Samvinnan


Samvinnan - 01.01.1964, Side 7

Samvinnan - 01.01.1964, Side 7
RITSTJORASKIPTI Við þessi áramót verður sú þreyting á ritstjórn Samvinn- unnar, að sr. Guðmundur Sveinsson, skólastjóri, lætur af störfum ritstjóra en við tekur Páll H. Jónsson, forstöðumað- ur Præðsludeildar SÍS. Munu samvinnublöðin tvö, Samvinn- an og Hlynur, þá eftirleiðis heyra undir Fræðsludeild. Guðmundur Sveinsson er fæddur í Reykjavík 28. apríl 1921. Lauk stúdentsprófi 1941 og guðfræðiprófi 1945. Var vígður til Hvanneyrarpresta- kalls 1945. Guðmundur stund- aði framhaldsnám í Danmörku og Svíþjóð árin 1948—51 og 1953—54 og lagði þá stund á semísk mál og gamlatesta- mentisfræði. Um tveggja miss- era skeið kenndi hann við Há- skóla íslands. Árið 1955, er Samvinnuskól- inn var fluttur úr Reykjavík að Bifröst, var Guðmundur ráðinn þar skólastjóri og hefur gegnt því starfi síðan. Jafnframt flutningi skólans urðu á hon- um gagngerðar breytingar til samræmis við breytta tíma og aðstæður. Hefur sú tilraun tek- ist með þeim ágætum, sem al- þjóð eru kunn. Samvinnuskól- inn er nú orðinn að glæsilegri menntastofnun á breiðum grundvelli, enda sýna hinar miklu og sívaxandi vinsældir skólans ljóslega, að almenning- ur kann vel að meta það starf, sem þar er unnið. Þennan ár- angur ber fyrst og fremst að þakka Guðmundi Sveinssyni; mótun Bifrastarskólans hefur í öllum meginatriðum verið í höndum hans, enda þótt marg- ir aðrir ágætir menn hafi þar einnig lagt verkdrjúga hönd á plóginn. Árið 1959 tók Guðmundur við ritstjórn Samvinnunnar af Benedikt Gröndal, núv. rit- stjóra Alþýðublaðsins. Hefur undir stjórn Guðmundar verið lögð áherzla á að bæta og fegra blaðið, jafnt efnislega sem í útliti, enda má fullyrða, að Samvinnan skari nú hvað það snertir fram úr flestum eða öllum öðrum tímaritum ís- lenzkum, þeim er almenningi eru ætluð. — Væntir Samvinn- an þess, að hún megi enn um ókomin ár njóta góðs af penna Guðmundar, þótt hann láti nú af ritstjórn blaðsins. — Kvænt- ur er Guðmundur Guðlaugu Einarsdóttur frá Hvanneyri og eiga þau þrjár dætur. Páll H. Jónsson er fæddur 5. apríl 1908 að Mýri í Bárðardal. Nam í Laugaskóla 1925—26, var nokkrum árum síðar óreglu- legur nemandi í Samvinnuskól- anum og stundaði jafnframt tónlistarnám. Tók einnig þátt í nokkrum kennaranámskeið- um, bæði hérlendis og á lýð- háskólanum í Askov í Dan- mörku. Gerðist árið 1933 kenn- ari við Laugaskóla og gegndi því starfi til ársins 1961, er hann réðist til SIS. Páll hefur lagt allmikla stund á ljóðagerð og leikritun; hafa komið út eftir hann tvær ljóðabækur, Nótt fyrir norðan og Á sautjánda bekk, og eitt leikrit, Konan sem hvarf. Þá hefur Páll fengist mikið við tónlistarmál, verið söngstjóri Karlakórs Reykdæla um 28 ára skeið og formaður Kirkjukóra- Guðmundur Sveinsson. sambands Suður-Þingeyjarpró- fastsdæmis frá stofnun þess og þar til hann flutti suður. Hann var um skeið formaður Karla- kórasambandsins Heklu. Sjálf- ur hefur hann og nokkuð feng- izt við tónsmiðar, samið nokk- ur lög fyrir einsöng og kór. Af fyrri afskiptum Páls af sam- vinnu- og félagsmálum má nefna, að í tvö sumur, 1955 og 1956 var hann erindreki Sam- bands íslenzkra samvinnufé- laga. Kvæntur er Páll Rannveigu Kristjánsdóttur frá Fremsta- Felli í Ljósavatnshreppi, og eiga þau fimm börn, þrjár dæt- ur og tvo syni. Samvinnan þakkar fráfar- andi ritstjóra vel unnin verk við blaðið og býður eftirmann hans jafnframt velkominn til starfa. Páll H. Jónsson. • • Orlygur lætur uf störfum Um þessi áramót lætur Ör- lygur Hálfdánarson af störf- um sem deildarstjóri í Bif- röst—fræðsludeild og blaða- maður við Samvinnuna. Örlygur er fæddur í Viðey Örlygur Hálfdánarson. 21. des. 1929. Stundaði nám í Núpsskóla og síðar í Sam- vinnuskólanum, en þaðan lauk hann prófi 1954. Vann um hríð hjá Upplýsingaþjónustu Bandaríkjanna, en að loknu námi í Samvinnuskólanum eitt ár hjá Samvinnutryggingum, en réðist síðan til Fræðslu- deildar SÍS. Starfaði hann þar sem fræðslufulltrúi og ritstjóri starfsmannablaðsins Hlyns, unz hann sumarið 1960 gerð- ist deildarstjóri Bifrastar— fræðsludeildar og blaðamaður við Samvinnuna. Örlygur hefur haft allmikil afskipti af stjórnmálum og fé- lagsmálum, meðal annars í Starfsmannaféiagi SÍS og landssamtökum verzlunar- manna. Sem stendur er hann formaður Samb. ungra Fram- sóknarmanna og á sæti í mið- stjórn Framsóknarflokksins. Kona Örlygs er Þóra Þor- geirsdóttir frá Gufunesi og eiga þau þrjá syni. Samvinnan kann Örlygi beztu þakkir fyrir vel unnin störf við blaðið og óskar hon- um allra heilla í framtíðinni. SAMVINNAN 3

x

Samvinnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.