Samvinnan


Samvinnan - 01.01.1964, Blaðsíða 13

Samvinnan - 01.01.1964, Blaðsíða 13
Tollar og þjónusta Áramótin eru þau tíma- mót, sem orka mest á flesta menn og vekja þeim heitar tilfinningar. Einna sterkust þeirra tilfinninga er eftirsjá. Menn sakna liðins árs og finna þá betur en annars og sjá sem stækkaða mynd margt það, er þeir vildu hafa gert, en létu ógert, og eins hitt, sem gert var, en betur hefði mátt fara. Sú önnur tilfinning, að vera þakklátur fyrir það, sem þrátt fyrir allt tókst að gera á ári, sem reynzt hefur ótrú- lega stutt, lætur minna að sér kveða. Væri þó holt að leiða hugann einnig að því og eins hinu, hversu auðveld- lega hefði svo mátt fara, að engu hefði verið áorkað. Áramótin eru öðru fremur persónulegur viðburður og leiða huga manna einkum að eigin málefnum. En hið sama gildir um margt, hvað fyrir- tæki og félagssamtök áhrær- ir og einstaklingana, enda ekki furða, þar sem allt eru það mannanna verk, mótuð af þeim og stjórnað, þeim til hróss, þegar vel gengur og áhyggjuefni ef miður fer. Og eins og engum borgara þjóðfélagsins hefur tekizt á liðnu ári að leysa allan vanda, er að höndum bar, hefur félagssamtökum al- mennings ekki tekizt það heldur. Þrátt fyrir það eru þau enn sem fyrr þýðingar- mikil fyrir þjóðina alla og er vandséð hvernig hún væri á vegi stödd ef þeirra nyti ekki við. Það er regla, að leiðtogar þjóðfélagsins geri í alllöngu máli grein fyrir straumum og stefnum um áramótin. Bera þessar greinar þeirra meiri vott um hógværð og örlítið bróðurlegra hugarfar en venjulegt er um stríðs- glaða menn. Svo var ekki sízt um nýliðin áramót. Er það sannarlega ánægjuefni, að leiðtogar þjóðarinnar munu oftar hafa notað orðið „sam- vinna“ í ræðum og greinum við þessi áramót en áður fyrr. Einkum væri gleðilegt ef þeir sýndu í verki, að alvara byggi að baki þess orðs um lausn vandamála þjóðlífsins. í myndarlegri og hógværri grein forsætisráðh., Bjarna Benediktssonar, er vikið að samvinnufélögunum. Verður ekki annað skilið af oröum ráðherrans, en að samvinnu- félögunum hafi að undan- förnu af ráðnum hug verið beitt góðri ríkisstjórn til ó- þurftar og þau verið látin leggja stein í götu nauðsyn- legra og þjóðhollra fyrirætl- ana. Er þeim í ríkum mæli kennt um, hversu nú horfir erfiðlega í ýmsum þáttum efnahagslífsins. Þetta hefði ráðherrann ekki átt að segja. Það sem hann mun eiga við, fyrst og fremst, er enn einu sinni lausn verkfallanna 1961 og hlutdeild samvinnufélag- anna í þeirri lausn. Það hef- ur verið marg sýnt fram á með fullum rökum, sem aldrei hafa verið afsönnuð, að samvinnufélögin báru ekki ábyrgð á því að verk- föll voru skollin á, að búið var að hækka kaup vissra starfshópa (Vestmannaeyj- ar), búið var að leita sátta og engan árangur borið, að allt benti til þess, að barátt- an yrði bæði hörð og löng til óbætanlegs tjóns fyrir þjóð- ina alla, að samvinnufélögin áttu mjög mikilla hagsmuna að gæta, allt atvinnulíf .landsmanna var að stranda og að þeir samningar sem tókust voru hagstæðir og gátu orðið grundvöllur langs