Samvinnan


Samvinnan - 01.01.1964, Blaðsíða 12

Samvinnan - 01.01.1964, Blaðsíða 12
ÞÁTTASKIL Um leið og undirritaður hættir afskiptum af tímaritaútgáfu sam- vinnuhreyfingarinnar, sem um skeið hefur verið felld undir fræðslumiðstöð hennar í Bifröst, virðist eðlilegt, að þeirri breytingu fylgi nokkur greinargerð af hans hendi. —O— Fræðslumiðstöðin í Bifröst er enn I fyrstu mótun. Tekizt hefur að hasla nokkrum hluta skólastarf- semi samvinnuhreyfingarinnar þar völl, þ. e. a. s. Samvinnuskólanum sjálfum. Önnur skólastarfsemi, svo sem Bréfaskólinn hefur ekki fengið þar fast aðsetur, þótt honum eigi að vera þaðan stjórnað. Námskeið- in, er vera áttu þriðja grein skóla- starfsemi hreyfingarinnar, hefur orðið nokkur hornreka síðustu árin, sumpart vegna lítils áhuga al- mennings í landinu fyrir slíkum skólarekstri, en sumpart vegna hins, að ekki hefur gefizt nægilega mik- ill tími til undirbúnings og skipu- lagningar þessa mikilvæga þáttar. Er það samt skoðun undirritaðs, að einmitt í þeim þættinum kunni að liggja tiltækustu möguleikarnir að leysa ýmis þau vandamál starfs- mannahalds samvinnufélaganna, er erfiðust hafa reynzt síðustu árin. Meðan verkefni, er snerta ein- földustu uppbyggingu fræðslumið- stöðvar samvinnuhreyfingarinnar í Bifröst bíða þannig úrlausnar og ýmsar aðstæður virðast ótvírætt benda til, að endanleg lausn þeirra sé ekki á næsta leyti, en mikið og vaxandi starf framundan að auka skólastarfsemina verulega og gera hana fjölþættari, virðist full á- stæða til að forðast að dreifa kröft- um, sem Bifröst eru tengdir með því að ætla þeim afskipti af enn fleiri þáttum og óskyldari. Þar um skiptir engu, þótt skipulagning og sundurgreining verkefna hafi áður verið hugsuð á annan veg. Aðstæður dagsins í dag krefjast, að skólaþátt- ur fræðslustarfseminnar fái að þró- ast ótruflaður af annarlegum verk- efnum, og þeir, sem honum sinna, séu leystir undan vanda þeirra. —O— Tímaritaútgáfa samvinnuhreyf- ingarinnar hlýtur að verða einn höfuðþátturinn í fræðslustarfi hennar. Nauðsynlegt er, að lausn verkefna hans sitji í fyrirrúmi hjá þeim, er hann annast. Slíkt getur naumast orðið, ef tímaritaútgáfan er sett við hlið skólastarfseminnar. Það er því einnig af virðingu fyrir hinum merka þætti ritaðs orðs til útbreiðslu og eflingar samvinnu- hugsjónarinnar í landinu, að sú freisting er yfirunnin að auka veg sinn með verkefnum, sem látin eru sitja á hakanum, þegar skyldan við hið lifandi orð kennslunnar kallar. Ég sé sérstaka ástæðu til á þess- um tímamótum að þakka sam- starfsmönnum mínum öllum við tímaritaútgáfuna, sem eiga með mér draumsýnina um menningar- miðstöðina í Bifröst, er gæti orðið virkt og sérstætt afl í hugsjónabar- áttu samvinnuhreyfingarinnar, ekki sízt vegna þess, að þar er stefnt öfugt við stundarþróun ís- lenzks þjóðfélags, er öllum þáttum hrúgar saman í Reykjavík og vill koma þeirri trú á framfæri við ís- lendinga, að utan Reykjavíkur sé algert myrkur menningarlega. Guðmundur Sveinsson. m 03 Níunda skip íslenzka samvinnu- flotans Myndin sýnir uppdrátt af liinu nýja samvinnuskipi. Hinn 3. desember sl. hljóp af stokkunum í skipasmíða- stöðinni Aukra Bruk A/S í Noregi skip það, er Samband íslenzkra samvinnufélaga á þar í smíðum. Frú Borghildur Jónsdóttir, kona Jakobs Frí- mannssonar formanns SÍS, gaf skipinu nafn. Það heitir Mælifell og heimahöfn þess verður Sauðárkrókur. Þetta er vöruflutningaskip, 2750 burðarlestir, sérstaklega ætlað til flutnings farma einnar tegundar, t. d. á lausu korni. Aðalvél skipsins verð- ur af Deutz gerð, 2150 hest- öfl og ganghraði með fulla hleðslu er áætlaður 13 sjó- mílur. Það er byggt eftir ströngustu kröfum um gerð slíkra skipa og er með ýmsar nýjungar í útbúnaði. Það er sérstaklega styrkt til siglinga í ís og með tilliti til hinna erfiðu hafnarskilyrða við strendur íslands. Það er gleðiefni allri þjóð- inni, þegar nýtt og gott skip bætist í siglingaflotann. Sér- stakt fagnaðarefni er það Samvinnufólkinu, að eignast nú með nýju ári níunda sam- vinnuskipið. Fyrsta skip Sambandsins var Hvassafell. Kom það til Akureyrar 27. Framhald á bls. 27. 8 SAMVINNAN

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.