Samvinnan


Samvinnan - 01.09.1961, Qupperneq 26

Samvinnan - 01.09.1961, Qupperneq 26
Færeysk kirkja Færeyjar Framhald af bls. 7. ungur var fæddur og uppalinn í Fær- eyjum. Sjóhetjan mikla, Mogens Heinesön, stökkti á flótta sjóræn- ingjum, sem gerðu sig heimakomna við eyjarnar. Skáldið og frelsishetjan Poul Nolsö braut boð dönsku einok- unarkaupmannanna, byggði sér skip sjálfur, sigldi til annarra landa eftir korni og bjargaði þannig fjölda manns frá hungurdauða. Þangað til fyrir 50 árum var lífið á Færeyjum lítið breytt frá því, sem verið hafði á miðöldum. Hús og bæir voru svipuð því, sem verið hafði, vinnan var unnin með sömu áhöld- unum, allt laut gömlum siðum og venjum, hugsunarháttur og þjóðlyndi hafði ekki breytzt til muna. Norræni stofninn er sennilega hvergi óbland- aðri en á Færeyjum. Færeyingar eru afkomendur gamalla víkinga, margir hávaxnir, ljóshærðir, sterkir og harð- gerðir, nægjusamir, hugrakkir og snarráðir. Þeir hafa barizt við fjalla- veldi og úthafið jöfnum höndum um aldir og sótt viðurværi sitt bæði til hafs og fjalla. Lífsbaráttan hefur verið erfið og margar fórnir hefur þurft að færa. Líf og örlög þjóðarinn- ar hafa verið nátengd hafi og fjöll- um, og þetta tvennt hefur haft úr- slitaáhrif á skapgerð fólksins Gömlu Færeyingarnir voru þögulir og hlé- drægir, þeir voru virðulegir og kurt- eisir í framkomu og kunnu vel að koma fyrir sig orði. Gestrisni var mikil og ekki bundin við ættingja og vini en náði til allra sem að garði bar. í landi þar sem engin gistihús eru til, er slík afstaða til ókunnugra ómetanleg. Öll vinna, hvort sem var á hafi úti, uppi til fjalla eða heima við bæi, var unnin á samvinnugrundvelli, öðru varð ekki við komið. Slík samvinna þarf ekki endilega að tengja fólk traustari vináttuböndum en annars staðar gerist, en þegar fólk stendur saman í blíðu og stríðu lærist því að taka tillit til annarra og gera ekki allt að eigin geðþótta, Dreifðir sveitabæir eins og á ís- landi eru hvergi til á Færeyjum, bændurnir búa margir saman og er hver bæjaþyrping kölluð byggð. Byggðirnar liggja við hafið, hinn mikla lífgjafa, stutt er á milli húsa. og oft lítil timburkirkja í miðri byggð- inni. Bæirnir voru byggðir úr mold og grjóti og þaktir með torfi. Þetta voru lítil og lágreist hús en áttu sérstak- lega vel við landslagið, og notalegt var að koma í slíka byggð og finna mólyktina leggja á móti sér. Stærsta herbergið á bænum var reykstofan, í henni var hart leirgólf, ekkert loft og ljóri á þakinu. Inn í veggina voru byggð hvílugólfsrúm en fram með þeim voru setubekkir. í öðrum endanum var opið eldstæði. þar var brennt mó og móeldurinn fyllti stof- una notalegri birtu og yl. Hér var öll heimavinna unnin, hér heyrðist urgið í kömbunum, þytur- inn í rokkunum og glamrið í prjón- unum. Oft kom fólk frá öðrum bæj- um og tók þá handavinnu sína með sér. Fólki til skemmtunar voru sögð ævintýri og sögur. Enginn getur lifað án sagna og ljóða og Færeyingar unnu það mörg afrek bæði til hafs og fjalla, að margs var að minnast og mörgu frá að segja. Myrkrið