Samvinnan


Samvinnan - 01.01.1964, Side 6

Samvinnan - 01.01.1964, Side 6
Gosið við Vest- mannaeyjar á öðrum degi. Ljósm.: Þorv. Ágústsson. Samvinnan JANÚAR 1964 — LVIII. ÁRG. 1. Útg.: Samband ísl. samvinnufélaga. Ritstjóri og ábyrgðarmaðuir: Páll H. Jónsson. Blaðamaður: Dagur Þorleifsson. Efni: 2. Af tvennum toga spunnið, Páll H. Jónsson. 3. Ritstjóraskipti o. fl. 4. Við áramót, Erlendur Einarsson. 8. Þáttaskil, Guömundur Sveinsson. Níunda skip íslenzka samvinnu- flotans. • 9. Toilar og þjónusta, Páll H. Jónsson. 11. Að Kennedy liðnum, Dagur Þorleifs- son. 12. Frá þingi ICA. 14. Bókaskápu.rinn. 15. Þannig kenndu þeir, Páll H. Jónsson. 16. Ljóð eftir Aðalbjörgu Jónsdóttur. 17. Krossgátan. 19. Framhaldssagan, Venusarbúar, eftir Irwin Shaw. 24. „Surtr ferr sunnan ...“ 26. Á markaðinum. Ritstjórn og afgreiðsla er í Sambands- húsinu, Reykjavík. Ritstjórnarsími er 17080. Verð árg. er 200 kr., í lausasölu kr. 20.00. Gerð myndamóta annast Prentmót h.f. Prentverk annast Prentsmiðjan Edda h.f. Af tvennum toga spunniö Hvaðanæva ur heiminum berast frettir af góðu gengi samvmnuhreyf- ingarinnar. í Alþjóðasambandi samvinnumanna eru yfir 170 milljónir manna. Samvmnusambönd hmna ymsu landa eru hvarvetna öflug og hafa með höndum margs konar þjonustu fynr samvinnufélögin. Nor- ræna samvinnusambandið eflist með hverju ári og finnur fleiri og fleiri úrræði til nytsemdar fyrir samvinnufólkið á Norðurlöndum, enda standa að því háþróuð samvinnulönd. Margir standa í þeirri meiningu, að á bak vð þennan mikla vöxt samvinnusamtakanna í heiminum, standi aðeins aldagömul barátta mannanna um auð og völd, í veröld, sem undanfarin ár hefur í sífellt ríkari mæli virzt mótast af efnishyggju og sjónarmiðum hennar. Þetta er ekki með öllu rétt og er ástæða til að hugleiða það nú í upphafi nýs árs. Rétt fyrir síðustu jól kom út myndarlegt og fagurt jólahefti af sænska samvinnublaðinu Vi, sem jafnframt er afmælishefti, þar sem Vi hefur verið gefið út í 50 ár. í tilefni afmælisins ávarpar formaður Samvinnu- sambandsins sænska, Carl Albert Anderson, lesendur blaðsins. I ávarpi sínu segir Carl Albert meðal annars: „Eins og allir vita er Samvinnusambandið ekki einungis verzlunar- fyrirtæki. Auðvitað eru höfuðviðfangsefni þess á sviði efnahagsmála, en að öðru leyti en því, er það ólíkt venjulegum verzlunarfyrirtækjum Að baki Samvinnusambandsins stendur almenn vakning meðal þjóðar- mnar, og Vi er boðberi þessarar vakningar og menningararfs hennar.“ Og síðar í ávarpinu segir hann: „Andlegar vaknmgar þjóðanna hafa fyrst og fremst tvenns konar einkenni, annars vegar þau, sem stafa frá sérstökum viðfangsefnum hverrar fyrir sig, sem geta þá verið trúmál, íþróttir, bindindi, stjórnmál, sérmal stétta eða samvinnumál, og hins vegar þau, sem eru sameiginleg þeim öllum: draumurinn um vaxandi menningu og batnandi lífskjör. Það leymr sér ekki að þessi vakningararfur er undirstaðan, sem sam- vinnufélögin hafa byggt á og munu halda áfram að byggja á.“ Þessi ummæh hins sænska samvinnuleiðtoga eiga einnig við á íslandi. Hér á landi eru samvinnufélögin ávöxtur vakningar og þau hafa alla tíð verið af tvennum toga, þeim er Carl Albert Anderson réttilega lýsir. kiá upphafi hefur Samvinnunni verið stjórnað í þessum anda. Hún hefur reynt að vera aflgjafi vakmngarinnar um leið og hún hefur stutt af alefli þær efnahagslegu framkvæmdir, sem kaupfélögin og Sambandið hafa haft með höndum. Hún hefur verið tengiliður á milli samvinnu- fólksins í landinu og félagssamtaka þess. Skýringar á viðfangsefnum samvinnufélaganna og sókn og vörn fyrir málstað þeirra er brýn nauð- syn, hér á landi sem annars staðar. Samvinnan mun leitast við að vinna samkvæmt þessu, og reyna af fremsta megni að segja rétt en þola ekki heldur ranglæti. Hún mun leit- ast við að láta sig varða marga hluti og verða til gagns og gleði, eftir því, sem efni standa til. Til þess heitir hún á samstarf og stuðning allra vakandi samvinnumanna. Gleðilegt nýár. Pall H. Jónsson. 2 SAMVINNAN

x

Samvinnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.