Samvinnan


Samvinnan - 01.09.1961, Blaðsíða 15

Samvinnan - 01.09.1961, Blaðsíða 15
og lofaði henni því að aldrei, aldrei skyldi hann opna öskjuna, jafnvel ekki leysa silkilindann utan af henni. Síðan lagði hann af stað yfir sísofandi hafið, er ljómaði í birtu sumarsins; og mynd eyjar hins eilífa sumars hvarf smámsaman að baki honum líkt og draumur. Síðan komu blá fjöll Japans í ljós framundan, hann sá þau skýrt í björtum ljóma hins norræna sjóndeildarhrings. Að síðustu lagði hann leið sína inn í flóann, þar sem fæðingarþorp hans beið á ströndinni. Hann gekk á land, en er hann litaðist um, varð hann sleginn magnaðri villu, — kynlegum efa. Því staðurinn var hinn sami og áður, en þó var hann allur annar. Kofi föður hans var horfinn. Þorp var þarna að vísu, en lögun húsanna kom honum ókunnuglega fyrir sjónir, trén sömuleiðis, einnig akrarnir og jafnvel andlit fólksins. Nálega öll landamerki, sem hann kann- aðist við, voru horfin, — Sjintómusterið virtist hafa verið rifið og endurreist á öðrum stað, og nærliggjandi brekkur voru ekki lengur vaxnar skógi. Aðeins niður læksins litla, er rann í gegnum byggðina, var sá sami og áður, svo og ásýnd fjallanna. Allt annað var nýtt og ó- kunnugt. Árangurslaust reyndi hann að finna bústað for- eldra sinna. Fiskimennirnir störðu undrandi á hann og hann minntist þess ekki að hafa séð nokkurn þeirra áður. Þá bar þar að mjög aldraðan mann, er studdist við staf á göngu sinni. Urasjima spurði hann til vegar að húsi Urasjimafjölskyldunnar. Gamli maðurinn varð sem furðulostinn, lét hann endurtaka spurninguna margsinn- is og æpti síðan upp yfir sig: „Urasjima Taró! Hvaðan kemur þú, að þú skulir ekki kunna söguna þá? Urasjima Taró! Því yfir fjögurhundruð ár eru liðin síðan hann drukknaði, og minnismerki um hann hefur verið reist í grafreitnum. Þar eru einnig grafir allra vandamanna hans, í gamla grafreitnum, sem nú er hætt að nota. Ur- asjima Taró! Hvar húsið hans sé? Hvemig geturðu spurt svo heimskulegrar spurningar?“ Og gamli maður- inn haltraði áfram, hlæjandi að einfeldni spyrjandans. En Úrasjima lagði Ieið sína í grafreit þorpsins, — gamla grafreitinn, sem nú var hætt að nota, — og þar fann hann sinn eiginn legstein, svo og legstein foreldra sinna og ættmenna og margra annarra, sem hann hafði þekkt. Svo gamlir voru þeir og mosavaxnir, að naum- ast var hægt að lesa nöfnin á þeim. Þá gerði hann sér Ijóst, að hann hafði orðið fórnar- lamb einhverrar furðulegrar blekkingar. Gekk hann nú aftur til strandar og hélt enn í hendi sér öskiunni. giöf- inni frá dóttur sjávarguðsins. En hvernig stóð á blekk- ingunni? Og hvað gat verið í öskiunni? Gat innihald hennar ef til vill verið orsök blekkingarinnar? Efinn sigraðist á trúnaði hans við dóttur drekakonungsins. T andvaraleysi sínu braut hann loforð það, er hann hafði gefið henni, leysti silkilindann utan af öskjunni — og opnaði hana. Jafnskjótt skaust upp úr öskjunni þokukenndur gufu- strókur, er hófst til himins líkt og sumarský og harst síðan í suðurátt, út yfir kyrran sjóinn. Annað var ekki í öskjunni. Þá vissi Urasjima að hann hafði tortímt sinni eigin hamingju, — að hann gæti aldrei náð fundi þeirrar, sem Framhald á bls. 28. Þar sem æðurin verpir Ein hinna elztu hlunnindajarða vestanlands eru Mýr- ar í Dýrafirði. Stendur bær sá norðan fjarðarins gegnt Þingeyri. Þar býr Gísli Vagnsson miklu rausnarbúi. Skammt frá bænum er æðarvarp, eitt hið mesta á ger- völlu íslandi. Er þar að finna ekki færri en sex þúsund hreiður. Auk æðarfuglanna sjálfra eru þar ekki ótíðir gestir æðarkóngar frá Grænlandi, nokkurskonar „heldri menn“ æðarvarpsins. Sjálfur lætur æðarfuglinn ekki ýkja mikið yfir sér. Hann er hinn friðsami og sig, enda þótt obbinn af vasa mannsins. Maðurinn má þó eiga það, að hann lætur fugl- inum í té alla vernd sem hann má gegn utanað- komandi landhlaupur- um og reyfurum, að hætti góðra yfirvalda. Og æð- arfuglinn á sér gnægð ó- vina, þótt sjálfur leiti hann ekki á neinn. Ref- ir, kjóar, svartbakar o.fl. eiga þar drjúgan hlut að máli,og nú á síðari árum hefur einn fjandi bæzt við öllum skæðari, mink- urinn. Sem betur fer, hefur hann enn ekki náð að herja á Mýravarpið. Meðfylgiandi myndir eru tekn- ar þar vestra snemma á liðnu vori. Efst er baerinn að Mýrum. Á annarri mynd er æður á eggjum og annað hreiður, kollulaust í bili, sést á næstu grösum. Á neðstu myndinni er lítil stúlka við eggjatínslu. Hún er reyndar sonardóttir Sigtryggs heitins Guðlaugs- sonar, hins kunna kenni- manns, menntafrömuðar og fagúrkera að Núpi, sem er skammt frá Mýrum. Myndirn- ar tók Pétur Kidson. lagsýni búhöldur, góður fyrir .tekjunU hans lendi að vísu í SAMVINNAN 15

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.