Samvinnan


Samvinnan - 01.08.1958, Blaðsíða 13

Samvinnan - 01.08.1958, Blaðsíða 13
ríkin bættu verulega hlut sinn í endur- keppni árið eftir (12i/o:7V2 Rússum í hag), þá var hann þó greinilegt tímanna tákn. Svo að segja á laun höfðu Rússar komið sér upp skáksveit, sem var það öfl- ug, að hún hafði allar líkur til að halda velli gegn úrvali skákmanna frá öllum öðrum löndum jarðkringlunnar saman- lögðum. Og oddviti þessarar sveitar var að sjálfsögðu Botvinnik, sem hafði sýnt, að hann var fremsti skákmaður þjóðar sinnar, þótt oft væri samkeppnin hörð. Það var því ekki að ófyrirsynju, að menn horfðu með allmikilli eftirvænt- ingu fram til einvígis þess, sem fyrirhug- að var að fram færi árið 1946 milli Al- jechins og Botvinniks, um heimsmeist- aratitilinn, þótt flestir hafi nú sennilega talið, að sigurlíkur Botvinniks væru þar mun meiri, enda var hann 19 árum yngri. Svo sem kunnugt er varð aldrei neitt úr einvígi þessu, þar sem Aljechin lézt snemma árs 1946, og hefur skák- heimurinn áreiðanlega misst þar af minnisverðri keppni, hver sem úrslitin hefðu orðið. Úr þættinum um Smyslov er lesendum Samvinnunnar kunnugt, hver úrræði voru viðhöfð til að velja nýjan heims- meistara að Aljechin látnum. Á fimm- meistaramótinu 1948, sem fram fór í Haag og Moskva, vann Botvinnik mesta sigur lífs síns, hlaut 14 vinninga af 20 mögulegum gegn fjórum skæðustu and- stæðingum sínum og tapaði einungis tveimur skákum. Var hann heilum þrem- ur vinningum fyrir ofan næsta mann (Smyslov). Þetta er ekki einungis mesti sigur Botvinniks fyrr og síðar, heldur einnig einn mesti skáksigur, sem sögur fara af. Með þessum sigri ávann Bot- vinnik sér hina eftirsóttu heimsmeist- aratign á svo óyggjandi hátt, að þar tjáði engum mót að mæla. Ýmsir munu hafa ætlað, eftir þennan glæsilega sigur Botvinniks, að honum mundi á næstu árum veitast tiltölulega auðvelt að verja hinn unna titil og yfir- burðir hans væru svo miklir, að hann ætti að geta haldið titlinum næstu 10— 20 árin, ef honum entist heilsa og þrek. Þeir menn tóku hins vegar ekki nægjan- legt tillit til hins gróskumikla vaxtar- broddar skákíþróttarinnar, sem persónu- gerður var af fulltrúum hinna yngri skákmanna. Skákíþróttin í heild var að lyftast á æðra stig, og þótt snilld hinna eldri stórmeistara rýrnaði í engu, þá minnkuðu stöðugt yfirburðir þeirra vegna framsóknar hinna yngri meistara. Bot- vinnik var óvéfengjanlegur heimsmeist- ari sinnar kynslóðar, en lögmáli fram- þróunarinnar gat hann ekki breytt. Ekki þar fyrir, að Botvinnik hélt titlin- um næstu 9 árin samfleytt. En í einvígj- um þeim, sem hann háði um titilinn, við Bronstein 1951 og Smyslov 1954, hélt hann honum á jöfnu í bæði skiptin og tókst þannig ekki að sýna þá yfirburði, sem menn telja sig með nokkrum rétti mega gera kröfur til af heimsmeistara. Sama varð uppi á teningnum á skák- mótum, sem Botvinnik tók þátt í á þessu tímabili. Hann vann að vísu efsta sætið á sumum þeirra, en sjaldan með miklum yfirburðum, og oft varð hann að láta sér nægja annað eða þriðja sætið. Botvinnik varð þannig á vissan hátt að gjalda þeirra áhrifa, er hann hafði haft á skákmennt þjóðar sinnar. For- dæmi hans hafði örfað yngri kynslóðina til vaxandi dáða á sviði