Samvinnan


Samvinnan - 01.09.1961, Blaðsíða 23

Samvinnan - 01.09.1961, Blaðsíða 23
ég hati lækna, þá elska ég mecSul. Ég ætla samt að geyma þacS þangaS til ég fæ brjóstsviSa næst.“ „Og hvenær verSur þaS ? “ spurSi lávarSurinn í ákafa. „VerSur þaS bráSum?" ,,Ég vona aS þaS verSi ekki fyrr en eftir viku. Mér leiS illa af honum í gærmorg- un. En þaS er aldrei aS vita, hvenær hann gerir vart viS sig næst. “ ,,Þú ert þá viss um aS fá hann fyrir mánaSamót, lafSi Clem? “ „Ég er hrædd um þaS. En ósköp ertu nærgætinn í dag, Arthur. Já, Sybil hefur gert þér mikiS gott. En nú verSur þú aS fara, því ég ætla aS snæSa meS nokkrum afar leiSinlegum manneskjum, sem hafa ekki einu sinni rænu á aS baktala fólk, og ef ég sleppi blundinum mínum núna, þá er ég vís meS aS sofna fram á borSiS. Vertu sæll, Arthur, skilaSu kveSju minni til Sybil og þakka þér fyrir ameríska meSaliS.” „Þú gleymir ekki aS taka þaS inn, lafSi Clem?“ sagSi Arthur lávarSur og reis úr sæti. „AuSvitaS gleymi ég því ekki, heimski drengurinn þinn. Mér finnst þaS afar fal- legt af þér aS hugsa til mín og ég mun skrifa og láta þig vita ef ég þarf meira." Arthur lávarSur yfirgaf húsiS í ljómandi skapi og þaS var eins og þungu fargi væri af honum létt. Um kvöldiS heimsótti hann Sybil Merton. Hann tjáSi henni, aS hann hefSi skyndilega lent í hræSilegum vanda, sem hvorki mannorS né skyldur gætu leyst hann frá aS ráSa fram úr. Hann sagSi henni, aS þau yrSu aS fresta brúSkaupinu um stundarsak- ir, því hann væri ekki frjáls maSur fyrr en hann hefSi los- aS sig úr þessari hræSilegu klípu. Hann baS hana treysta sér og líta björtum augum til framtíSarinnar. Allt mundi lagast, en þaS væri nauSsyn- legt aS vera bolinmóSur. Þau sátu í blómskrýddu afhúsi viS hús Merton-hjónanna viS Park Lane, þar sem Arthur lávarSur hafSi snætt kvöld- verS eins og venjulega. Aldrei hafSi honum virzt Sybil jafn hamingjusöm og þetta kvöld og eitt andartak freistaSist hann til aS flýja hólminn og skrifa lafSi Cle- mentínu um eitriS, segja henni allt af létta eins og eng- inn hr. Podgers væri til. Hann áttaSi sig þó, og jafnvel þeg- ar Sybil fleygSi sér grátandi í faSm hans, lét hann þaS engin áhrif á sig hafa. FegurS hennar heillaSi hann, en hún höfSaSi einnig til samvizku hans. Hann fann, aS þaS væri ófyrirgefanleg léttúS aS fórna svo yndislegri veru fyrir á- nægju fárra mánaSa. Hann dvaldist hjá henni til miSnættis, hann huggaSi hana og hún hann á móti og snemma næsta morgun lagSi hann af staS til Feneyja eftir aS hafa skrifaS hr. Merton stutt og skorinort bréf um nauSsyn þess aS fresta brúS- kaupinu. 4. í Feneyjum hitti hann bróSur sinn, Surbiton lá- varS, sem einmitt var ný- kominn frá Korfú á lysti- snekkju sinni. Ungu mennirn- ir dvöldust saman í góSu yf- irlæti í hálfan mánuS. Á morgnana riSu þeir út á Lídó eSa fóru í bátsferSir um græn síkin í svörtum gondól, seinni hluta dags tóku þeir á móti gestum um borS í snekkjunni og á kvöldin snæddu þeir á Florian og reyktu óteljandi vindlinga á götukaffihúsum. Samt sem áSur leiS Arthur lávarSi ekki vel. Hann las dánartilkynningarnar í Times gaumgæfilega á hverjum degi í von um aS sjá þar dánar- fregn lafSi Clementínu, en varS ætíS fyrir vonbrigSum. Hann var farinn aS óttast, aS hún hefSi orSiS fyrir slysi og hann dauSsá eftir aS hafa hindraS hana í aS taka eitriS inn strax eins og hún vildi. Þótt bréf unnustu hans væru þrungin ástúS og trúnaSar- trausti, voru þau jafnan þung- lyndisleg og stundum fannst honum eins og þau myndu aldrei sjást framar. Eftir tvær vikur