Samvinnan


Samvinnan - 01.01.1964, Blaðsíða 26

Samvinnan - 01.01.1964, Blaðsíða 26
fimmtugsaldurinn, og andlit hans var holdugra en áður, en bar engu að siður vitni hörku og hreysti. Varirnar voru þunn- ar og herptar og gáfu til kynna sjálfstjórn og sjálfsaga. Robert hataði hann. Hann hataði hann vegna morðtil- raunar við fjórtán ára dreng árið 1938; hann hataði hann vegna verka, sem hann hlaut að hafa unnið eða átt þátt í meðan á stríðinu stóð; hann hataði hann vegna dauða föður síns og útlegðar móður sinnar; hann hataði hann vegna þess, sem hann hafði sagt um fal- legu, litlu bandarísku stúlkuna með lambskinnshúfuna; hann hataði hann vegna ósvífninn- ar í augnatillitinu og óbifaðrar orkunnar í andlitsdráttunum; hann hataði hann vegna þess að þessi maður gat horft beint í augu manns, sem hann hafði reynt að drepa og þekkti hann þó ekki; hann hataði hann vegna þess að hann var þarna, berandi með sér hugsjón dauða og hefndar inní þetta silfraða hylki, sem kleif uppí gegnum friðsamlegt helgidagsloft vin- gjarnlegs, gestrisins lands. En fyrst og fremst hataði hann manninn með svörtu húf- una vegna þess, að návist hans gerði hinn dýrkeypta frið, sem Robert síðan í stríðslokin hafði byggt upp með konu sinni og börnum, atvinnu sinni, þessum þægilega og friðsamlega amer- íkanisma, með öllum sínum eiginleikum tilað gleyma og fyrirgefa, að hlægilegri skrýtlu. Þjóðverjinn svipti hann á svipstundu allri jafnvægistil- finningu. Að búa með eigin- konu og þremur börnum á fal- legu, ánægjuríku heimili var óeðlilegt, að hafa nafn sitt í símaskrá var heldur ekki eðii- legt, að taka ofan hattinn fyrir nágrannanum og borga reikn- inga sína var ekki einusinni rétt. Þjóðverjinn rifjaði upp fyrir honum minningar eldra og sannara eðlis — eðlis, sem bauð uppá manndráp, orrustur, njósnir, rán og eyðileggingu. Robert hafði verið farinn að trúa á nýja og bjartari veröld, en Þjóðverjinn í lyftunni hafði nú rænt hann þeirri trú. Aö vísu hafði hann hitt Þjóð- verjann af tilviljun, en sú tilviljun hafði sýnt honum framá, hvað var ótilviljunar- kennt og stöðugt í lífi hans og fólksins í kringum hann. Mac var að segja eitthvað við hann og stúlkan með lamb- skinnshúfuna söng bandarísk- an söng lágri, mildri röddu, en hann nam ekki orð Macs og texti söngsins hafði heldur enga sérstaka merkingu. Hann sneri sér frá Þjóðverj- anum og horfði útum gluggann á snarbratta, snæviþakta fjallshlíðina, sem nú var nærri ósýnileg vegna skýjabólstranna. Hann var hálfruglaður og æst- ur og hugsanirnar, sem þyrluð- ust um í huga hans, voru óljós- ar og einsog huldar móðu, líkt og fjallatindarnir — hann sá fyrir sér manninn með svörtu húfuna liggjandi í snjónum al- blóðugan, og blóðstreymið jókst í sífellu og sjálfur stóð hann yf- ir honum með skammbyssu í hendinni (hvar átti hann að ná í vopn á þessu friðsæla fjalli?), hann fann háls óvinarins milli fingra sér og sá síðasta augna- tillit hans, þrungið skilningi á endurfundinum. Hann sá hend- ur Þjóðverjans fálma örvona eftir festu í harðfrosnum snjónum, sá hann renna fram á fjallsbrúnina og æpa hástöf- um um leið og hann féll nið'ur fyrir hamrana. Og hann sjálfur? Maðurinn, sem lagði á ráðin um hinn full- komna glæp? Kátur morðingi? Réttlátur böðull? Pangi á bak- við dómgrindur, reynandi aö réttlæta glæp sinn? Dæmdur maður, se mmyndi vakna hvern morgun, sem eftir væri lífsins, í fangaklefa? Eða yrði hann náðaður og fengi að snúa aftur til síns fyrra lífs einsog ekkert hefði í skorizt, til litla, snotra hússins, þarsem hann myndi skipa konu sinni og börnum að láta einsog ekkert hefði skeð, þó svo að blóð væri á höndum hans, væri hann ennþá sami ástríki heimilisfaðirinn og áð- ur? Morð. Morð. Menn voru drepnir á hverri klukkustund fyrir miklu smávægilegri yfir- sjónir. Innbrotsþjófar drápu 22 SAMVINNAN

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.