Samvinnan


Samvinnan - 01.01.1964, Blaðsíða 18

Samvinnan - 01.01.1964, Blaðsíða 18
Illlll llll BOKAShCAPURINN ■II411II Fyrir nokkrum árum var skólastjóri eins af þekktustu lýðháskólum Norðurlanda i heimsókn til nemenda sinna og vina á íslandi. Ég var vitni að því, er hann í þeirri ferð kom á íslenzkt sveitabýli. Þeg- ar hann gekk inn í stofuna, renndi hann augum um hús- muni og veggi, fór beina leið að bókahillu, þar sem voru nokkrar bækur í fögru bandi, tók eina bókina, fékk sér sæti, lagði hana á kné sér, strauk ástúðlega um spjöld hennar og kjöl, leit til okkar hinna með hlýju brosi og sagði: „Jag álskar böcker.“ Ég hefi hvorki fyrr né siðar séð bók handleikna af svo heitri ástúð, né heyrt um bæk- ur talað af svo mikilli elsku, sem þessi göfugi, aldurhnigni skólastjóri gerði. Ég gleymi því aldrei. Bókaskápur, með vönduðum bókum að efni og frágangi, er heimilisprýði og heimilisfjár- sjóður. Bækur eru mennta- brunnur, þroskameðal og gleði- gjafi. Þær gera lífið auðugra og opna veg til allra veralda. Góð bók á skilið að vera hand- leikin af sama hugarfari og lýsti sér í orðum og athöfnum skólastjórans fyrrnefnda. í þessum þætti mun Sam- vinnan taka upp þann sið, að geta nokkurra þeirra bóka, sem út koma, án þess að um venju- lega ritdóma sé að ræða. Þátt- urinn er hugsaður sem lítil bókahilla til athugunar fyrir þá, sem unna bókum. Indriði G. Þorsteinsson: Land og synir. Bókaútg. Iðunn, Reykjavík 1963. Það sem sker úr um þessa skáldsögu er, aö hún er skrif- uð af skáldi og það er ekki hægt að segja um allar skáld- sögur. Hún er ekki skrifuð til að frelsa heiminn, en hún bregður upp myndum úr hvers- dagslegu lífi í sveit á íslandi á kreppuárunum eftir 1930. Höf- undurinn þekkir það fólk, sem hann er að lýsa, líf þess og land. Og honum þykir vænt um fólkið sem og sögusviðið allt. Það viðhorf gefur sögunni hug- Ijúfan blæ, þótt hún sé að öðr- um þræði hrjúf og engin sig- ursaga. Mál og stíll og öll gerð sögunnar er höfundarins sjálfs. Það gæti enginn hafa skrifað hana nema Indriði G. Þor- steinsson. Útgefandi hefur leyst sitt hlutverk vel af hendi. Prentun og letur er mjög gott og á sinn þátt í að gera bókina eigulega og góða aflestrar. vantar sagnfræðileg landakort, en þeirra er von með síðari hluta bindisins. Þýðing Jónasar Kristjánssonar er mjög góð, málið fagurt og fjölskrúðugt og þess gætir ekki að um þýðingu sé að ræða. Mannkynssaga Will Durants er talin í röð þess bezta, sem um sagnfræði hef- ur verið ritað. Hún gefur sýn yfir söguefnið af háum sjónar- hól, sér vítt til allra átta, en þó er frásögnin gædd litríku lífi. Margra alda gamlir við- burðir verða furðu nálægir og minna um margt á nútímann. Lesandinn hefur sterka til- finningu fyrir því, að hann sé virkilega að lesa um hið líðandi og stríðandi mannkyn. Flest- allir íslendingar fá nú í skól- um nokkra undirstöðuþekkingu í sögu. Rómaveldi er feginsbók til þess að byggja ofan á þá undirstöðu með skemmtilegu sjálfsnámi. Will Durant: Rómaveldi. Bókaútg'. Menningarsj., Reykjavík 1963. Þessi bók er fyrrihluti af einu bindi stórrar mannkyns- sögu, sem höfundurinn hefur samið, en hann er Bandaríkja- maður, sagnfræðingur og rit- höfundur. Jónas Kristjánsson, magister, hefur þýtt bókina, og verði þessu bindi vel tekið, er meiningin að Menningar- sjóður haldi útgáfunni áfram. Bókin er mjög vel út gefin, pappír og prentun í bezta lagi og myndir mjög góðar. 