Samvinnan


Samvinnan - 01.09.1961, Blaðsíða 2

Samvinnan - 01.09.1961, Blaðsíða 2
Skiparekstur samvinnumanna amvmnan SEPTEMBER 1961 — LVII. ARG. 9 I. Snemma kom fram sú hugmynd hjá íslenzKum samvinnumonnum a'Ö eign- ast eigin skipakost, aö annast vöru- flutnmga til landsms. Imsar torfærur reyndust þó vera í vegi a'ð oröTó gæti at tramkvæmdum. Ems og svo margt annað í mann- legrí sogu hefur samvmnuhreyfmgm ís- lenzka átt sín míklu gróðrar- og vaxt- arskeið með hiéum á milli. Hlétn eða milhtíminn orsakaðist oftast af ytri erfiðleikum, ófyrirsjáanlegum vand- ræðum vegna f járhagskreppna eða samdráttar í atvinnuvegum. Stundum iíka af þeirri hvíld, sem nauðsynleg er að skapa öruggan og traustan grund- völl undir nýja sókn. Þetta er stað- festing hins merkilega lögmáls, sem brezki sagnfræðingurinn Arnold Toyn- bee telur sig hafa fundið og hann nefn- ir „Hlé og gróska“ (Withdrawal and Return). Á gróskuskeiði því, sem rann upp í íslenzku samvinnuhreyfíngunni í lok fyrri heimsstyrjaldar, töldu ýmsir, að tíminn væri fullnaður að hefja skipa- rekstur á vegum samtakanna. Aðrir hvöttu til varfærni í því efni. Eins og þróun efnahagsmálanna varð bæði hér á landi og annars staðar í Evrópu, reyndist viðhorf hinna varfæmari rétt- ara að því sinni. En málið var aðeins geymt, en ekki gleymt. Það var tekið upp aftur á nýju gróskuskeiði og þá borið fram til þess sigurs, sem ekki mun firnast. Með upphafi skiparekstrar SÍS árið 1946 bættist þroskavænleg grein á hinn mikla meið samvinnunnar á ís- landi. Vöxtur hennar hefur verið undra- verður síðan og árangur slíkur, að vak- ið hefur samvinnumönnum og lands- mönnum öllum aðdáun og stolt. n. Sigrar og sókn þess ættstofns, sem við íslendingar tilheyrum, byggðist ekki að litlu leyti á afrekum hans á sviði siglinga. Blóð fornra sægarpa streymir í æðum. Fornar sagnir okkar geyma minninguna um Hrafnistumenn og þá fyrst og fremst frumkvæði þeirra að sigra hafið. Þar er minnzt afreks Gríms loðinkinna að smíða hið fyrsta segl, er skóp manninum möguleika að hafa í fyllra tré en áður við veður og vind. Annar maður germanskrar ættar 2. Skiparekstur samvinnumanna, Guð- mundur Sveinsson. 3. Bréfakassinn. 4. Hús og húsbúnaður. 5. Iðnstefnan, Guðmundur Sveinsson. 6. Frá öðrum löndum, Færeyjar, Ed vard Haraldsen, yfirkennari 8. Þróun stjórnmála í Evrópu, Guð- mundur Sveinsson. 11. Á írlandshafi, smásaga eftir Friðjón Stefánsson. 14. Úrasjima, ævintýri fyrir börn, Dag ur Þorleifsson íslenzkaði. 15. Þar sem æðurin verpir. 16. Samvinnuflotinn á 15 árum, Örlyg ur Hálfdanarson. 18. Svipast um í Samvinnusparisjóðn- um, Örlygur Hálfdanarson. 20. Vinnumálasambandið tíu ára, Ör- lygur Hálfdanarson. 22. Framhaldssagan, Afbrot Arthurs lá- varðar, eftir Oscar Wilde, Jón Ás- geirsson þýddi. Fylgirit: Frettabrefið. Ritstjórn og afgreiðsla er í Sambands- húsinu, Reykjavík. Ritstjórnarsími er 17080. Verð árg. er 120 kr., í lausasölu kr. 12.00. Gerð myndamóta annast Prentmót hf. Prentverk annast Prentsmiðjan Edda hf. Útg.: Samband ísl. samvinnufélaga. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Guðmundur Sveinsson. Blaðamenn: Örlygur Hálfdanarson. Dagur Þorleifsson. Rakinn þráðurinn i Gef junarteppin, sem send verða til Rúss- lands. - Ljósm.: Þor- valdur Ágústsson. — Þorvaldur tók einnig forsíðumyndina á ágústblaðinu. Robert Fulton smíðaði fyrstur vél- knúið farartæki. Það er ekki að ófyr- irsynju, að Toynbee telur, að við hlið kristindómsins og lýðræðisins sé „sig- unnn á sjónum“ eitt höfuðeinkenni á hinu sérstæða menningarsamfélagi Vesturlanda. Hitt vita íslendingar ofurvel, að ein veigamesta ástæðan til þess, að þeir glötuðu sjálfstæði sínu á 13. öld var, að þeir gátu ekki lengur sjálfir annast flutning á nauðsynjavörum sínum til landsins. Kannske er það ein sterkasta sönn- unin fyrir aukinni sókn íslenzku þjóð- arinnar til manndóms, að í kjölfar lýð- veldisstofnunarinnar 1944 skyldi koma hin mikla aukning á skipakosti þjóðar- innar. Þótt margir aðiljar og mörg sam- tök hafi hér að unnið er þó hlutur sam- vinnusamtakanna þar langsamlega stærstur. III. Það varð eitt hinna miklu afreka Vilhjálms Þórs að gera Samband ís- lenzkra samvinnufélaga að voldugum aðilja í þessari sókn íslenzku þjóðar- innar. Vilhjálmur hafði þegar áður en hann gerðist forstjóri SÍS haft mikinn áhuga fyrir skiparekstri og eins hinu að gera samvinnusamtökin að þátttakanda í slíkum rekstri. Þannig hafði hann haft forgöngu um, að kaupfélag Eyfirðinga, sem hann veitti forstöðu, festi kaup á skipi og annaðist vöruflutninga. Voru það hin fyrstu verulegu skipakaup sam- vinnufélaga og höfðu sannað, að til heilla horfði og ávinnings. Skiparekst- ur sá, sem Vilhjálmur þannig veitti for- stöðu fyrir norðan færði honum dýr- mæta reynslu og þekkingu, sem varð ómetanlegur styrkur, er hafizt var handa á nýjum og enn stærra vettvangi. Með komu vélskipsins Hvassafells til landsins árið 1946 hófst skiparekst- urinn. En jafnframt því sem hinum nýja þætti samvinnustarfsins var fagn- að var hafinn undirbúningur að aukn- ingu hans. Var skammt að bíða efling- ar skipastólsins því að 1951 eru skip- in þegar orðin þrjú, er við hafa bætzt Arnarfell og Jökulfell. Uppbygging og skipulagningu ann- aðist forstjórinn sjálfur og var skipa- reksturinn hluti af deild hans, en Sig- urður Benediktsson, síðar forstjóri 2 SAMVINNAN

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.