Samvinnan


Samvinnan - 01.01.1964, Blaðsíða 11

Samvinnan - 01.01.1964, Blaðsíða 11
En yfir erfiðleikana er hcegt að komast á tiltölulega skömmum tíma ef mótuð er vit- urleg stjórnarstefna, sem setur verðbólguna í sóttkví. almennari og keðjuverkan- irnar komu svo niður á bæði framleiðslu og viðskiptum. Ástandiö í þessum þætti efnahagsmálanna er því í hæsta máta alvarlegt og þeir sem peningamálunum stjórna, verða að gera sér grein fyrir því, hve hér er um alvarlegt mál að ræða. Framleiðslan er þegar farin að bíða tjón vegna rekstrar- fjárskorts. Hinar óbeinu af- leiðingar þessarar fjárhags- kreppu eru svo þær, að stjórnendur fyrirtækja, sem ættu fremur öllu öðru nú, að einbeita kröftum sínum að vinnuhagræðingu, bættu skipulagi og aukinni tækni, eyða kröftum sínum í fjár- málaflækjur, sem virðast ó- leysanlegar. Til þess að mæta þeim erf- iöleikum, sem fjármálaá- standið hefur skapað, hefur Sambandið ákveðið að gera róttækar ráðstafanir innan sinna. vébanda. Á stjórnar- fundi, er haldinn var seinni hluta nóvembermánaðar og á kaupfélagsstjórafundi, sem haldinn var í Reykjavík 21.— 22. nóvember, var ákveðin stefna boðuð og ályktuð á fundunum. Þessi stefna felur í sér meðal annars eftirfar- andi: 1. Stöðvun á fjárfestingu, meðal annars með því að byrja ekki á neinum nýj- um framkvæmdum á árinu 1964. 2. Draga verulega úr verzl- unarlánum. 3. Herða á innheimtu úti- standandi skulda. 4. Setja upp aukið eftirlit með fjárbindingu í vöru- birgðum og öðrum kostn- aðarliðum. 5. Vinna að vinnuhagræö- ingu af fremsta megni. Eirda þótt samvinnufélögin geti gert vissar lagfæringar innbyrðis á fjárhagsmálum sínum, þá hlýtur hitt þó að skipta verulegu máli, hvern- ig stefnan verður mörkuð í fjármálum og efnahagsmál- um á komandi mánuðum. í því sambandi er rétt að vekja athygli á því, að varhugavert getur verið að leysa efna- hagsmálin með fjármálaað- gerðum eingöngu, þar sem ekki er tekið tillit til mis- munandi þarfa fyrirtækja og framleiðenda. Beina verður fjármagni til framleiðslunn- ar og þeirra starfsgreina, sem auka mest þjóðartekjurnar. íslenzkt þjóðlíf hefur sér- stöðu. Þjóðin er fámenn og atvinnurekstur einhæfur, og þess vegna gilda ekki ætíð sömu aðgerðir hér á landi og notaðar eru með góðum árangri hjá háþróuðum iðn- aðarþjóðum, þar sem sjálf- sagt þykir að atvinnufyrir- tæki eignist eigið fjármagn og leysi f járhagsþörf sína að verulegu leyti á þann hátt. Niðurlag Eins og drepið er á hér í upphafi, er ástand efnahags- máia mjög ótryggt um þessi áramót. Fjárhagsmál fyrir- tækja, bæði samvinnufélaga og annarra eru erfið og framundan ríkir mikil óvissa. Verðlagsákvæði í verzluninni eru það óraunhæf, að ýms- um smásöluverzlunum er hætta búin með rekstur sinn no- eet.a þar orðið stór slys, ef ekki fæst nein leiðrétting. Verz'unin er hætt að eignast eieið fjármagn að ráði og lán til verzlunarinnar eru tak- mörkuð. Kiaramálin eru m jög vandasöm og því velt- ur mikið á. að þau geti ievstst farsællega. En þrátt fyrir alla erfið- leikana sem við blasa um bessi áramót, barf þióðin að vera mmnug þess, að hún er d.ugmikil og hefur svnt, þó fámenn sé, að hún getur framleitt bað mikið að lands- menn get.i vfirleitt búið við sæmileg lífskjör í landi sínu. Barát.tan um skintingu arðs- ins af framleiðslunni má ekki verða það hörð og ó- sanngiörn, að innbvrðis deil- ur set.ii allt úr skorðum. Vandamálið er hins vegar að tryggja það, að atvinnu- fyrirtækin geti haft eðlileg- an rekstursgrundvöll og stuðlað að upnbyggingu og aukinni framleiðslu og að hinar ýmsu stéttir þjóðfé- lagsins geti fengið sann- gjarna hlutdeild í fram- leiðslunni með vinnu sinni. Allt eru þetta mál, sem búið er að glíma við um áratugi og lausnin hefur ekki fund- izt enn. Við stöndum þeim mun ver við þessi áramót en stundum áður, að búið er að nota sterk meðul, sem ekki hafa borið árangur, öllu heldur gert ógagn. En yfir erfiðleikana er unnt að komast á tiltölulega skömmum tíma, ef viturleg stjórnarstefna er mótuð og unnt er að sameina nægilega stóran hluta þjóðarinnar um stefnuna, þá stjórnarstefnu, sem setur verðbólguna í sótt- kví. Ég vil svo að lokum skora á allt samvinnufólk að standa vel saman um félögin og Samvinnuhreyfinguna á árinu 1964. Hlutverk sam- vinnufélaganna er stórt og mikið í hinu íslenzka þjóð- lífi. Með því að efla sam- vinnufélögin eru byggðir traustir, þj óðlegir hornstein- ar í íslenzku þjóðlífi. Það er sannfæring mín, að með traustri samvinnu og sam- stöðu getum við leyst þau vandamál, sem við blasa. Öllu samvinnufólki sendi ég beztu árnaðaróskir og kveðjur og óska því og lands- mönnum öllum árs og friðar. Erlendur Einarsson. ★ SAMVINNAN 7

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.