Samvinnan - 01.09.1961, Blaðsíða 21
Það var svo gaman ....
Framhald af bls. 17.
— Hann myndl víst vilja hafa þær meS
alltaf ef hann gæti. Margrét var flmm ára,
þegar hún fór meS pabba sínum til Hamborg-
ar. Ég held aS þaS hafi veriS honum ekki síSri
skemmtun en henni.
— Svo við snúum okkur að sjálfum útgerð-
armálunum. Hvað mynduð þið hjón segja sér-
stakt um samvinnuskipin á 15 ára afmæli
þeirra?
— Á því er engin efi', aS samvinnuskipin
hafa brotiS blaS í siglingamálum landsins og
þá sérstaklega meS því að brjóta þaS hafn-
bann sem í rauninni var á öllum smærri stöS-
um. Þangað komu aldrei nein skip af þessari
stærð. Sá bryggjustubbur er ekki til sem
samvinnuskipin hafa ekki lagst aS, nema í
Haganesvík og á Hellissandi. Þau þjóna sann-
arlega landsbyggðinni allri jafnt og sú tiihög-
un að gefa þeim heimahafnir úti um land er í
fullu samræmi viS þaS.
— Já, Arnór, ég gleymi því aldrei, þegar
ég fór til Þorlákshafnar til þess að taka á
móti þér, meS Dísarfellið. Dísarfellið á, eins
og þú efiáust velit, Örlygur, heimahöfn í Þor-
lákshöfn og Arnór sótti þaS út. Það var svo
gaman að vera þarna á bryggjunni og hlusta
á fólkið segja, þarna kemur skipiS okkar —
biessaS skipiS okkar, en hvaS þaS er nú fallegt.
ÞaS var ógleymanleg stund og ógleymanleg
áhrif, siðan skil ég þetta allt saman miklu bet-
ur. Samvinnuskipin eiga miklu hlutverki að
gegna og sjómennirnir sem þeim sigla, vinna
göfugt starf.
Kliðurinn var þagnaður við höfnina, klukk-
an orðin tólf og hafnarstarfsmennirnir farnir
til hádegisverðar. Ég vildi ekki taka meira af
hinum dýrmætu samverustundum þeirra
hjóna, kvaddi þv£, þakkaði viðtalið og hélt til
minna heima. Orð konunnar hljómuðu enn
Arnór skipstjóri og kona hans Petrea Ás-
mundsdóttir.
fyrir eyrum mínum, þegar ég settist við matar-
borðið í Sambandshúsinu: — Samvinnuskipin
eiga miklu hlutverki að gegna, og sjómenn-
irnir sem þeim sigla vinna göfugt starf. —
Mér þótti strax vænt um þessi orð af munni
konunnar, sem á manninn sinn langtímum á
sjónum. Ég hygg að þau muni verða mér
lengi í minni, þau standa öðrum fremur fylli-
lega fyrir sínu.
- Þau eru alltaf
góðir gestir -
Símsamtal við Jón Björnsson,
kaapfélagsstjóra
á Borgarfirði eystra
Síminn hringir, það er auðheyrilega land-
símahringing, ég hafði pantað Jón kaupfélags-
stjóra Björnsson á' Hórgarfirði eystra.
— Jón.
— Já.
— Komdu blessaður.
— Já, komdu nú sæli.
— Segir þú ekki allt gott þarna austurfrá?
— Ég veit ekki. Það þýðir að minnsta kosti
ekkert annað en að bera sig vel.
— Nei, það er eins og víða annarsstaðar.
— Það þýðir ekkert annað.
— Hvernig viðrar hjá ykkur?
— Það hefur nú ekki viðrað vel til landsins.
Hins vegar má segja að það hafi viðrað vei til
sjávarins, þótt það hafi komið náttúrlega smá-
úrtökur . . .
— Jón . .
— . . . en það hefir verið ákaflega dauft með
þurrka.
— . . ég skal segja þér, þannig er mál '
með vexti . .
— . . . já . .
— . . að Skipadeild Sambandsins á fimmtán
ára afmæli í þessum mánuði . .
— . . . já . .
. . og ég ætla að skrifa eitthvað um það í
Samvinnuna. Meðal annars væri það gaman
að heyra viðhorf einhvers úti á landi, sem er
í náinni snertingu við þessi mál.
— Já.
— Já.
— Sérstaklega í einhverju smáþorpanna, þar
sem samvinnuskipin koma, hvaða viðhorf þeir
hefðu til skipanna og þeirra siglinga á smá-
hafnirnar . . .
— . . . já.
•— Bara nokkur orð í gegnum símann . . .
— . . . ha?
— Bara nokkur orð í gegnum símann.
—- Einmitt, já það er ágætt. Ja, um þetta
má segja, að þessi þjónusta Skipadeildar svo
sem með Dísarfellið, við staði eins og okkar,
er alveg ómetanleg. Þar við hefir það svo
bætzt, að skipið hefir verið alveg sérstaklega
heppið hjá okkur. Alveg sérstaklega.
— Að hvaða leyti?
— Ja, það er eins og heppnin sé bara með
því hvað veðrið snertir.
— En . .
— Nú, og svo var það til að byrja með, að
þarna var ákaflega öruggur skipstjóri, þar
sem Arnór var, og það hefir haldizt, þrátt fyr-
ir það að hann færi á annað skip.
•— . . . en voru þetta ekki alger tímamót,
Jón Björnsson
þegar samvinnuskipin fóru að koma á Smé-
hafnirnar? ”
— Jú, það var það svo sannarlega, víðast
hvar, en samt er kannski ekki hægt að reikna
dæmið þannig beint, því að tímamótin'gerast
sumsstaðar einnig með aðstöðu til þess að kom-
ast upp að.
— Samvinnuskipin komast frekar inn á smá-
hafnirnar heldur en önnur íslenzk skip, er það
ekki?
— Það eru tiltölulega fá íslenzk skip, sem
það geta eins og þú veizt, og þá helzt sam-
vinnuskipin. Af samvinnuskipunum kemur hér
helzt Dísarfell. Ja, Litlafell hefur komið hérna,
svona sællar minningar og reyndar við ágætan
árangur. Það var búið að koma hér tvisvar
upp að áður en það „meiddi" sig nokkuð. En
svo hefur jú Jökulfell komið hér 'upp að. Það
er hins vegar ekki hægt nema svona á tak-
mörkum, við sæmilega góðar aðstæður. Hitt
veit ég líka, að hin samvinnuskipin koma á
Framhald á bls. 28.
Frá Borgarfirði eystra.
SAMVINNAN 21