Samvinnan - 01.09.1961, Blaðsíða 20
VINNUMÁLASAMBANDIÐ
TÍU ÁRA
Vinnumálasamband Samvinnufélag-
anna á 10 ára afmæli í ár. í tilefni
þess sneri Samvinnan sér til Harry
Frederiksen framkvæmdastjóra, for-
manns stjórnar Vinnumálasambands-
ins, og bað hann að segja sér um til-
drögin að stofnun sambandsins og
eitthvað frá starfsemi þess. Harry
sagði:
„Það hefur mörgum orðið á að
spyrja, hvers vegna Samvinnufélögin
hafi stofnað sitt eigið Vinnumála-
samband, og er því til að svara, að
samvinnumenn töldu sig ekki ætíð
þurfa að eiga samleið með öðrum
vinnuveitendasamtökum í landinu.
Samvinnufélögin eru byggð upp af
fólkinu sjálfu, og þau hafa mikið af
launþegum innan sinna vébanda, og
því ekki óeðlilegt, að þeir njóti þess
að einhverju í bættum launum, ef vel
gengur. Það hefur þó í reyndinni ver-
ið svo, að Vinnumálasambandið hef-
ur, sem slíkt, oftast tekið þátt í samn-
ingaviðræðum við hliðina á öðrum
vinnuveitendasamtökum landsins, en
eins og ég sagði áðan, þurfa skoðanir
ekki ætíð að vera þær sömu, þegar um
kjarasamninga er verið að ræða, enda
hefur það stundum komið á daginn,
en þó aldrei eins berlega eins og í
vor. Við í Vinnumálasambandinu
töldum ekki skynsamlegt né þjóð-
Harry Frederiksen
hagslega rétt að koma ekki að nokkru
til móts við kröfur verkafólksins og
verksmiðjufólksins um kjarabætur,
eftir skerðingu íslenzka gjaldmiðils-
ins, og í kjölfar hennar stórlega rýrð-
an kaupmátt launanna. Það var því
reynt að ná hagstæðum samningum
við verkafólkið. Kauphækkunin, sem
samningarnir leiddu til, getur engan
veginn talizt mikil, miðað við kaup-
mátt launanna, eins og hann var orð-
inn. Hin leiðin hefði þó ábyggilega
orðið farsælli og eðlilegri, að draga úr
dýrtíðinni með lækkun söluskatts og
vaxta. Það var illu heilli ekki gert. —
Að öðru skal vikið, og það er mál
út af fyrir sig: Hér virðist aldrei hægt
að gera lagfæringu á kjörum lægst
launaða fólksins, með lengsta vinnu-
tímann, án þess að aðrar, mun betur
launaðar stéttir, komi í kjölfarið, og
heimti sömu kjarabætur hlutfallslega.
í slíku er auðvitað engin sanngimi og
því síður skynsemi. Vinnulöggjöf
landsins er frá 1938 og er orðin úr-
elt, eins og eðlilegt er. Það þarf með
einhverjum skynsamlegum ráðum að
koma í veg fyrir hinar tíðu truflanir
og öryggisleysi í launamálum lands-
manna. Kjaradeilur virðast um mörg
undangengin ár ekki hafa verið unnt
að leysa fyrr en í óefni var komið og
verkföll skollin á. Þarf það endilega
að vera hefð hér, að ekki sé hægt að
komast að samkomulagi í kaupdeil-
um, án þess að til verkfalls komi og
sáttasemjari ríkisins sé til kvaddur?
Má ekki reyna að hugsa raunhæft og
styðjast við staðreyndir í stað þess að
hugsa út frá stjórnmálalegum augna-
blikshagnaði? Það, sem gert er, verð-
ur að vera raunhæft og heilbrigt. Það
hlýtur líka að vera hverjum hugsandi
íslendingi aðalatriðið, að þróunin sé
örugg og atvinnulífið rétt uppbyggt.
Það er leiðin til velfarnaðar og bættra
lífskjara í landinu. Landið er stórt
fyrir fámenna þjóð, en það er gjöfult
til lands og sjávar, það er fallegt og
stórbrotið. Því ekki að njóta gæða
þess og fegurðar á heilbrigðan hátt
og gagnlegan, en ekki formyrkva alla
hluti með illindum og þvermóðsku,
sem engum er til góðs?“
Um þessi mál skal ekki rætt frekar
hér nú, þó full ástæða væri til þess,
en snúa sér að fundargerðarbók
Vinnumálasambandsins, en þar segir
svo:
„Stofnfundur Vinnumálasambands
samvinnufélaganna var haldinn að
hinu nýja heimili samvinnumanna,
Bifröst í Borgarfirði, laugardaginn
23. júní 1951.
Forstjóri SÍS, Vilhjálmur Þór, setti
fundinn og skýrði frá tildrögum þess,
að stjórn SÍS beitti sér fyrir stofnun
sambands þessa.
Fundarstjóri var kjörinn Bjarni
Bjarnason skólastjóri, Laugarvatni,
en fundarritari Halldór Sigurðsson
fulltrúi, Borgarnesi.“
Síðan rekur fundargerðin hvaðan
hafi verið mættir fulltrúar til fund-
arins, en þeir voru 30 frá 34 sam-
vinnnufyrirtækjum. Er fundurinn
hafði afgreitt samþykktir fyrir sam-
bandið, og fjallað um önnur mál, var
gengið til kosninga á stjórn og endur-
skoðendum. Segir fundargerðabókin
svo frá því:
í stjórn voru kjörnir:
Aðalmenn:
Vilhjálmur Þór forstjóri, Reykjavík,
formaður,
Eiríkur Þorsteinsson kaupfélags-
stjóri, Þingeyri,
Jakob Frímannsson kaupfélags-
stjóri, Akureyri,
Björn Stefánsson kaupfélagsstjóri,
Stöðvarfirði,
Egill Thorarensen kaupfélagsstjóri,
Selfossi.
Varamenn:
Harry Frederiksen framkvæmda-
stjóri, Reykjavík,
Alexander Stefánsson kaupfélags-
stjóri, Ólafsvík,
Hjörtur Hjartar kaupfélagsstjóri,
Siglufirði,
Guðlaugur Eyjólfsson kaupfélags-
stjóri, Fáskrúðsfirði,
Oddur Sigurbergsson kaupfélags-
stjóri, Vík.
Endurskoðendur voru kjörnir Krist-
jón Kristjónsson aðalgjaldkeri, Rvík
Framhald á bls. 28.
Guðmundur Ásmundsson
20 SAMVINNAN