Samvinnan


Samvinnan - 01.09.1961, Side 4

Samvinnan - 01.09.1961, Side 4
Eldhúsið er sýnilega m,iög fullkomið og full- nægir hæstu kröfum húsmóðurinnar hvað snertir hagkvæmni, formfegurð og tæknilega nákvæmni. Hér eru skápasamstæðumar og vinnuplássið nákvæmlega lagað hvort eftir öðru. — Borðstofuhúsgögnin eru falleg og þægileg. Efnið er viðar- lituð hnota með dökkum köntum. Þótt ávallt séu einhver húsgögn fyrir hendi, þegar við byggjum okkur hús, bá er það og sennilegt að í nýja húsinu séu fleiri her- bergi en við höfðum áður yfir aS ráða, eða herbergi sem beinlínis krefjast nýrra húsgagna. Það er mikilvægt að sam- ræmi sé í herbergjaskipan og húsbúnaði. sem allir íbúar hússins geti fellt sig við. Hús og húsbúnaður er ótæmandi umræðuefni, en hér verður staðar numið að sinni. Allt er breytingum undirorpið og á það ekki síður við um hús og húsbúnað en annað. Við þurfum ekki nema að litast augnablik um til að sannfærast að svo sé. Það eru annarskonar hús sem byggð eru í dag en áður og hið sama er að segja um húsgögnin. Yfirleitt eru breytingarnar í þá áttina að gera hlut- ina einfaldari og léttari, og um leið þægilegri í meðförum. — Samvinnan hyggst halda uppi nokkurri kynningu á húsum og húsbúnaði í framtíðinni og eru myndir þær, sem hér birtast, liður í þeim þætti. Myndirnar, sem við birtum að þessu sinni, eru teknar úr þýzku tímaritl um hús og húsbúnað, einu fullkomnasta sinnar tegundar. — Efst eru svefnher- bergishúsgögn úr Ijósum, póleruðum viði. — Takið eftir stólunum við snyrti- borðið. Litla mynd- in, yzt t. h., sýnir okkur setustofuhúsgögn úr hnotu eða ljósu teak. Takið eftir hinu stíl- fagra samræmi skápsins við djúpu stólana. 4 SAMVINNAN

x

Samvinnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.