Samvinnan


Samvinnan - 01.09.1961, Page 22

Samvinnan - 01.09.1961, Page 22
FRAM HALDS SAG AN hugsun, að ef til vill kynni hann aS vertSa hetjan í ein- hverju gestaboSi lafcSi Win- dermere ecSa a<S nafn hans birtist feitletracS á forsíSum slúSurblaðanna. Hann varcS einnig aS hugsa um foreldra unnustu sinnar, sem bæði voru fremur gamaldags og mundu mótmæla ráðahagn- um ef hinn minnsti blettur félli á mannorð hans, enda þótt hann væri þess fullviss, að þau mundu fyrst allra við- urkenna ástæðurnar fyrir verknaði hans ef hann segði þeim allt eins og var. Eitur var því fyrir allra hluta sakir hið sjálfkjörna meðal. Það var öruggt, þægilegt og fljót- virkt og auk þess útilokaði það alla hættu á hneyksli, en Arthur lávarður hafði rót- gróna óbeit á öllu slíku eins og flestir Englendingar. Um eiturbyrlun vissi hann hinsvegar alls ekki neitt og þar sem þjónninn virtist ekki geta fundið neitt annað en „Ruff’s Guide” og „Bailey’s Magazine" ákvað hann að leita sjálfur í bókasafninu og fann að lokum fallega innbundna lyfjaskrá og ein- tak af eiturefnafræði Er- skines, útgefna af Sir Mathew Reid, forseta konunglega læknafélagsins, sem var einn af elztu meðlimum Bucking- ham. Hann hafði verið kjör- inn í misgripum fyrir annan mann og kjörnefndin varð svo æf yfir mistökum sínum, að hún vísaði rétta mannin- um umsvifalaust á bug, þeg- ar hann birtist. Arthur lávarði gekk illa að pæla í gegnum þessar tyrfnu fræðibækur og var næstum því farinn að sjá eftir að hafa ekki verið dug- legri við námið í Oxford, þegar hann fann í bók Er- skines mjög athyglisverða og nákvæma lýsingu á áhrifum acotins, skrifaða á vel læsi- legri ensku. Hann sá strax, að þetta var einmitt það, sem hann hafði verið að leita að. Það var mjög fljótvirkt, verk- aði svo að segja umsvifalaust, var algjörlega sársaukalaust og ef það var tekið inn í mat- arlímshylki eins og Sir Mat- hew mælti með, var það al- veg bragðlaust. Hann krot- aði á mansjettuna sína hve stóran skammt hann þyrfti að kaupa og setti síðan bækurn- ar á sinn stað. Hann gekk síð- an upp St. James Street og inn til lyfsalanna Pestle og Humbeys. Hr. Pestle, sem á- vallt afgreiddi sjálfur heldra fólkið, var mjög hissa á þess- ari óvenjulegu beiðni lávarð- arins. Hann tautaði eitthvað um að lyfseðill væri nauðsynleg- ur. En þegar Arthur lávarður sagði honum, að hann ætlaði að nota eitrið til að lóga dönskum varðhundi, sem hann ætti, og hefði sýnt byrj- unareinkenni hundaæðis, já, reyndar bitið ökuþórinn tvisv- ar, lét hann það gott heita og hrósaði honum fyrir frábæra þekkingu á efnafræði og lét strax útbúa eiturskammtinn. Arthur lávarður lét hylkið í ofurlitla sælgætisöskju úr silfri, sem hann sá í búðar- glugga í Bond Street, fleygði ljótu pilluöskjunni þeirra Pestles og Humbeys og ók í skyndi til lafði Clementínu. „Hvers vegna hefur þú ekki látið sjá þig svona lengi, óþekki strákurinn þinn? “ hrópaði gamla konan um leið og lávarðurinn birtist í dyr- unum. „Kæra Iafði Clem, ég hef ekki haft nokkra stund til eig- in þarfa’1, sagði hann bros- andi. „Ég geri ráð fyrir, að þú eigir við, að þú gerir ekkert annað allan daginn en að rápa um búðir með Sybil og þvaðra um einskisverða hluti. Ég fæ ekki skilið hvers vegna fólk gerir svona mikinn gaura- gang bara vegna þess að það ætlar að giftast. Þegar ég var ung, lét fólk sig ekki dreyma um að daðra eða draga sig saman opinberlega — og reyndar ekki í kyrrþey held- ur. “ „Ég fullvissa þig um, að ég hef ekki séð Sybil í meira en sólarhring, lafði Clem. Eftir því, sem ég kemst næst, sinn- ir hún engu öðru um þessar mundir en fatakaupum.” „Jahá, þá veit maður hvers vegna þú kemur að heim- sækja gamla kerlingarnorn eins og mig. Hvenær skyldu karlmenn fá einhverja vit- glóru í sína heimsku hausa. Ég held það sé ekki ómaks- ins vert að heimsækja mig, gamla, geðilla kerlingu með liðagigt og hárkollu. Ef gamla frú Jansen sendi mér ekki alla þá verstu frönsku reyfara, sem hún getur grafið upp, er ég viss um að ég væri löngu dauð. Og læknarnir eru til einskis nýtir nema til að hafa af manni peninga. Þeir geta ekki einu sinni læknað í mér bannsettan brjóstsviðann, sem aldrei lætur mig í friði. “ „Ég er hérna með ágætis meðal við brjóstsviðanum, lafði Clem,” sagði lávarður- inn alvarlega. „Það er fund- ið upp í Ameríku og er alveg öruggt. “ „Ég er hrædd um, að ég kunni ekki að meta amerísk- ar uppfinningar, Arthur. Ég er viss um að mér líkar það ekki. Ég las nokkrar amerísk- ar skáldsögur nýlega og það var nú meiri bölvaður þvætt- ingurinn.” „Já, en þetta er enginn þvættingur, lafði Clem. Ég fullvissa þig um, að þetta er ágætis meðal. Þú verður að lofa mér því að reyna það.“ Og Arthur lávarður tók öskj- una upp úr vasa sínum og rétti henni. „En hvað þetta er falleg, lítil askja, Arthur. Er það al- vara þín að gefa mér hana? Það er verulega fallegt af þér. Og er þetta meðalið? Það lít- ur út eins og sælgæti. Ég ætla að taka það inn strax. “ „I guðs bænum gerðu það ekki!” hrópaði Arthur lávarð- ur og þreif í handlegg gömlu konunnar. „Það hefur enga þýðingu. Þú átt að taka það inn, þegar þér verður illt næst, annars er ekkert gagn að því. Þú verður áre’ðanlega undrandi yfir árangrinum. “ „Ég vil gjarnan reyna það strax, “ sagði lafði Clemen- tína og hélt gagnsæju hylk- inu með eiturdropunum mót ljósinu. Ég er viss um, að það smakkast ágætlega, því þó að Afbrot Arthurs lávarðar Eftir Oscar Wilde 22 SAMVINNAN

x

Samvinnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.