfan, heiður og svip- tiginn. Kennir kulda af návist hans. Upp úr honum skaga þrír hnjúkar, er heita Knappur, Rótarfjallskambur og Hvannadalshnjúkur. Tveir þeir fyrr nefndu sjást að heiman, en Hvanna- dalshnjúkur ekki. Til austurs sést til Hnappavalla. Til suðurs blasa við sandar og hinn víði ver. í útsuðri rís Ignólfshöfði fram við hafið, áþekkur Þórðarhöfða í Skagafirði. í vestri þen- ur sig Skeiðarársandur og í fjarska sjást Síðufjöllin, Fljótshverfi, Lóma- gnúpur og Skeiðarárjökull. Vatns- flaumur mikill er á Skeiðarársandi, eins og áður er getið. Leiðin liggur norður frá Mýri með- fram fjalli, er smáhækkar. Eftir skamma stund er komið fram á ás nokkurn. Blasri þá við breið og djúp hvilft undir fjallinu. Þarna em Hofs- bæirnir. Græn og grösug flæðiengi em þar til vinstri handar, en inni í kvos- inni em stór og slétt tún og hlýleg byggð. 39

x

Samvinnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.