og hrikaleiki náttúrunnar voru heillandi heimur fyrir hiátrúna. Sagt var frá hetjum og tröllum og hverskonar yfirnáttúrlegum viðburðum Nú hefur hjátrúin orðið að víkja fyrir aukinni þekkingu og vísindalegri hugsana- hætti, en hversu óumræðilegt tap er ekki betta fyrir hugmvndaflugið. Talið er að enginn skilji þjóðarsál- ina nema hann þekki söngva hennar og dansa. Dansinn er einna sérstæð- astur af öllu í færeysku menningar- lífi. Gamli hringdansinn var dans- aður um p-ervalla Evrónu á riddara- tímunum, en eina bjóðin, sem hefur varðveitt hann eru Færeyingar. þeir dansa hann enn með fullu fjöri og getur þar að líta ósvikin miðaldavið- brögð mitt á kjarnorkutímunum. Frá því á jólum og fram á öskudag var dansað hvert sunnudagskvöld í stærstu reykstofu byggðarinnar, þar hittust ungir og gamlir, mynduðu hring og síðan byrjaði forsöngvarinn á kvæði en hinir tóku undir, þegar að viðlaginu kom, en í því voru aðalat- riði kvæðisins fólgin. Mörg kvæðin voru endursögn íslenzkra sagna. Ekk- ert kvæðanna er eins fagur kveðskap- ur né býr yfir eins dramatískum krafti 'og Sigurðarkvæði, en efni þess er sótt í Völsungasögu. Hinar gull- fallegu dönsku þjóðvísur náðu einnig fljótlega vinsældum á Færeyjum og lifa enn þann dag í dag á vörum þjóð- arinnar samhliða færeysku þjóðvís- unum. Allur þessi ljóðaauður hefur gengið í arf frá einni kynslóð til ann- arrar, þótt ekki væri hann skráður fyrr en á síðustu árum og lögin hljóma í huga hvers einasta Færey- ings hvert sem forlögin flytja byggð hans. Áhuginn á sögu og ljóðum er svo ríkur þáttur í þjóðarsál Færey- inga, að jafnvel nú á tímum efnis- hyggjunnar er hann sunginn inn í hugi fólksins með vísudönsunum. Stundum varð dansinn allt að því æð- isgenginn þegar sungið var um mikl- ar hetjudáðir og harmasögur eins og t. d. Svoldarorustu og um Nils Ebbe- son, en dramatískur kraftur og feg- urð þessa efnis stendur ekki verkum Shakespeares mikið að baki. Það var hrífandi og ógleymanlegt að vera þátttakandi í þessum leik, sem allir lögðu sál sína í. allt frá veðurbörðum bændum með alskegg til ungra drengja og telpna með roða æskunn- ar á vöngum. Veikur bjarmi kolunn- ar lýsti þessu fólki að leikjum sínum, en brimhljóðið við ströndina hljóm- aði eins og þunglyndislegt undirspil. Vísnadansinn var annað og meira en venjuleg skemmtun, hann var hátíð, þar sem fólkið lifði söguna. að nvju í hærra veldi en við bekkium, sem skemmtum okkur við að horfa á at- burðina í kvikmvndahúsum eða sjónvarpi eða hlusta á frásagnir um þá í útvarpi. Færevinaar geta með réttu verið stoltir af að hafa varðveitt og haldið lífi í bessum einstæðu Ijóðaauðæfum —- Corpus Carminum Farnencium, sem er skráður á P000 blaðsíður með 60 0^0 iióðlínum. fvrir bð varðveizlu eiaa beir heiður skilið. I eamla daga. bepa,r Færeviar voru fvrst. op fremst bændabjóðfélap. var aðalbústofninn fé ne veturnir vnru bað mildir að bað gat gengið úti. Hvarvetna í hliðunum pet.uv að líta fé á beit og einkum á vorin meðan á 26 SAMVINNAN

x

Samvinnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.