Samvinnan


Samvinnan - 01.09.1961, Blaðsíða 6

Samvinnan - 01.09.1961, Blaðsíða 6
y/ys?&/.YýY(\' Höfundur greinar þeirrar, sem hér birtist, er Edvard Haraldsen yfir- kennari, f. í Færeyjum þann 17. sept. 1893. Hann lauk kennaraprófi í Þórs- höfn og síðan við danskan kennara- skóla. Hann er kennari í Lyngby norðan Kaupmannahafnar. Helztu hugðarefni hans eru: tungumál, saga, bókmenntir, heimspeki og trúarbragðaheimspeki. Framhalds- nám stundaði hann við háskólann í Exeter á Englandi og Freiburg á Þýzkalandi. íslenzkum lesendum er Edvard Haraldsen kunnur af greinum, sem birzt hafa í tímaritinu Akranes, en þar hefur hann m. a. skrifað gagn- merkar greinar um Gandhi og Al- bert Schweitzer. Greinin um Færeyjar ber þess nokkur merki, að höfundur hefur dvalizt langdvölum fjarri föðurlandi sínu og sér ættjörðina í ljóma hug- Ijúfra endurminninga. Ekki raskar þessi hugblær á neinn hátt stað- reyndum þeim, sem greinin hefur að geyma. Velflestir ljóðelskir Norðurlanda- búar kannast við kvæðið fagra — Svanir norðursins, sem tákna fimm norrænar bræðraþjóðir. Hinsvegar munu fæstir hafa gert sér grein fyrir því, að árið 1948 bættist sjötti svan- urinn ,i hópinn, ungur, stoltur og vonglaður fyllti hann flokk frænda sinna. Þessi svanur er Færeyingar, lítil þjóð, sem þrátt fyrir alda einangrun og fátækt hefur varðveitt þjóðleg einkenni og menningu. Eftir lang- varandi sjálfstæðisbaráttu fékk fær- eyska þjóðin frelsi og sjálfstæði, viðurkenningu á tungu sinni, fána og löggjafarsamkomu, Lögþinginu, en er samt áfram í nánu sambandi við Dani. Færeyingar eru ein minnsta þjóð í heimi og landið hennar smádeplar á kortinu, 17 litlar klettaeyjar, ef til vill leifar af Atlantis, sem sökk í sæ. Flatarmál eyjanna er aðeins 1399 ferkílómetrar og íbúatalan 32.000. En allar stærðir eru afstæðar og oft hafa litlar þjóðir lagt fram drjúgan skerf til menningararfs mannkynsins. Á víkingaöld lítur út fyrir að eitt- hvert eirðarleysi hafi gripið marga beztu menn Norðurlanda. Þeir sigldu langskipum sínum til vesturs og suðurs og gerðu ýmist að valda dauða og eyðileggingum eða grundvalla ný heimili og byggðalög. Á þessu tíma- bili fundust Færeyjar. Sagan segir að fyrsti landnámsmaðurinn hafi verið norskur víkingur að nafni Grímur Kamban. Málvísindamenn greinir á um það hvað nafnið Færeyjar þýði, sumir telja það keltneskt að uppruna og þýði hinar fjarlægu eyjar, aðrir telja að heitið sé komið af því að margt fé var á eyjunum þegar þær byggðust og ætti þá Færeyjar að vera sama og Fjáreyjar. í sögu Færeyinga er brugðið upp allskýrum myndum af lífinu á eyjun- um eins og það var í fornum sið. Einkum er litrík frásögnin um tvo þekkta höfðingja, hinn valdasjúka,

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.