vinnufriðar, ef ný slys hefðu ekki að höndum borið. Ríkis- stjórnin hlaut að vera sam- vinnufélögunum þakklát fyrir þeirra þátt í lausn deil- unnar. Það að verkföllin voru skollin á og eins hitt, að gengisfellingin að þeim lokn- um olli sárri gremju og ófriði um allt land, gátu samvinnu- félögin ekki með nokkru móti ráðið við. Því fer fjarri, að ríkis- stjórnir hafi ástæðu til að anda köldu til samvinnufé- laganna. Þau eru handhöf- um stjórnarvaldsins sannar- lega innan handar á fleiri en einn hátt og inna af höndum mikils háttar þjónustu þeim til nytsemdar. Hér skal að- eins bent á tvennt. Margoft hafa samvinnufé- lögin hlaupið undir bagga þegar einkaframtakið hefur ekki treyst sér til, eða séð sér nógu mikinn hag í því að halda atvinnurekstri áfram og þegar þjóðfélagið og lána- stofnanir þess hafa brugðist þeirri skyldu að efla nýja atvinnu. Má sjá þess mörg dæmi í sjávarplássum allt í kringum landið og hafa þó landbúnaðarhéruðin allt frá byrjun verið meginstoð sam- vinnufélaganna. Bjargráð kaupfélaganna vegna fólks- ins í sjávarþorpunum, svo dæmi séu nefnd, hafa sann- arlega ekki verið félögunum hagkvæm, heldur þvert á móti. En þau hafa hjálpað fólkinu, sem fyrir bjó á staðnum. Ekki hefur nein ríkisstjórn ástæðu til að van- meta það. Skattheimta kaupfélag- anna og annarra samvinnu- fyrirtækja fyrir ríkissjóð er engin smáþjónusta. Sem dæmi má nefna, að af hverju litlu og ódýru bollapari, sem kaupfélögin útvega félags- mönnum og sem í innkaupi kostar kr. 5.79, innheimtir félagið hjá kaupandanum kr. 6,16 í toll til ríkissjóðs og þar að auki kr. 0,61 í söluskatt, sem rennur í sama sjóð. Af ódýru kjólaefni úr bómull, sem kostar í innkaupi kr. 10,76 metrinn, innheimtir fé- lagið kr. 7,23 af hverjum metra í toll og þar að auki kr. 0,77 í söluskatt. Þurfi hús- móðir að kaupa sér pott til að elda í mat handa heimilis- fólkinu, kostar einn slíkur pottur í innkaupi kr. 159,77, tollur er 170,53 og söluskatt- ur kr. 13,70. Hvort tveggja innheimtir kaupfélagið. Kaupi húsmóðir hrærivél, sem í innkaupi kostar kr. 1.832,00, innheimtir félagið kr. 1.542,00 í toll og kr. 134,00 í söluskatt til ríkissjóðs. Sams konar þjónustu inna allir þeir af hendi, sem verzl- un stunda. En þetta mættu allar ríkisstjórnir muna og hafa sízt allra ástæðu til að anda köldu til verzlunarinn- ar. Auðvitað þarf ríkissjóður tekjur og auðvitað verður að innheimta þær. Sé viturlegt að afla þeirra á þennan hátt og láta verzlunina sjá um innheimtuna í svona stórum stíl, verður hún að hafa það svigrúm og aðstöðu er þörf- in krefur. Samvinnufélögin biðja ekki um sérréttindi til verzl- unar. En þau biðja um góð- vild, vinnufrið og frelsi. P.H.J. Samvinnufélögin eru handhöfum stjórnar- valdsins innan handar um mikilsháttar þjón- ustu þeim til nytsemdar. Þannig hafa þau margsinnis hlaupið undir bagga þar sem einkaframtakið hefur ekki treyst sér til. Þá er skattheimta kaupfélaganna og annarra samvinnufyrirtœkja fyrir ríkissjóð engin smáþjónusta. SAMVINNAN 9

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.