Samvinnan


Samvinnan - 01.09.1961, Blaðsíða 13

Samvinnan - 01.09.1961, Blaðsíða 13
að gizka átta til níu ára, kom- inn í dyragættina og kallar: Pabbi! Sem snöggvast færist vand- ræðasvipur yfir andlit manns- ins með herðakistilinn, því að það er hann, sem verið er að kalla á. Svo snarast hann að barborðinu, leitar í öllum vös- um sínum, þar til honum tekst að finna nægilega marga kop- arpeninga fyrir súkkulaði- pakka, biður annan barþjón- inn að fleygja honum í sig í snatri og fer fram að dyrum til drengsins. Þeir skiptast á nokkrum orðum í lágum hljóðum, unz faðirinn ýtir drengnum liægt en ákveðið út um dyrnar, eftir að hafa feng- ið honum súkkulaðipakkann. Og hann segir upphátt: — Farðu að sofa, drengur, og gefðu systkinum þínum með þér! Hinn búlduleiti foringi stú- dentanna kom því nú til leiðar að breytt var til og farið að syngja einsöng. Menn skyldu fá að heyra þjóðlög og vinsæla söngva frá hinum ýmsu byggð- arlögum. Fyrst söng orkneysk- ur stúdent orkneyskt þjóðlag. Hann var raddmaður góður og fékk mikið lófaklapp. Síðan sungu tveir aðrir stúdentar, hvor á fætur öðrum. Fjórði einsöngvarinn var hálenzkur bóndi, miðaldra. Hann lét dekstra sig, enda hafði maður- inn litla sönghæfileika og nú orðinn þéttkenndur. Samt klöppuðu menn fyrir honum og báru honum veitingar að söng loknum. Það var skylda. Enda hrópaði kroppinbakur jafnan svo skjótt og hver söng- maður hafði slegið saman munni: Panta! panta! panta á borðin! Frönsku stúlkurnar stóðu upp, brostu vingjarnlega til íslendingsins og buðu góða nótt. í sömu svipan var búldu- leiti stúdentinn kominn á vettvang, ávarpandi þær á lé- legri frönsku og bað þær að syngja fyrir hann, þótt ekki væri nema einn franskan söng. Þær hristu höfuðin, brostu. Því miður, sögðu þær, því miður gætu þær ekki sungið. Stúdentarnir höfðu þrívegis sett viskístaup fyrir kroppin- bak til þess að skemmta sér við að horfa á, hve fljótur hann var að „stinga út“, og nú þótti ekki úr vegi að prófa líka sönggetu hans og láta hann syngja einsöng. Hann valdi sér lagið „It is a long way to Tipperary" — söng fremur illa, enda svo komið, að rödd hans galt drykkjunn- ar. Á eftir settu menn fyrir hann stórt viskístaup, og and- lit mannsins ljómaði yfir gula vökvanum í þessu stóra staupi. Nú var röðin komin að ís- lendingnum, en einhver í hópnum hafði uppgötvað þjóðerni hans. — íslenzkt þjóðlag! íslenzkt þjóðlag! Alveg tilvalið að fá íslenzkt þjóðlag! hrópaði sá búlduleiti. En íslendingurinn vildi ekki syngja, laug því til, að hann væri laglaus. Stúdent- arnir litu ásakandi á hann, á- litu bersýnilega, að þetta væri gikkshátturinn einn. Kropp- inbakur kom að borðinu til hans. — Bara syngja eitthvað, sagði hann — raula eitthvað. Svo laut hann niður og hvísl- aði að íslendingnum, um leið og hann leit út undan sér til stúdentanna og fyrirlitning hans á þeim skein út úr vín- drukknum augum hans: — Bara gaula eitthvað, svo að grænjaxlarnir haldi áfram að sjá um vökvunina. Það er eins gott þeim blæði, þessum blábjánum, sem halda, að þeir séu eitthvað merkilegri en annað fólk! En allt kom fyrir ekki, ís- lendingurinn vildi ekki syngja, svo að þeir drifu upp í hans stað náunga, sem var fæddur í sama héraði og skozka þjóð- skáldið Robert Burns — og þessi söng síðan fyrir þá þrjú lög við gullfalleg erindi hins dáða ljóðasmiðs. En rétt sem hann er að ljúka söng sínum, birtist krakki á nýjan leik í dyragætt veitingasalarins. Að þessu sinni er það stúlka og hún kallar: Pabbi! pabbi! pabbi! Og aftur kemur vandræða- svipur á kroppinbak, því að til hans er köllunum stefnt. Hann byrjar eins og áður að leita Áttirðu aS saekja pabba þinn? spurSi hann vingjarnlega. í vösurn sínum, en þar eru víst engir peningar lengur. Nokk- ur andartök er hann tvíráður, svo snýr hann reikulum skref- um til dyra að tala við telpu- krakkann. Þau virðast þrátta um eitthvað stundarkorn, en þar kemur, að hann segir að lokum höstugur: — Ég vil ekki hafa þetta lengur! Ég skipa þér að fara niður að sofa! Og telpan hörfar úr dyra- gættinni. Kroppinbakur sezt aftur að viskíi sínu. En þegar stúdentarnir hefja að nýju fjöldasöng, þýtur hann á fæt- ur og stillir sér upp fyrir fram- an söngmennina og patar út í loftið með höndunum eins og hann sé að stjórna hljómsveit. Þetta tiltæki hans kom af stað almennum hlátri. íslendingurinn leit á úrið sitt. Það myndi vera skynsam- legt að ganga til hvílu, og liann tæmdi glasið sitt og stóð á fætur. Frammi á ganginum mætti hann telpunni. Hún stóð ein sér við stigaopið, og hann sá, að hún hafði verið að gráta. — Áttirðu að sækja pabba þinn? spurði hann vingjarn- lega. Hún leit á hann tárvotum, bláum augum, svaraði engu. — Ég held þú ættir að láta hann eiga sig og fara sjáll' að sofa. Bráðum verður barnum lokað og þá kemur hann sjálf- sagt, segðu mömmu þinni það. Hvað heitirðu annars? — Iðunn Gilmour, svaraði telpan. — Það er íslenzkt nafn, ertu kannske íslenzk? — Mamma mín er íslenzk, svaraði hún. — Jæja, það var gaman að hitta íslending. Skilurðu kann- ske íslenzku? Hún hristi höfuðið. — Hvað heitir hún mamma þín? — Hún heitir Þórdís Jóns- dóttir Gilmour. Framburður hennar á íslenzku nöfnunum mátti heita lýtalaus. Það var rétt komið fram á varir hans, að hann væri líka íslendingur, að hann þekkti mömmu hennar. En hann hætti við það, horfði á stúlk- una. Þetta var snotur, greind- arleg stúlka, á að gizka tíu ára. Dóttir hennar Dísu! Furðuleg tilviljun. — Heyrðu, sagði hann, hvert eruð Jrið að fara? — Til Belfast. Og þaðan ætlum við upp í sveit. Framhald á bls. 25. SAMVINNAN 13

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.