var Surbi- ton lávarSur orSinn leiSur á Feneyjum og ákvaS aS sigla suSur meS ströndinni og til Ravenna, því hann hafSi heyrt, aS þar stæSu yfir meiri háttar skógarhænuveiSar. í fyrstu neitaSi Arthur algjör- lega aS fara meS honum, en þar sem hann mat Surbiton mjög mikils, lét hann aS lok- um til leiSast, þegar hann benti honum á, aS honum mundi dauSleiSast ef hann dveldist áfram einn síns liSs á hóteli Daniellis og aS morgni hins 15. lögSu þeir úr höfn. Þeir fengu góSan byr af norSaustri, en sjólag frem- ur vont. VeiSarnar voru mjög skemmtilegar og heilnæmt útiloftiS hleypti roSanum fram í kinnar lávarSarins. Hinn 22. var hann orSinn býsna áhyggjufullur vegna lafSi Clementínu og fór meS lestinni til Feneyja þrátt fyrir áköf mótmæli bróSurins. Þegar hann steig af gon- dólnum viS hóteltröppurnar, kom eigandinn á móti honum meS nokkur símskeyti. Art- hur lávarSur þreif þau strax og reif upp. Allt hafSi gengiS aS óskum. LafSi Clementína hafSi dáiS skyndilega nóttina hinn 1 7. Hans fyrsta hugsun var Sybil og hann sendi henni skeyti, þar sem hann sagSist koma meS þaS sama. SíSan skipaSi hann þjóninum aS tína saman föggur hans undir eins, svo hann gæti komizt meS næturlestinni, greiddi bátverjunum fimmfalt far- gjald og hljóp upp til her- bergja sinna glaSur í hjarta. Þar biSu hans þrjú bréf. Eitt var frá Sybil, samúSarfullt og hughreystandi. Hin voru frá móSur hans og lögmanni lafSi Clementínu. Eftir því, sem hann komst næst, hafSi hún snætt kvöldverS meS hertogaynjunni þá um kvöld- iS og hrifiS alla meS fyndni sinni og andagift en kvartaS um brjóstsviSa og fariS snemma heim. Um morguninn fannst hún látin í rúmi sínu. Hún hafSi auSsjá- anlega fengiS hægt andlát. Þá var brugSiS viS skjótlega og sent eftir sir Mathew Reid, en aS sjálfsögSu gat hann ekkert gert. JarSarförin var ákveSin hinn 22. í Beau- champ Chalcote. Nokkrum dögum fyrir andlát sitt hafSi hún gert erfSaskrá sína og á- nafnaS Arthur lávarSi hús- eign sína viS Curzon Street ásamt öllum öSrum eignum sínum, innanstokksmunum, málverkum og lausafjármun- um, nema smámyndasafni sínu, sem hún ánafnaSi syst- ur sinni, lafSi Margaret Ruf- ford og ametysthálsmeni, sem Sybil erfSi. GóssiS var ekki mikils virSi, en hr. Mans- field, lögmanni lafSi Clemen- tínu var mikiS í mun, aS Art- hur lávarSur kæmi strax heim, því marga reikninga þurfti aS greiSa þar eS gamla konan hafSi litla reglu haft á fjárreiSum sínum. GóSsemi lafSi Clementínu snart lávarSinn mjög og hon- um varS ljóst, aS hr. Podgers hafSi ekki svo lítiS á sam- vizkunni. En ást hans á Sybil drottnaSi yfir öllum öSrum tilfinningum og sú vissa, aS hann hefSi gert skyldu sína veitti honum sólarró og vellíS- an. Þegar hann steig úr lest- inni á Charing Cross, var hann fullkomlega hamingju- samur. Merton-hjónin tóku honum tveim höndum. Sybil lét hann lofa sér því, aS láta ekkert valda aSskilnaSi þeirra eftir þaS og brúSkaupiS var á- kveSiS hinn 7. júní. LífiS brosti viS honum á ný, bjart og fagurt og hann tók gleSi sína á ný. En þá var þaS dag nokk- urn, er hann var ásamt Sybil og lögmanni lafSi Clementínu heitinnar aS brenna snjáSum bréfum og fleygja gömlu dóti í húsinu viS Curzon Street, aS unnusta hans hrópaSi allt í einu upp yfir sig af fögnuSi. „HvaS fannstu þarna, Sy- bil?“ sagSi hann brosandi. „Þessa indælu litlu sælgæt- isöskju. Er hún ekki skemmti- lega skrýtin. GefSu mér hana, elsku vinur. Ég veit, aS ég get ekki notaS hálsmeniS fyrr en um áttrætt. “ SAMVINNAN 23

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.