1 hana Guðmundur Böðvarsson: Landsvísur, Bókaútgáfa Menningarsjóðs 1963. Þetta er ljóðabók, yfirlætis- laus en fögur að frágangi og prentun og sönn bókaprýði. Ljóðabækur hafa nokkra sér- stöðu í íslenzkri bókagerð hin síðari ár. Má segJa að um þær hafi skapast eins konar víta- liringur. Bókaútgefendur segj- ast ekki geta gefið þær út, því að það borgi sig ekki, bóksalar geta ekki selt þær, fólkið í landinu les þær ekki, segja menn. Útgefendur auglýsa þær ekki, ritdcmarar skrifa ekki um þær, það borgar sig ekki, og menn gera ógjarna það, sem ekki borgar sig. Mæður og feður vanrækja að kynna börnum sínum ljóð, allmargir af skólum landsins þekkja ekki sinn vitj- unartíma í þeim efnum, þótt fjarri sé, að allir skólar og allir kennarar séu þar undir sömu sök seldir. Það er því margt sem hjálpast að. Ljóðabækur eru í öskustónni. Mín reynsla og náin kynni af ungu fólki í nokkra áratugi eru hins vegar þau, aö það kunni að meta og geti notið góðra ljóða, nú, engu síður en áður, sé hægt að ná til þess og fá það til þess að lesa eða hlýða á ljóð. Og það er hægt, ef menn vilja. Til þess eru ótal tæki- færi. Það er hvenær sem er hægt að rjúfa þennan víta- hring um ljóðin, ef þeir sem bera ábyrgð á honum skilja sinn vitjunartíma. En það tek- ur nokkra stund. Landsvísur Guðmundar Böðv- arssonar hafa öll einkenni þess, sem skáldið hefur oft áð- ur stórvel gert. Skáldleg sýn, vandvirkni, fölskvalaus átt- hagaást og góðvild er einkenni þessarar fallegu bókar. Harald Sehjelderup. Furður sálarlífsins. Al- menna bókafél. Reykja- vík 1963. Höfundur þessarar bókar er þekktasti sálfræðingur Norð- manna. Hann er doktor að nafnbót og prófessor í sálar- fræði við háskólann í Osló. Hann er talinn í röð beztu vís- indamanna á sínu sviði og hef- ur ritað margt um heimspeki og sálarfræði. Bókin er í tveim meginköflum og hefur Gylfi Ásmundsson þýtt fyrri hlutann en Þór Edvard Jakobsson hinn síðari. Bók þessi er harla fróðleg og fjallar um efni, sem mörgum eru hugleikin, eins og sálkönn- un, dáleiðslu, dulræn fyrir- brigði af ýmsum gerðum, mið- ilshæfileika og andatrú. Allt er þetta rætt út frá vísindalegri þekkingu, reynslu og sjónar- miðum. Bókinni er stefnt gegn fordcmum, jafnt „vísindaleg- um“ fordómum, sem fordóm- um venjulegra manna. Hlut- laus lesandi, sem af veikum mætti reynir að leita sér þekk- ingar á persónulegasta við- fangsefni tilverunnar, „furðum sálarlífsins", getur hins vegar ekki varist þeirri tilfinningu, að enn sé skammt komið leit- inni að hinni dýru perlu sann- leikans, einnig á þessu sviði. Einkunnarorð, þar sem vitnað er til frægra vísindamanna, eru á ensku og þýzku, en hafa ekki verið íslenzkuð. Það verður að teljast vafamál, vegna hins fjölda áhugasamra lesenda, sem ekki skilja þær tungur. Þessi bók á vel heima í bóka- skápnum við hlið annarra bóka um sömu efni, þótt af allt öðr- um toga séu spunnar. PH.T. 14 SAMVINNAN

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.