Samvinnan


Samvinnan - 01.01.1964, Blaðsíða 8

Samvinnan - 01.01.1964, Blaðsíða 8
Enlendur Einarsson forstjóri SÍS: . VIÐ . ARAs MOT Við þessi áramót blasa við mörg og stór vandamál með þjóðinni. Margir eru svart- sýnir vegna óvissunnar í efnahagsmálunum. Afkoma atvinnufyrirtækja er í hæsta máta óviss. Rekstursfjár- skortur er meiri en nokkru sinni fyrr. í þessari áramótagrein verður aðeins rætt um þrjú atriði, sem eru stærstu vandamál samvinnufélag- anna í dag, en það eru kaup- gjaldsmálin, verzlunarrekst- urinn og þá sérstaklega verð- lagsákvæðin í verzluninni og í þriðja lagi fjármálin. Kaupgjaldsmálin Um þessi áramót hlýtur mörgum að vera minnisstætt hið almenna verkfall, sem leystist aðeins þrem dögum fyrir jól. Þótt lausn verk- fallanna hafi almennt verið fagnað, horfa menn með nokkrum kvíða til framtíðar- innar. Það mun vera í fyrsta skipti í sögunni, að verzlun- ar- og skrifstofufólk á ís- landi fer í verkfall. Enda þótt verkfall þessara starfshópa stæði aðeins í fjóra daga, fékkst af því mikil reynsla. Þessi reynsla er sérstaklega slæm fyrir samvinnufélögin. Á meðan verzlanir sam- vinnufélaga voru lokaðar vegna verkfalls starfsfólks- ins var meiri hluti kaup- mannaverzlana opinn. Var þetta réttlætt með því, að kaupmenn, er væru eigendur verzlana mættu halda störf- um áfram með skylduliði sínu. Þetta var mjög ójafn leikur og hlýtur að leiða hug- ann að því, ef verkfall á eftir að endurtaka sig í verzlun- inni, hvort samvinnufélögin geti ekki, alveg eins og kaup- menn, haldið búðum sínum opnum með eigendum kaup- félagsbúðanna, sem er sjálft félagsfólkið. Vonandi bera atvinnurekendur og félags- samtök verzlunarfólks gæfu til þess í framtíðinni að leysa kjaramál sín án verkfalla. Það er æði oft vitnað til Svíþjóðar, sem fyrirmyndar- lands hvað viðvíkur kjara- málum. Þar hefur verðlag verið stöðugt undanfarin ár og kauphækkanir miklu minni en hér á landi. Þess má geta hér, að mjög náin og góð samvinna ríkir milli alþýðusambandsins sænska og sænsku samvinnufélag- anna. Þessir aðilar hafa gert með sér sérstakt samkomu- lag, sem meðal annars felur í sér það, að starfsfólk sam- vinnufélaganna fer ekki í verkfall til þess að ná bætt- um kjörum, heldur eru farn- ar aðrar leiðir. Eins og vitað er hafa vandamál efnahagsmála verið mikil hér hjá okkur ís- lendingum síðastliðin tutt- ugu ár, enda hefur íslenzka krónan látið á sjá. Stöðugar víxilhækkanir kaupgjalds og verðlags hafa átt sér stað meðal annars vegna þess hve kaupgjaldssamningar hafa verið gerðir til skamms tíma. í byrjun júnímánaðar árið 1961 gerðu samvinnufélögin samninga við launþegasam- tökin. Var þá samið um 11% kauphækkun fyrir dagvinnu og skyldu samningar gilda um eitt ár, frá 1. júní 1961 til 1. júní 1962 og framlengj- ast þá sjálfkrafa með 4% hækkun til 1. júní 1963. Ef vísitala framfærslukostnað- ar hækkaði yfir 5% fyrra ár- ið og meir en 7% samanlagt síðara árið, skyldu launþega- samtökin hafa rétt til að segja samningunum upp með tilskildum fyrirvara. Segja má, að með þessum samningum hafi verið brotið blað í þróun kaupgjaldsmál- anna, ef rétt hefði verið á spilunum haldið. Það var í lófa lagið að halda fram- færsluvísitölunni innan þess ramma sem markaður var í samningunum og þar með var tryggður vinnufriður í tvö ár. Að áliti stjórnarvald- anna þoldi efnahagskerfið ekki þessa hækkun og gengi krónunnar var lækkað í ág- úst 1961 um 13,8%. Reynslan hefur nú sýnt áþreifanlega, að þetta álit var rangt og er leitt til þess að vita, að stjórnarvöldin skuli enn berj a höfðinu við steininn og telja fólki trú um, að þessi gengisfelling hafi verið nauðsynleg. Með gengisbreytingunni voru ekki aðeins eyðilagðir samningar til tveggja ára og vinnufriður í tvö ár, heldur hófst nú upp mikil styrjöld í launamálunum með þeim árangri að kaup vinnustétt- anna hækkar á árinu 1962— ’63 um 40—50% auk þess sem miklar yfirborganir hafa átt sér stað í ýmsum starfsgrein- um. Þrátt fyrir þessa hækk- un á verkamannakaupi, telja flestir að laun verkamanna í dag séu of lág miðað við ýmsar aðrar stéttir. Hin mikla hækkun á launum op- inberra starfsmanna síðast- liðið sumar ýtti að sjálfsögðu mjög undir launabreytingar hjá öðrum stéttum. í byrjun árs 1964 blasa því við stórkostleg vandamál í efnahagsmálunum vegna þess að atvinnurekstur mun ekki geta staðið undir þess- um mikla kostnaðarauka, sem launahækkanirnar hafa valdið, án meiri háttar ráð- stafana af hálfu stjórnar- valdanna. Hvað er svo til ráða í þess- um málum? Hér verður ekki reynt að finna svar við þeirri spurningu, en aðeins skal vakin athygli á því, að sam- eina verður krafta þjóðar- innar og skapa sterkari stjórn, sem hefur á bak við sig meiri þingmeirihluta en nú er, til þess að unnt verði að fá lausn á þeim miklu vandamálum, sem við blasa. 4 SAMVINNAN

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.