Samvinnan - 01.09.1961, Blaðsíða 16
— Mér hefur líkað
vistin vel —
Sólheitur sumardagur, bærinn allur í værð-
arástandi og Flóinn kolblár og spegilsléttur.
Neðan frá höfninni berast stöku sinnum þung
hljóð frá lyftitækjum skipanna, hvell högg frá
rafknúðum borum járnsmiðanna og suðan af
stöðugri bifreiðaumferð. Ég axla mína mynda-
Jón er maður nefndur, Ólafsson, til hans er
erindið gjört. Hann hefur verið háseti á sam-
vinnuskipunum síðan 1949, er hann ásamt öðr-
um sótti Arnarfellið til Sölvesborgar í Svíþjóð.
Við landganginn segir vakthafandi stýrimaður
mér, að Jón sé fram á þilfari við störf sín, og
þar finn ég hann innan stundar. „Æ verið þið
ekki að þessari vitleysu," segir Jón, þegar ég
ber upp erindið, „það eru margir aðrir sem þú
ættir fremur að tala við.“ Þó fara leikar svo,
að hann býður mér til klefa síns niður í skipinu
og þar spjöllum við stutta stund.
— Ég hætti um næstu áramót, er orðinn 67
ára og því kominn á þann aldur að eiga að fara
með svörtum herra eða öfugt, eins og hitt.
Og kynblendingar er'u þar jafnhátt skráðír og
aðrir. Mér fannst þetta ágætt. Raunar virtist
mér kynblendingarnir yfirleltt fallegasta fólkið.
— En þú kannt bezt við þig á Miðjarðar-
hafinu?
— Ætli það ekki, og Spánn er bezta landið.
Fólkið er bráðalmennilegt. Það er nokkuð heitt
í veðri með köflum, en nóttin er mátulega
svöl, það er svo mikill kostur.
— Hefirðu komið til landanna hins vegar
Miðjarðarhafsins, til Afríku?
— Eitthvað hefi ég gert af því. Ég minnist
þess alltaf þegar ég fyrir mörgum árum síðan,
þá ungur maður, fór inn í Arabakaffihús í
vél og geng út úr Sambandshúsinu, stefnan
er sett á Grófarbryggju. Þar liggur Jökulfellið
bundið. Þangað vil ég um borð, í erindum Sam-
vinnunnar. Mér verður hugsað til þess er ég
geng framhjá kolakrananum, að ólík er aðstað-
an nú eða fyrir nokkrum tugum ára, um þær
mundir er samvinnumenn voru að fá sínar
fyrstu vörusendingar til landsins. Nú þarf ekki
að flytja vörurnar til lands í uppskipunarbát-
um, bera þær á bakinu upp svellaða fjöruna
og geyma þær undir segli þar til skipti hafa
öll farið fram. Hafskip samvinnumanna leggj-
ast nú að bryggjum allt í kringum landið, og
rufu með komu sinni þá einangrun sem smærri
hafnirnar áður bjuggu við, stórvirk lyftitæki
annast flutning vörunnar milli skips og
geymsluhúsa, sem eru þannig úr garði gerð, að
ekki þarf að óttast að ofan af þeim fjúki þótt
blási kalt. Hin margþætta og sterkbyggða
samvinnuhreyfing hefir valdið byltingu; í stað
óvissu um aðdrætti og skipakomur, vöruskorts
og niðurlægingar, beina samvinnumenn skip-
um sínum eftir þörfum til hinna ýmsu hafna,
hlöðnum vörum til kaupfélaganna, sem fólkið
hefir sjálft byggt upp og stjórnar, og getur
verið stollt af.
í land. Þú hefðir því átt að snúa þér að ein-
hverjum öðrum, eins og ég sagði áðan.
— Þú sóttir Arnarfellið utan 1949?
