Samvinnan


Samvinnan - 01.08.1958, Síða 6

Samvinnan - 01.08.1958, Síða 6
Appollonshofið í Delfi. Það var byggt yfii Omfalossteininn, sem var allra steina heilagastur, en við hann mættust ernirnir tveir, sem guðinn Seifur hafði sleppt í þeim tilgangi að finna miðju heimsins. Þennan stað nefndu Grikkir nafla veraldar. Frá fjárhirzluhofi Aþenumanna í Delfi liggur stígurinn helgi enn ofar í hlíðina og leiðir okkur upp að háum steinmúr, þar sem stórar steinblokkir standa í hleðslu. Þar eru traustar und- irstöður mesta helgidóms staðarins, Appollonshofsins. Til hægri við stíginn, skömmu áður en gengið er inn í Appoll- onshof, er staðurinn, þar sem stóð hin fræga bronzmynd, sem Grikkir reistu til minningar um sigurinn yfir Persum, en myndin var fyrr á öldum flutt til Konstantínópel og stóð þar á Paðreim, þegar Miklagarðskeisari efndi til hinna miklu leiksýninga fyrir Sigurð Jórsala- fara og menn hans. Appollonshofið sjálft var stílhrein og fögur bygging í hinum forna gríska byggingarstíl. Súlurnar eru dórískar og þær voru sex að tölu á styttri hlið hofs- ins, en 15 á hinni lengri. Leifar þær, sem nú standa af Appollonshofi í Delfi, eru af hofi, sem byggt var um 350 f. Kr., en talið er fullvíst, að tvö hof liafi áður staðið þar, en hrunið í jarðskjálft- um. Undir gólfinu í hofinu var sá hlutur, sem helgi staðarins hvildi að miklu leyti á, nefnilega Omfalos-steinninn, sem áð- ur er um getið og ernirnir mættust við, eftir að hafa flogið í leit að miðdepli heims. Véfréttin í Delfi var frægust allra véfrétta í fornöld. Engri véfrétt bárust eins ríkulegar gjafir. Sendinefndir frá öllum borgríkjum grískum við Miðjarð- arhaf kornu á hennar fund í Delfi og leituðu ráða. Mikill leyndardómur hvíldi yfir flestu í sambandi við véfréttina og leyndar- dómanna var vandlega gætt. Þó má af fornum frásögnum og minjum vita hvernig véfréttin starfaði, eða öllu held- ur hvernig umhorfs var í hofinu og á hvern hátt goðsvörin bárust til manna. Inni í sjálfu hofinu var lítið herbergi úr lilöðnum steini. Herbergi þetta hef- ur að nokkru eða öllu leyti verið neðan við sjálft hofgólfið. í þessu litla her- bergi stóð hár, þrífættur bronzstóll og framan við hann stóð Omfalos, eða steinninn, sem táknaði miðdepil heims, og við þann stein stóðu bronzstyttur af fuglunum tveim, sem flogið höfðu úr austri og vestri, að þeim stað, er Forn- grikkir kölluðu „nafla“ veraldar. Eng- inn gat skilið goðasvörin nema hofprest- Grísku borgríkin áttu hvert fyrir sig fjárhirzlur í Delfi og grjótbásarnir, sem sjást á myndinni, eru leifar þeirra. arnir. Svörin voru þó alltaf óljós, þann- ig að eftir á var aldrei hægt að segja að véfréttin hefði haft rangt fyrir sér. Tal- ið er, að ung stúlka hafi jafnan gegnt þýðingarmiklu hlutverki við leitun goðasvaranna. Var hún í fyrstu valin úr hópi ungra stúlkna í Delfi. Hún var látin ganga í hólfið og kveikja eld af ilmsterkum jurtum, sem hafði dulmögn- uð áhrif á hana. Síðan steig hún í stól- inn þrífætta. Eitt sinn eftir persnesku styrjaldirnar var gerð tilraun til að ræna kvenprest- inum í Delfi og eftir það var hún jafnan valin úr hópi hinna eldri kvenna í Delfi. Ekki er unnt að lýsa í stuttri grein öllu því, sem fyrir augu ber í Delfi, en áður en við kveðjum þennan töfrum gædda bústað hinnar grísku véfréttar skulum við ganga enn hærra í hlíðina. Þar stendur leikhús og leikvangur á undurfögrum stað. Leikhússtæðið er ó- viðjafnanlegt og leikvangurinn og upp- hækkuð steinsætin í kring er svo vel varðveitt, að ef grasið greri ekki milli steinanna, mætti ætla, að þarna hefðu verið leiksýningar á hverju kvöldi frá því um 300 árum fyrir fæðingu Krists, en þá mun þetta fræga útileikhús hafa verið byggt. Trú, leiklist og íþróttir eru þættirnir þrír, sem oftast voru óaðskiljanlegir í grísku menningarlífi og þannig var það vitanlega í Delfi. íþróttaleikvangurinn í Delfi er enn hærra í hlíðum fjallsins en leikhúsið, eða í um það bil 650 metra hæð yfir sjó. Nú eru löngu hljóðnuð hróp og köll á þessurn forna leikvangi, þar sem um 700 manns gátu í fornöld fylgzt með spennandi kappleikjum. Enn sér fyrir hlaupabrautum, þar sem vegalengdin að marki hefur verið 178 metrar. Auðvelt er að hugsa sér, hvernig leikir hafa far- ið hér fram og hvernig hvatningarhróp hafa bergmálað í klettabjörgunum hið efra. Helgi staðarins heyrir nú sögunni til, leiklistin horfin og þytur frá vængj- um arna, sem sveima hátt við kletta, er eina hljóðið, sem heyrist jdir Delfi, þar sem grasið grær í leikhússætum og helg- um liofum hinna fornu Grikkja. Hið neðra ríkir kyrrð og friður í þröngum dölum, þar sem olíuviðurinn breiðir sig um byggðir. Múldýrin silast eftir þröngum fjallastígnum og niður á sléttum dalbotni. Hin undursamlega náttúrufegurð í Delfi glevmist ekki þeim, sem heimsótt hefur þennan fom- helgasta stað, þar sem véfréttin sagði fyrir um örlög manna og grískra borg- ríkja. 6 SAMVINNAN

x

Samvinnan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.