Samvinnan


Samvinnan - 01.09.1961, Side 27

Samvinnan - 01.09.1961, Side 27
sauðburði stendur er gaman að lit- ast um í bithögunum. Næst því að vera góður sjómaður þótti mestur heiður að því að vera góður fjármað- ur. Fyrir utanaðkomandi var lítt skiljanlegt hvernig bóndi, sem átti 500 fjár gat þekkt hverja kind. Milli Færeyingsins og kindanna var eitt- hvert lítt skýranlegt tilfinningasam- band, kindurnar voru ekki aðeins auður hans, heldur voru þær á vissan hátt f j ölskyldumeðlim|ir og um- hyggjan sem þeim var sýnd ævintýri líkust. Brimhljóðið heyrist hvar sem er á Færeyjum. Hafið hefur grundvallað skapgerð Færeyinga og á sjónum birtast allir beztu eiginleikar þeirra og allt líf þjóðarinnar byggist á fiski. Gömlu mennirnir voru ótrúlega dug- legir að átta sig á siglingaleiðum, þar kom reynsla kynslóðanna að góðu gagni ásamt þekkingu á straum- um og vindum, oft leit út fyrir, að sj ómennirnir fyndu á sér hvar beztu fiskimiðanna væri að leita. Sérstakur hátíðablær var yfir sjó- mönnum þegar þeir ýttu úr vör, og sungu sálm og fólu sig guði á vald, en sungu þakkarsálm þegar að landi var komið. Nú er sálmasöngurinn þagnaður, hann hljóðnaði þegar drunur vélanna tóku við af áraglamr- inu. Hafið er örlátur gjafari en það krefst einnig mikilla fórna. Færeyjar eru stundum kallaðar eyjar ekkna og föðurleysingja. Komið hefur fyrir, að allir karlmenn í einhverri byggð hafa farizt á einum og sama degi, að und- anskildum öldungum og drengjum, þegar snögglega hefur brostið á óveð- ur. í síðustu heimsstyrjöld misstu Færeyingar hlutfallslega eins marga. menn í sjóinn og Englendingar í stríðinu. Ekki verður svo minnst á líf Færey- inga, að ekki sé getið grindadráps- ins. í Norðuratlantshafi eru hópar grindahvala, sem stundum villast inn að Færeyjum. Geta þeir verið allt að þúsund í flokki. Oftast nálgast þeir eyjarnar sumar eða haust. Þá hljóm- ar frá báti til báts og frá byggð til byggðar hið velþekkta gleðióp — grindaboð — sem hefur undraverð á- hrif. Hinn hægláti dálítið seini Fær- eyingur sviptir snögglega af sér öll- um höftum og birtist eins og óður, blóðþyrstur víkingur. Bátarnir þjóta út fyrir hvalatorfuna og með grjót- kasti, ópum og köllum, er hún rekin að landi í einhverja vík. Þá hefst ó- skaplegt blóðbað. Löngum sveðjum og spjótum er stungið í varnarlaus dýr- in, sjórinn blandast blóði og ekki er hilmað fyrr en allir hvalirnir liggja dauðir í fjörunni. Nú til dags eru þessar veiðar nánast einskonar sport en áður fyrr var hvalkjöt og spik mik- ið notað til manneldis, nýtt, saltað eða þurrkað. Árstíðirnar, ljós og myrkur, storm- ar og stillur, sá lífshrynjandi, sem náttúran sjálf skapar, hefur sín miklu áhrif á þjóðarsálina. Færeyingum hafa hlotnast þau miklu gæði, að eyjarnar eru mitt í Golfstraumnum og þessvegna er lofts- lagið mun hlýrra en það ætti að vera í hlutfalli við legu landsins. Veturinn er langur, dimmur og leiðinlegur og oft geisa miklir ^tormar. Háreistar öldur Atlantshafsins brotna við björg- in á eyjunum og öldurótið stígur mót himni með feikna hávaða. Stundum lyftir hafrótið fleiri hundruð smá- lesta björgum og slöngvar þeim upp á klettasillur í allt að 30 metra hæð yfir sjávarmál. Stormurinn og myrkrið hafa mótað alvöru blandaða nokkrum strangleika í svipmót Fær- eyinga. Hið stutta sumar getur á hinn bóginn verið unaðslega fagurt og heillandi. Manni virðist oft náttúran vera að leggja sig alla fram til þess að bæta fyrir myrkur og leiðindi vetrarins. Sumarnæturnar eru svo bjartar að lesa má hvað sem er um lágnættið og naumast er kvöldroðinn horfinn fyrr en morgunroðinn lýsir yfir land og haf með töfraljóma sín- um. Vitarnir eru slökktir frá 20. maí til 20. júlí. Gagnstætt vetrarveðrinu er oft svo kyrrt á sumrin, að manni finnst náttúran halda niðri í sér and- anum, og þessi kyrrð verður aðeins unaðslegri ef menn leggja eyrun við nið fjallalindanna. Slík sumarnótt hlýtur að vekja allar beztu og við- kvæmustu tilfinningar, sem blunda í brjósti Færeyings, hún er eins og fag- ur draumur um landið horfna, At- lantis. Auk náttúrufegurðarinnar gerir fjöldi sjófugla sitt til að gera sumarið færeyska heillandi, þeir eiga hreiður sín í háum og þverhníptum björgum, þar ymur eitt óslitið unaðs- lag náttúrunnar í eyrum þess sem kann að meta raddir hennar. Ferðamönnum finnst löngum sér- staklega mikið til þess koma að lenda á þjóðhátíð Færeyinga, sem er dagur Ólafs helga, hinn 29. júlí. Færeying- ar eru eina Norðurlandaþjóðin, sem minnist falls hetjukonungsins Ólafs helga á Stiklastað þann 29. júlí 1935. Hvervetna á eyjunum er efnt til há- tíðar þennan dag og fjöldi fólks streymir til Þórshafnar klætt skraut- legum litklæðum. Bæði í höfuðstaðn- um og í höfninni er ys og þys á Ólafs- vökunni. Fáni Færeyinga, hvítur með rauðum og bláum krossi, er dreginn að hún bæði á húsum og skipum. Embættismenn ríkisins, bæja og kirkju, fara í hátíðlegri fylkingu til guðsþjónustu og síðan kemur Lög- þingið saman til fundar. Allskonar skemmtanir eru á boðstólum, hvers- konar íþróttakeppni að deginum til, en í birtu sumarnæturinnar eru þjóð- dansarnir dansaðir bæði úti og inni. Myndi nokkur þjóð hafa breytt háttum sínum sökum skjótrar þróun- ar eins snögglega og Færeyingar. Fram að 1856 voru eyjarnar lokað land. Konunglega danska einokunin var allsráðandi, allar siglingar nema siglingar einokunarkaupmanna voru bannaðar. Þjóðin var einangruð, fá- tæk, vanrækt og henni var illa stjórn- að. Tunga hennar var bönnuð bæði í skólum og kirkjum og lifði aðeins á vörum alþýðunnar og var þannig mikil hætta á að hún myndi gleym- ast. Á hundrað árum hafa Færeyingar horfið frá miðöldum til kjarnorku- tíma. Nú hafa verið byggðar góðar hafnir og þjóðvegir. Ár og vötn eru beizluð, samband við umheiminn er mikið og nýtt líf blasir við augum hvert sem litið er. Gamla bænda-

x

Samvinnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.