— Jú, og hefi verið á því síðan, þar til í apríl
eða maí. Fékk þá elnhver ónot í magann og
varð að fara í land. Var svo settur hér um
borð, þegar ég var orðinn góður. — Siglt
lengi? Ó, jú, svona eitthvað. Sigldi t. d. á
Mjölni, hjá dönskum skipstjóra, með fisk til
Noregs í fyrra stríðinu, og sitthvað fleira.
— Hvar hefir þú kunnað bezt við þig í sigl-
ingunum?
— Það er víða gott að vera. Ágætt í Mið-
jarðarhafinu, þangað sigldum við fyrsta árið
á Arnarfelli með fisk. Ég kem til með að sakna
Miðjarðarhafstúranna. Kem til með það.
— Var ekki ansi heitt þar niður frá?
— Þá var nú heitara í Brasilíu. Engin leið
að sofa fyrir hitanum, svo þjakandi er hann.
Það tína allir af sér spjari'rnar eins margar
og velsæmið leyfir, nema Brasilíumenn sjálfir
Þeir eru svo fínir með sig, að þeir ganga með
bindi fast reyrt um svírann. Það þótti mér
skrýtið. En það mega þeir eiga, að þar er ekk-
ert kynþáttahatur, svörtu og hvítu ægir þar
saman. Þar er jafnalgengt að sjá hvíta stúlku
Jón Ólafsson lítur snöggvast upp frá störfum.
Túnis. Mjög sérkennilegt og einungis fyrir karl-
menn. Karlarnir sátu á gólfinu með krosslagð-
ar fætur, alveg eins og í þúsund og efnni nótt,
og drukku biksterkt kaffi, kolsvart, úr skálum,
líkustum þeim er rakarar nota. Lenti svo sem í
engu sérstöku en minnist þessa alltaf.
— Og nú ferð þú senn að hætta á sjónum?
— Það verða allir að beygja sig fyrir aldr-
inum, en sjómenn hljóta alltaf að sakna sjáv-
arins, og það mun ég einnig gera. Ég mun
sakna vistarinnar á samvinnuskipunum, mér
hefir líkað vistin vel. Hér hefur alltaf ríkt
ágætis félagslíf, allir verið efns og einn maður.
Það er fyrir mestu.
Það var svo gaman að
vera á bryggjunni og ....
Það var svo gaman að vera á bryggj-
unni og hlusta á fólkið segja, þarna
kemur skipið okkar — blessað sklpið
okkar — en hvað það er nú fallegt og
gott.
Ég hafði lokið að mynda Jón og tekið svo
margar myndir, að ég þættist öruggur um
að fá eina sæmilega mynd úr krafsinu, hélt
ég til híbýla skipstjórans Arnórs Gíslason
ar. Þar skyldi næst borið niður. Það tók
mig dálítinn tíma að finna hina réttu hurð,
ien eftir nokkrar öfugar beygjur tók ég
hina einu réttu og knúði því dyranna. Kom
inn, sagði mjúk og kvenleg rödd fyrir inn-
an. Varð mér í skyndi hugsað til mynda
sem ég hafði séð af Arnóri, og trúði tæpast
mínum eigin eyrum, átti sannast sagna von
á talsverðum bassa. En er inn var komið
skýrðist málið til muna, þar stóð sem sé
miðju gólfi kona ein fínleg og nett og
röddin var hennar. Hún var í óðaönn að
pakka fötum — kvenfötum — í ferðatösku.
— Arnór bóndi ekki við?
— Nei, hann er niður á dekki, en kemur
innan stundar.
— Er ég að trufla?
— Alls ekki, ég er að setja fötin f tösk-
una og held svo f land eftlr hádegi.
— Fórstu með til Bandaríkjanna?
— Nei, ég kæri mig ekkf um aS fara til
Bandarik janna og eiga þar aöeins þriggja
daga dvöl. Nei, nei, ég fór meS bóndanum
á ströndina. Það var Ijómandi skemmtilegt,
16 SAMVINNAN