Samvinnan


Samvinnan - 01.09.1961, Blaðsíða 11

Samvinnan - 01.09.1961, Blaðsíða 11
Hann sat á þríí'æti í gang- inum framan við veitingasal- inn á öðru farrými og beið þess, að þeir opnuðu barinn — var fslendingur og ferðaðist einn síns liðs. Skipið, sem hét því virðulega nafni „María Drottning", smaug limlega eft- ir þröngum Clyde-skurðinum á leið sinni til írlands. Án efa þurfti leikna skipstjórnarmenn til þess að koma stórum skip- um árekstralaust eftir þessum langa og þrönga skurði. fslend- ingnum hafði verið tjáð, að við þennan skurð væru stórar og merkar skipasmíðastöðvar, en hann hafði ekki áhuga á að horfa á þær lengur og fannst tilbreytingarlaust að sjá skurð- bakkana líða aftur meðhliðum skipsins, alltaf þetta sama: Skip — fullsmíðuð skip — hálf- smíðuð skip kilir skipa — stundum með röngunum ein- um og minntu hann á blásnar beinagrindur af pestarrollum heima á fslandi. Skipið var krökkt af farþeg- um. Sumir gengu fram og aft- ur um þilfarið, sem kvöldsólin kastaði síðustu geislum sínum á. Ungur, rauðhærður fri, sem hafði staðnæmzt ásamt stúlk- unni sinni við hlið íslendings- ins, sagði skyndilega: — Komdu Betty, við skulum vera úti í sólskininu. Um leið brosti hann og lagði hand- legginn um mitti hennar. Hún var ljóshærð með hátt enni og einbeittan svip. Um leið og ís- lendingnum varð litið á andlit liennar, minnti það hann á fyrstu stúlkuna, sem hann hafði elskað........ (Þau höfðu verið samvistum einn vetur í skóla. Hún var ný- komin úr fagurri, sögufrægri sveit, sannkallað náttúrubarn — hann aftur á móti hinn dæmigerði borgarbúi, sonur efnaðs kaupmanns. Auðvitað varð hann hrifinn af henni eins og hinir strákarnir í skól- anum — þeir voru flestir skotn- ir í henni. En hún vildi víst ekki líta við neinum þeirra. — Og svo fékk hann þá barnalegu hugmynd að tjá henni ást sína í bónorðsformi — það var um vorið, þegar leiðir þeirra skildu. — Nei, hún sagðist ekkert SAMVINNAN 11

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.