skákíþróttarinn- ar. Skákir hans höfðu verið henni ó- tæmandi uppspretta vísdóms og þroska. Hún hafði tekið fullnaðarpróf í fræðum meistara síns og átrúnaðargoðs. Og nú voru kálfarnir að launa ofeldið! Og samt er Botvinnik aftur orðinn heimsmeistari. Erfitt er að spá, hversu lengi honum tekst að varðveita titilinn að þessu sinni, en tækist honum að verja hann, er næsta einvígi fer fram árið 1960, hver svo sem áskorandinn verður, má telja það mikið afrek af manni á hans aldri. En hvað sem í skerst hér eftir, hefur Botvinnik þegar tryggt sér sess meðal fremstu skákmeistara allra alda. Við skulum nú líta á sýnishorn af tafl- mennsku heimsmeistarans. Á hann þar í höggi við Hollendinginn dr. Max Euwe, sem var heimsmeistari 1935—37. Skákin er tefld á áðurumgetnu fimmmeistara- móti í Haag 1948. Hvítt: Botvinnik. Svart: Euwe. Hálf-slavnesk vörn. 1. d4, d5 2. c4, e6 3. Rf3, Rf6 4. Rc3, c6 5. e3, Rb-d7 6. Bd3, Bb4 (Þessi biskupsleikur er kenndur við ít- alska meistarann Romik, sem kom fyrst- ur fram með hann og beitti honum í nokkrum skákum um 1930, án góðs ár- angurs þó. Euwe velur hann sjálfsagt þarna, einkum í þeim tilgangi að forðast meira troðnar slóðir, svo sem 6. - - - - dxc4. 7. Bxc4, b5 o.s.frv., en sú leið er nefnd Meranvörn.) 7. a3, Ba5 (7.------Bxc3+ er ekki góður leikur, þar sem hann mundi styrkja miðborð hvíts.) 8. Dc2 (Botvinnik hafnar réttilega leiknum b4, þar eð hann væri aðeins svörtum til hags- bóta og hrekti biskupinn á góðan reit á c7. T. d. 8. b4, Bc7. 9. Bb2, 0—0. 10, Dc2, dxc4. 11. Bxc4, e5 o.s.frv. Höfuðmark- mið svarts í þessu varnarkerfi er einmitt að knýja fram e5 sem fyrst.) 8. ------De7 9. Bd2, dxc4 10. Bxc4, e5 11. 0—0, 0—0 12. Ha-el (Djúphugsaður leikur eins og síðar kem- ur í ljós.) 12. ------Bc7 13. Re4, Rxe4 14. Dxe4, a5? (Þessi leikur veikir drottningararminn. Euwe vill með honum hindra Bb4, en einfaldari leið til varnar þeirri hótun var 14.-------He8.) 15. Ba2 (Héðan getur biskupinn á áhrifaríkast- an hátt brugðið sér yfir á skálínuna bl- h7 með margvíslegum hótunum.) 15. ------Rf6 16. Dh4, e4 17. Re5! (Með þessari peðsfórn opnar Botvinnik taflið og gefur þar með biskupspari sínu aukið frjálsræði til athafna. Verra væri 17. Rg5, h6. 18. Rh3, Rd5 og svartur stæði ekki illa að vígi.) 17. ------Bxe5 18. dxe5, Dxe5 19. Bc3, De7 ABCDEFGH 20. f3! (Nú kemur hlutverk leiksins Ha-el glögg- lega fram og eins það, hvers vegna betra var að halda kóngshróknum á fl. Hann gegnir mikilvægu hlutverki á f-línunni, eftir að hún opnast.) 20. ------Rd5 (Euwe þvingar fram drottningarkaup, sem virðist í sjálfu sér ekki slæm pólitík, enda á hann varla betri úrkosti. T. d. 20.-------exf3. 21. Bbl, h6. 22. Hxf3, Rd5. 23. Hg3!, Dxh4. 24. Hxg7+, Kh8. 25. Hh7++, Kg8. 26. Hh8 mát.) 21. Dxe7, Rxe7 22. fxe4 (Þótt Botvinnik hafi nú tvípeð á e-lín- unni, sem að öllum jafnaði er veikleiki, þá hefur hann yfirburðastöðu vegna hins sterka biskupapars og yfirráða yfir f-línunni. Það er táknrænt um hina veiku stöðu svarts, að hrókar hans eru báðir bundnir við peðsvöldun.) 22. ------b6 23. Hdl (Hótar Hxf7, Hxf7, Hd8 mát.) 23.-------Rg6 (23. - - - - B6 gagnar ekki vegna 24. (Framh. á bls. 28) SAMVINNAN 13

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.