Samvinnan - 01.09.1956, Qupperneq 41
Gísli á Skörðum ...
(Framh. af bls. 9)
Gísli heyrði menn tala um það, að
nú væri hann of drukkinn, og svaraði
þá:
Um það sýsla ekki er hent
þó ölvað rísli svínið.
Látum Gísla belgja brennt
brunapíslar vínið.
Gísli sagði svo til aldurs síns:
Hvað sem inn í hugann brá
hjartað sjaldan grætti.
Atta sinnum sjö og þrjá
séð hef ég aldar þætti.
Sumum kann að finnast, að þetta sé
„ljótur“ kveðskapur. En rímsnilldin
er allsstaðar ótvíræð. Ljóðabréf Jó-
hannesar er 46 Ijóðlínur; þar eru að-
eins notuð tvö endarím. Gísli yrkir
manna dýrast. Þó má um báða segja,
að varla sé orði haggað úr eðlilegri
röð, hvergi „rekið“ eða „barið“. Svo
létt er að læra og muna, að margt hef-
ur lifað á vörum manna meir en öld.
Báðir eru hittnir og fyndnir. Hins
vegar bera vísurnar svip af óhefluð-
um aldarbrag. Bólu-Hjálmar var úr
þessum jarðvegi og varla dylst and-
legur skyldleiki hans og Skarða-Gísla.
En á hinum sömu áratugum og
Gísli kveður og hamrar glóandi, hár-
beitt skeyti í smiðju sinni, rís gjör-
ólíkur andlegur gróður í þessu héraði.
Alveg ný skáldhugsjón snertir fólkið
djúpum tökum. Þau Guðný frá
Klömbrum og Antoníus Antoníusson
yrkja ljúffögur kvæði. Frá þeim hef-
ur sagt verið á prenti á öðrum vett-
vangi.
Dymbilvika
(Framh. af hls. 30)
vegu næstu dymbilviku, ef helsjúkt
barn þeirra héldi lífi; þá vantar af því,
að barn þeirra dó. Þeir hafa ekkert að
þakka, þeirra er ekki að sýna fólki
mátt og gæzku heilagrar guðsmóður.
Þeir fóru á mis við hana.
En María Alvarez? Eins og við
!■■■■■!
■ ■■■■■ I
BUTTERICK-SNIÐ
í
V.V.'.V
^JJuusttízLcin 1956
NÝKOMIÐ ÚRVAL AF BUTTERICK-SNIÐUM FYRIR
BARNA- OG KVENFATNAÐ.
Auknar vinsœldir sniðanna sýna, að kon-
ur um land allt hafa gert sér Ijóst, hve
auðvelt er að hagnýta sér þau.
MUNIÐ, AÐ BUTTERICK-SNIÐ ER HÆGT AÐ PANTA
HJÁ ÖLLUM KAUPFÉLÖGUM LANDSINS.
!■■■■■■■ ■ U ■ I
munum, fór hún til prests síns. Hún
lofaði að ganga berfætt í dymbilviku-
göngunni næsta skírdag, ef Domingo
sonur hennar lifði. Presturinn full-
vissaði hana um, að guðsmóðir heyrði
loforð hennar. Bið þú guðsmóður að
gefa syni mínum líkn og lina þrautir
hans, sagði María Alvarez, þá skal
ég minnug píslargöngu sonar hennar
hnýta hlekki um ökla mér til aukinn-
ar byrði, og ég skal--------. Þetta er
nóg, sagði presturinn, heilög jómfrú
vill aðeins að þú sýnir fólki bæn-
heyrzlu hennar, þóknist henni að líta
til þín í náð. Ekkert er of mikið, sagði
María Alvarez, segðu guðsmóður, að
færi hún syni mínum fullan bata, muni
ég ininnug krossfestingar sonar henn-
ar ganga með útrétta arma næsta
skírdag. Farðu þér hægt, sagði prest-
urinn, það er engum fært. Jú, sagði
María Alvarez, allt er fært.
Og í kvöld hef ég horft á Maríu Al-
varez. Enginn skilur, hvernig hún gat
gengið með útrétta arma í axlarhæð
í fjóra tíma. En hún gerði það.' Og
stuttklippti drengurinn, sem tók upp
kerti kardínálans, var það ekki Dom-
ingo?
41