Samvinnan


Samvinnan - 01.08.1958, Page 11

Samvinnan - 01.08.1958, Page 11
meginland Evrópu 1806, tóku Frakkar að reyna við sykurrófurnar, því að reyr- svkurinn frá nýlendunum varð mjög dýr. Garðyrkjumaðurinn Vilmarin tók að auka magn rófnasykursins með kyn- bótum og úrvali. Hann skar stvkki úr rófunum og efnagreindi og notaði svo aðeins sykurmestu rófurnar til undan- eldis og framræktunar. Sykurmagnið varð smám saman 10—14%. Bæði Frakkar og Þjóðverjar bættu jafnframt sykurvinnsluaðferðimar. Síðar hafa Svíar o. fl. enn kynbætt sykurrófurnar. Og nú er sykurmagnið í þeim svipað og í sykurreymum, þ. e. um og yfir 20%. Er sykumófnarækt orðin mikil í tempr- uðum löndum. Mestu reyrsykurlönd eru nú Austur-Indland, Kúba, Java, For- mósa, Indlandseyjar (Filippseyjar), Brazilía og Havaii. En mest sykurrófna- rækt er í Sovétríkjunum, Bandaríkjun- um, Þýzkalandi, Frakklandi, Tékkósló- vakíu og Póllandi. Talsverð sykurrófna- rækt er í Danmörku og Suður-Svíþjóð og víðar. Meira er framleitt af reyrsykri en rófnasykri. Sykurrófan er tvíær jurt, nokkuð áþekk venjulegum rófum, en sykurreyrinn er stórvaxið, 2—6 m. hátt, fjölært gras og er sykurinn unninn úr stráunum. Mikil samkeppni er jafnan milli reyrsykurs og rófnasykurs á heims- markaðinum. Sykur er unninn úr mörgum fleiri jurt- um en rófum og reyr, t. d. úr sykur- pálma, sykurdúrra, sykurhlyn o. fl., en framleiðslan er tiltölulega Iftil. Sykur- vinnsluaðferðirnar eru æði flóknar og margbrotnar og skal þeim ekki lýst hér. Framleiddar eru ýmsar tegundir sykurs: Molasykur, strásykur, kandís, púðursyk- ur, toppasykur o.s.frv., bæði úr sykur- reyr og sykurrófum. Finnum við engan mun á reyrsykri og rófnasykri. Margir þekkja saklcaríntöjlur. Þær eru mjög sætar og voru talsvert notaðar hér á fyrri heimsstyrjaldarárunum, er skort- ur var á sykri. Sakkarínsafi þykir að sumu leyti hollari en venjulegur sykur og er unninn úr safa suðrænnar kom- tegundar, er sykurdúrra (Sorckum sacc- arina) nefnist. Er slíkur sakkarínsykur m. a. notaður handa fólki með of háan blóðþrýsting og of feitu fólki, í stað reyr- eða rófnasykurs, og er líka talinn skemma síður tennurnar. Mjög mikið síróp er enn fremur unnið úr sykurdúrra. Hinn einhæfi „hreinsaði“ sykur er mannanna verk. En auðvitað hefur mannkynið frá örófi alda neytt náttúr- legs sykurs í ýmsum mat, t. d. mjólkur- sykurs í mjólk, ávaxtasykurs, sykurs í gulrófum, hunangssykurs o.s.frv. Og eins og kunnugt er breytist mjölvi í sykur Sykurreyrinn getur orðið mjög hávaxinn, allt að 6 metrum. Hann hefur verið notaður til sykurvinnslu um aldaraðir, en þrífst aðeins í heitu loftslagi. fyrir áhrif munnvatnsins. Við finnum t. d. greinilega hvernig þurrt rúgbrauð verður sætt, ef við tyggjum það lengi. Sykurs mun fyrst getið í íslenzkum innflutningsskýrslum árið 1772. Eitt- hvað smávegis kunna kaupmenn og sigl- ingamenn að hafa flutt inn fyrr. Arið 1840 hafði innflutningurinn áttfaldast og var þá sykurneyzlan orðin IV2 kg. á mann. Nú er sykurneyzlan eitthvað um tæp 50 kg. á mann árlega. Það er geysi- mikil aukning á rúmri öld, enda vilja margir sykra flest sem í munninn á að fara. Kandíssykur, púðursykur og síróp þóttu lengi mesta sælgæti og er svo raun- ar enn. Framanaf fluttist aðallega inn toppasykur í stórum stykkjum. Þurfti sérstakar tengur til að klippa hann nið- ur í mola. (Við hann kenndu Danir fjall á Grænlandi, ,,Sukkertoppen“.) í ófriðn- um 1914—1918 voru mikið notaðar sakkaríntöflur og strásykur var brædd- ur í kekki og síðan klipinn niður í hæfi- lega mola. Lengi var sykur aðallega not- aður til hátíðabrigðis og handa gestum. Var sparlega með hann farið. Bóndi einn heimsótti fátæka ekkju, ásamt syni sín- um. Var þeim borið kaffi og sykur með í kari, en síðan fór konan fram til bú- verka. „Borðaðu nú sykurinn, sonur minn, því nógurinn mun til,“ sagði þá bóndi, og lauk strákur úr karinu. En meiri sykur var ekki til á bænum, og voru ummæli bónda lengi höfð að orð- taki. Sú trú fylgdi sykrinum, að taugaveikl- að fólk væri sérlega gráðugt i hann og sækti í að sleikja sykurtoppa. „Sleikju- sýki“ þekkist hjá búpeningi og er a.m.k. stundum rakin til efnaskorts í fóðri. Hvernig er það með tyggigúmmí-jórtur- ástríðu unglinga og jafnvel heilla þjóða? Flestur matur er nú framreiddur svo meyr, að lítið þarf að tyggja. En tennur og kjálkar kunna illa brúkunarleysinu og finnst betra að jóðla tyggigúmmí heldur en ekki neitt! Ennfremur er það sætt á bragðið. Fyrst þegar sykurrófan var notuð til sykurvinnslu, var mjög lítið sykur- magn í henni, en með ræktun hefur það verið aukið til jafns við sykurreyrinn. SAMVINNAN

x

Samvinnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.