Samvinnan


Samvinnan - 01.09.1961, Blaðsíða 28

Samvinnan - 01.09.1961, Blaðsíða 28
menningin, sem byggðist á aldagöml- um erfðavenjum er að hverfa til mik- illar mæðu öllum, sem hana hafa þekkt og elskað. Gömlu geðþekku bændabæirnir hverfa og nýtízku hús með rafmagnsljósum og útvarpi koma í staðinn. Landbúnaðurinn hefur ekki eins mikla þýðingu fyrir þjóðina og áður. Fólkinu fjölgar ört og sjávar- útvegurinn er í vaxandi mæli grund- völlur efnahagslífsins. Þjóðin virðist eiga hægt með að semja sig að nýjum siðum og lifnaðarháttum. Framfar- irnar eru miklar. Fiskiflotinn fer vaxandi og skipin verða æ stærri og fullkomnari. Færeyingar veiða nú ekki aðeins við strendur Færeyja heldur sækja þeir afla sinn einnig á íslands- og Grænlandsmið og jafn- vel alla leið til Labrador og í Hvíta hafið. Til slíkra ferða þarf bæði karl- mennsku og hugrekki, en færeyskir sjómenn eru jafnan í fremstu röð. Víkingablóðið rennur enn í æðum þeirra og hafið hefur hert viljann. — Þau eru alltaf .... Framhald af bls. 21. flestar hafnir landsins eða allar, öll'um öðrum skipum fremur þótt þau stærstu komizt ekki að bryggju hér hjá okkur. Einmitt þess vegna þyki’r mér enn vænna um þjónustu Dís- arfellsins. Það er óhætt að segja það, að þessi þjónusta með Dísarfellið, sem lítið skip á smæstu hafnirnar, sé alveg ágæt. Mitt álit miðast við það, að eins og menn vita, þá gengur einna verst að reka það af skipunum, og það sinnir svo litlu í svo mörgum tilfell'um, þar sem um það er að ræða. Það dreifir þungavöru á mjög margar hafnir kringum landið og litlu á hvern stað. Ég álít þetta góða þjónustu, þótt ég viti að hún sé ekki ábatasöm. Ég álít að þar sé verið á réttri leið, alveg réttri leið, að láta það annast smáhafnirnar, án tillits til rekstrarafkomu. Þar er meira farið eftir því sem með þarf á hverjum tíma. Það dreifir kannski gljákolum og koksi á tuttugu til tutt'ugu og fimm hafnir og sjá náttúrlega allir að nú til dags, með hraðann á aðra hönd, þá er það ekki arðvænleg atvinna. — Nei, en myndir þú vilja segja eitthvað um samvinnuflotann og framtíðina? — Ja, þetta hefir tekizt vel, mjög vel, og orðið til blessunar. Það er engin ástæða til annars en það geti gert það í framtíðinni. Ég vil svo að lokum árna samvinnuskipunum og áhöfnum þeirra allra blessunar. Samvinnu- skipin eru alltaf góðir gestir hjá okkur. Örlygur Hálfdanarson. Vinnumálasambandið .... Framhald af bls. 20. og Jón S. Baldurs kaupfélagsstjóri, Blönduósi, og til vara Gunnar Sveins- son kaupfélagsstjóri, Keflavík og Magnús Kristjánsson kaupfélagsstj., Hvolsvelli.“ Guðmundur Ásmundsson hæsta- réttarlögmaður var ráðinn fram- kvæmdastjóri Vinnumálasambands- ins á fundinum. Var hann þar mætt- ur, skýrði frumvarp að samþykktun- um fyrir fundarmönnum og tók þátt í fundarstörfum. Þannig er meginefni fyrstu fund- argerðarinnar, að frátöldum sam- þykktum, sem eru svo mikið efni, að hér eru engin tök á að rekja þær til hlítar. Skal hér einungis tilgreint upphaf 2. greinar samþykktanna, en þar segir: „Tilgangur V.M.S. er: 1. Að koma fram fyrir hönd félaga sinna, sem viðræðu- eða samn- ingsaðili, gagnvart verkalýðsfélög- um landsins og heildarsamtökum þeirra. 2. Að vinna að því, að leysa ágrein- ingsmál félaga sinna. og verkalýðs með friðsamlegum samningum og koma í veg fyrir vinnustöðvanir.“ Tíminn hefur liðið. Árin eru orðin tíu, síðan þessi atburður skeði. Fleiri samvinnufélög hafa bætzt í hóp þeirra, sem fyrir voru í sambandinu, og eru nú alls 47 félög innan þess. Árið 1955 lét Vilhjálmur Þór af formennsku, en í hans stað var kjör- inn Harry Frederiksen, en hann hafði gegnt varaformennsku frá upphafi. Harry er enn formaður Búnaðarsamband Eyfirðinga og Mjólkursam- lag KEA ákváðu á sl. vetri að fá hingað til lands útlendan ráðunaut, sem gæti leiðbeint bændum í meðferð mjaltavéla og í baráttunni við júgurbólgu í kúm, sem verður algengari með ári hverju. í framhaldi af þessu kom hing- að heilbrigðisráðunautur dönsku mjólkursam- laganna, Det Danske Mejeriets Fællesorgani- sation, J. C. Christensen frá Árósum. Christensen hefur ferðast um alla hreppa á stjórnarinnar, og með honum í stjórn eru þeir Jakob Frímannsson, Eiríkur Þorsteinsson, Þorsteinn Sveinsson og Oddur Sigurbergsson. — Varastjórn skipa: Hjörtur Hjartar, varaformað- ur, Alexander Stefánsson, Björn Stefánsson og Guðröður Jónsson. Endurskoðendur eru þeir Gunnar Sveinsson og Kristleifur Jónsson og til vara Magnús Kristjánsson og Ól- afur Sverrisson. Örlygur Hálfdanarson. 1J(taAjitna Framhald af bls. 15. hann unni, dóttur sækonungsins. I örvæntingu sinni grét hann og barm- aði sér sárlega. Það gerði hann þó ekki nema and- artaksstund. Síðan tók hann snögg- um breytingum. Iskaldur hrollur gagntók blóð hans, tennurnar hrundu úr munni hans, andlitið varð hrukk- ótt og hárið hvítt sem snjór. Þrótt- urinn hvarf úr limum hans og hann hneig andvana niður í sandinn, — kraminn undir þunga fjögurhundruð vetra. félagssvæði Mjólkursamlags KEA ásamf Ólafi Jónssyni, búf járræktarráðunaut, og haldið fundi með mjolkurfrarnleiðendum. Á fundun- um heldur hann erindi, sýnir skuggamyndir og svarar fyrirspurnum. Fundir þessi'r voru vel sóttir eftir ástæðum. Þegar þessum fund- um lauk var haldinn á Akureyri einn sam- eiginlegur fundur fyrir mjólkurframleiðendur samlagssvæðisins. Ö. H. Christensen ráðunautur (í miðið) ásamt Ólafi Jónssyni, til vinstri, og Jónasi Kristjánssyni, for- stjóra Mjólkursamlags KEA. HEILBRIGÐISRÁÐUNAUTUR í HEIMSÓKN 28 SAMVINNAN

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.