Samvinnan - 01.09.1961, Blaðsíða 5
IÐNSTEFNAN
I.
lönaðardeild samvinnusamtakanna hefur komið fram
með nýjung í íslenzku þjóðlífi. Á hverju sumri er á vegum
hennar efnt til svokallaðrar Iðnstefnu á Akureyri. Þangað
er stefnt kaupsýslumönnum og framámönnum um iðnað-
armál að kynna þeim framleiðsluvörur.
Kaupstefnur og kynningar af þessu tagi eru algengar um
heim allan og þykja hinar athyglisverðustu. Hefur reynsl-
an sýnt, að þær þjóna jafnt hagsmunum beggja aðila,
kaupendanna og framleiðendanna. Kaupstefnurnar og
kynningarnar gefa söluaðilum betra tækifæri til að kynn-
ast þeim varningi, sem á boðstólum er og úrvali því, sem um
ræðir. Samvistir og umræður þeirra, sem kaupa og selja,
gefa betri yfirsýn og tengja saman þá aðila, sem meiri og
minni samskipti þurfa að hafa, sjónarmið beggja, óskir og
viðhorf.
Það er samvinnumönnum fagnaðarefni, að einmitt fram-
leiðslufélög þeirra skyldu eiga frumkvæðið að þessháttar
kaupstefnu í okkar landi. Það er ein sönnunin enn fyrir
forystu samvinnusamtakanna og brautryðjendastarfi.
II.
íslenzkt þjóðfélag er í dag í mótun og sviptibyljir miklir
einkenni þess. Slíkt er næsta eðlilegt hjá þjóð, sem á stutt-
um tíma verður þess megnug að gerast aðili í vélvæðingu
þeirri, sem nú er höfuðeinkenni á vestrænu menningarfé-
lagi.
Á öllum sviðum gætir þessarar vélvæðingar á Vestur-
löndum og þeirra breytinga, sem hún hefur í för með sér í
atvinnulífinu. Það sviðið, sem þó varð fyrst til að undir-
gangast gagngera umsköpun, var iðnaðurinn. Þar varð
breytingin úr handiðn til verksmiðjureksturs.
íslendingar þekktu naumast fyrir nokkrum áratugum
þann iðnað, sem skapar verðmæti á markaði utan heimil-
anna. Iðnaður þjóðarinnar — að svo miklu leyti sem hann
var stundaður — var heimilisiðnaður í þeirri tvöföldu
merkingu, að iðnvarningur var bæði framleiddur á heim-
ilunum og notaður af sama heimilisfólkinu. Hugmyndin um
markað utan heimilanna var nærri óþekkt með öllu.
Á þessu hefur orðið gagnger breyting. Iðnaður er orðinn
sjálfstæður atvinnurekstur í landi okkar, — og hefur verið
í nokkra áratugi. Er mönnum að verða ljóst, að hlutur hans
má ekki gleymast, er íslendingar gera áætlanir um þróun
atvinnuhátta sinna og gera sér grein fyrir uppbyggingu og
skiptingu landsmanna milli starfsgreina.
III.
Samvinnumenn hafa lengi gert sér grein fyrir gildi iðn-
aðarins á íslandi. Einum manni ber þó íslenzkum sam-
vinnumönnum að þakka öðrum fremur fyrir forystu og veg-
sögu í þeim efnum. Er það Jón Árnason, fyrrverandi banka-
stjóri, sem lengi var einn af framkvæmdastjórum SÍS.
Jón Árnason hafði með höndum afurðasölu á vegum
samvinnuhreyfingarinnar. Á því sviði vann hann afrek,
sem ekki mun gleymast, og fyrir hans tilstilli var blað brot-
ið í verzlunarsögu þjóðarinnar. Er þar átt við frystihúsa-
reksturinn og þá breytingu, sem hann hafði í för með sér
í sköpun nýrra markaða og annarrar og betri nýtingar ís-
lenzkrar matvælaframleiðslu.
í nánum tengslum við þetta umfangsmikla starf, lagði
Jón Árnason grundvöllinn að iðnaðarrekstri samvinnufé-
laganna. Hin eðlilegu tengsl voru hagnýting íslenzkra hrá-
efna, að skapa verðmæti og bæta afkomu þeirra meðlima,
sem falið höfðu samvinnuhreyfingunni að koma fram-
leiðslu sinni í verð. Byrjunin á þessum iðnrekstri var þá
eðlilega verksmiðjurekstur að gera iðnvarning úr ull og
skinnum.
Þessi þáttur samvinnustarfsins reyndist eiga hina mestu
þroskamöguleika þegar frá upphafi. Varð ljóst, að hér var
að skapast mikið starfssvið og merkileg verkefni biðu úr-
lausnar. Því fór svo, að árið 1949 var iðnrekstur íslenzka
samvinnusambandsins falinn sérstakri deild, Iðnaðardeild
SÍS, og var Harry Frederiksen ráðinn framkvæmdastjóri
hennar. Það er sú deild, sem staðið hefur að fyrrnefndum
iðnstefnum á Akureyri nú í nokkur ár.
IV.
Akureyri hefur verið miðstöð verksmiðjureksturs sam-
vinnumanna. Þar í bæ hafa flestar verksmiðjur samvinnu-
samtakanna verið staðsettar og þær hafa vissulega gert
sitt til að gera Akureyrarkaupstað að réttnefndum sam-
vinnubæ. Það er því vel til fallið, að einmitt á þeim stað
skuli iðnstefna sú haldin, sem samvinnuhreyfingin efnir
til að kynna árangur og vöxt þessa þáttar í starf sínu.
Iðnstefna þessi hefur þó meira hlutverki að gegna en því
einu að kynna landsmönnum hvaða iðnaðarvörur sam-
vinnufélögin hafa á boðstólum frá eigin verksmiðjum. Hitt
er ekki minna um vert, að með iðnstefnunum er athygli
landsmanna vakin sérstaklega á hinni þriðju höfuðgrein
íslenzks atvinnulífs, iðnaðinum, og þá sérstaklega hvaða
árangri hún hefur náð beztum á þeim tiltölulega stutta
tíma, sem liðinn er frá því að iðnaður hófst svo nokkru
næmi í landinu.
Það ánægjulegasta við iðnstefnur samvinnusamtakanna
er einmitt að gera sér grein fyrir þeim mikilvægu tímamót-
um, sem þróun þessarar atvinnugreinar er nú stödd á. Ekki
aðeins er nú horft til eigin markaða innanlands fyrir iðn-
varninginn, heldur er þegar farið að stefna að hinu að gera
íslenzkar iðnaðarvörur að útflutningsverðmætum. Er nú
svo komið, að þetta er ekki aðeins hillingar og fjarlægur
draumur, heldur hafa þegar og eru að skapast markaðir,
sem orðið geta landsmönnum mikilvægir í framtíðinni.
Iðnstefnur samvinnumanna á Akureyri ár hvert sanna
hverjir eru hér raunverulegir brautryðjendur og vökumenn,
sem gæta þess að tækifæri glatist ekki að auðga íslenzkt
atvinnulíf og íslenzku þjóðina. Undir traustri forystu sam-
vinnusamtakanna og með árvakri leiðsögu og skipulagningu
framkvæmdastjóra Iðnaðardeildar, Harrys Frederiksen,
stefna íslendingar að því að gera iðnaðinn að lyftistöng í
landi sínu.
Guðmundur Sveinsson.
SAMVINNAN 5