Samvinnan


Samvinnan - 01.01.1964, Blaðsíða 31

Samvinnan - 01.01.1964, Blaðsíða 31
Á MARKAÐINUM Á MARKAÐINUM Á MA Stóru verzlanirnar Dönsk húsgögn vinna á í Bandaríkjunum Þess sjást æ greinilegar merki víð- ast erlendis, að framtíðin tilheyrir stóru verzlununum. Þangað getur hús- móðirin sótt allar nauðsynjavörur heimilisins á einu bretti í stað þess að þurfa að leggja á sig langar og þreyt- andi göngur milli margra smábúða á stóru svæði. Þannig fór árið 1962 nærri fjórðungur af heildarsölu danskra kaupfélaga fram í gegnum svokallaða „supermarkeder", enda þótt þeir séu aðeins 6% af heildartölu kaupfélagsbúðanna. Dönsk húsgögn vinna sér stöðugt stærra rúm á bandarískum markaði. Stærsti viðskiptavinur Dana á þessu sviði er kaupfélagið í Greenbelt, sem er nokkurs konar útborg frá Washing- ton. Kaupir það urn 6—7% af hús- gagnaútflutningi Dana. Nú ríkir vaxandi áhugi fyrir því hjá bandarískum samvinnumönnum, að koma sér upp húsgagnaverzlunum að danskri fyrirmynd. Hafa sérfræðing- ar verið gerðir út að vestan til að kynna sér húsgagnaverzlanir danska samvinnusambandsins, sem Banda- ríkjamenn telja til sérstakrar fyrir- myndar í þessum efnum. Kjörbúðum fjöigar stöðugt Vinsældir kjörbúð’anna fara hraðvaxandi. í Evrópu voru árið 1957 um 15.000 kjörbúðir, en í dag er talan komin upp í 100.000. í Danmörk einni saman eru að meðaltali stofnsettar 10 kjör- búðir í viku hverri. hann að bæta honum það upp síðar. „Þegar ég fæ þessi höfuð- veikisköst, vil ég helzt vera einn.“ „Ertu nú alveg viss um það?“ spurði Mac. „Já, alveg viss.“ „Gott og vel. Sjáumst við ekki niðri á hóteli fyrir te?“ „Jú,“ svaraði Robert. Að morði loknu, hugsaði hann, hef ég góða lyst á tesopanum, — eftir morðið eða hvað svo sem skeður. Hann bað til Guðs að sú ítalska léti skíðin strax á sig og upp væri komið og renndi sér af stað með Mac á eftir, svo að þau væru farin áður en hann færi að elta manninn með svörtu húfuna. Nú sveif lyftan yfir síðasta hnjúkinn. Farþegarnir fóru að ókyrrast, laga á sér skíðafatn- aðinn og gera fleiri ráðstafan- ir varðandi förina niður. Robert leit snöggt á Þjóðverjann. Fylgdarkona hans var að binda silkiklút um hálsinn á honum og fór að því heldur óblíðlega, fannst Robert. Hún var á svip- inn einsog matreiðslukona og nefið rautt og klessulegt. Hvor- ugt þeirra leit í áttina til Ro- berts. Ég mun hugsa fyrir kon- unni þegar þar að kemur, hugs- aði hann. Framhaid í næsta blaði Níunda skip .... Framhald af bls. 8. sept. 1946, sem er heimahöfn þess. Síðan hefur hvert skip- þáverandi forstjóra SÍS heillaóskir í vel gerðu og snjöllu erindi. Þegar Mæli- felli nú hefur verið hleypt af stokkunum er ástæða til að Þessi mynd var tekin af Mælifellinu, meðan það var í smíðum. ið af öðru bætzt við í Sam- bandsflotann, þar á meðal stærsta skip landsins, Hamrafell. Þegar Hvassafell kom til hafnar á Akureyri i fyrsta sinn, sendi Sveinn Bjarman taka undir heillaóskir Sveins, „Hossi hamingja og blessi happaskeið á sæ breiðum.“ Samvinnan óskar Skipa- deild SÍS og öllu samvinnu- fólkinu í landinu til ham- ingju með Mælifell. Frá ritstjórn Samvinnunnar Því miður reyndist ekki unnt að koma jólablaðinu til alls þorra lesenda fyrr en eftir ára- mót; olli því prentaraverkfall- ið um miðjan desember. Þykir okkur þetta leitt, en vonum, að lesendur hafi ekki haft síður ánægju af efni blaðsins, þótt það yrði svona seint á ferð- inni. Þannig kenndu .... Framhald af bls. 15. ríkastar af fræðslu um til- gang og eðli kaupfélaganna. Og svo er það enn. Félögin eru það fólk, sem í þeim er. Þess líf er líf kaupfélaganna. Þess vegna er það ekki ein- ungis hagkvæmt að vera kaupfélagsmaður, heldur einnig heillandi. Þar fá æskumenn og konur færi til að vera með í starfinu sjálfu, ekki aðeins að njóta ávaxt- anna, heldur einnig að skapa þá. Páll H. Jónsson, SAMVINNAN 27

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.