Samvinnan - 01.01.1964, Blaðsíða 19
ÞANNIG KENNDU ÞEIR
Leiðtogar kaupfélaganna
hafa frá upphafi talið það
skyldu sína, bæði gagnvart
kaupfélögunum sjálfum og
öllum almenningi í landinu,
að útbreiða þekkingu á sam-
vinnustefnunni og eðli og
tilgangi félaganna. Svo var
einnig hér á landi. Þegar á
fyrstu árum voru vaskir
menn sendir út af örkinni til
þess að halda fundi og flytja
erindi um samvinnumál og
eiga viðræður manna á með-
al. Þekktastir og víðförlastir
þeirra, sem fyrr á árum
höfðu þennan starfa með
höndum voru þeir feðgar
Sigurður Jónsson bóndi í
Yztafelli, sem einnig var um
mörg ár ritstjóri Tímarits
kaupfélaganna og Jón bóndi
á sama stað, sonur Sigurðar.
En margir aörir lögðu hönd á
plóginn.
Árið' 1917 sendi Kaupfélag
Eyfirðinga, sem þá naut enn
að nokkru forystu Hallgríms
Kristinssonar, en þó að
mestu Sigurðar bróður hans,
vaskan bónda á bezta aldri,
Hólmgeir Þorsteinsson frá
Hrafnagili, norður í Svarfað-
ardal til þess að kynna kaup-
félagið. Hólmgeir efndi til
nokkurra funda í sveitinni
og flutti þar erindi. Fund-
irnir voru vel sóttir, fólk
þessa fagra dals kunni vel
að meta þá nýjung.
Hólmgeir útskýrði í erindi
sínu grundvallaratriði kaup-
félaganna, eins og þau eru
víðast um heim. Þá hafði
Hallgrímur Kristinsson fyrir
ellefu árum innleitt reglurn-
ar frá vefurunum í Rochdale
í Kaupfélagi Eyfirðinga. Það
var nýjung hér á landi, þar
sem öll íslenzk kaupfélög til
þess tíma höfðu verið pönt-
unarfélög. Hólmgeir hafði þvi
frá mörgu að segja og um
margt að tala.
Það er ekki ófróðlegt að
kynnast því hvernig boðber-
ar samvinnufélaganna á
fyrri árum birtu kenningar
sínar.
Ég tek því hér upp kafla
úr ræðu Hólmgeirs, bæði til
fróðleiks og skemmtunar.
Eins og góðir kennarar,
kenndi hann í dæmisögum.
Eftir að ræöumaöur hafði að
nokkru rakið sögu kaupfé-
lagsins og baráttu þess í
harðri samkeppni við mynd-
arlega kaupmenn á Akureyri,
sýndi hann fram á hvernig
sú barátta hefði einmitt
þroskað félagshyggjuna og
eflt trú manna á málstað
samtakanna. Síðan sagði
hann orðrétt:
„Það er ekkert til, sem
þroskar og eflir eins vel og
mótstaðan — ákveðin mót-
staða. Þá kemur þróttur og
þroski einstaklingsins fyrst
fyllilega í ljós. Þá er ekki um
annað að gera en herða sig
og halda í horfinu, og helzt
að sækja fram, annars að
dragast aftur úr. Það er
þetta, sem að mínu áliti hef-
ur mest þroskaö kaupfélags-
mennina þar innfrá (þ. e. á
Akureyri). Ég vil leyfa mér
að taka tvö dæmi af handa-
hófi til að sýna staðfestu og
kaupfélagslegan þroska
þeirra, sem hlut áttu að máli.
Það var römu ári eftir að
stríðið hófst (heimsst. fyrri),
að það fréttist að stærstu
kaupmennirnir á Akureyri
ætluðu að selja kornvöru-
tunnuna átta krónum lægra
en kaupfélagið. Ég skal ekk-
ert um það fullyrða, hvort
þetta í sannleika hefur kom-
ið til orða, enda skiptir það
minnstu máli í þessu sam-
bandi. Ég átti tal um þetta
við einn kaupfiMagsmann,
hygginn bónda, og spurði
hann hvort hann mundi ekki
heldur fara að verzla við
kaupmenn, ef þet: a verð yrði
á kornvöru hjá þcim. „Nei“,
svaraði hann einciregið, „þótt
tunnan yrði níu krónum dýr-
ari í kaupfélaginu, tæki ég
hana heldur þar“ Og ég ef-
aðist ekki um þaó af því ég
þekkti manninn vel, að hann
hefði staðið við þei.ta, ef til
hefði komið. Honum var
auðsæ afleiðingin og til-
gangurinn.
í endalok sumarkauptíðar
1916, var um tíma heldur
hörgull á matvöru í kaupfé-
laginu, einkum hveiti. Þá
kom einn kaupfélagsmaður
með ull sína. Hann átti bróö-
ur á Akureyri, sem var kaup-
maður. Kaupmaðurinn var
til með að fá ullina hjá bróð-
ur sínum og gefa honum
sama verð fyrir hana og
kaupfélagiö áætlaði, og hann
átti líka nóg hveiti. En bónd-
inn lét nú samt ullina í
kaupfélagið og sendi hesta
sína strax lausa til baka.
Kornvöruna, sem hann í það
sinn fékk hjá kaupfélaginu,
reiddi hann undir sér í
hnakknum. Og þegar hann
fór með skjatta sína framhjá
búð bróður síns, stóð kaup-
maðurinn í dyrunum með
breiðu glotti og háösglósum
um kaupfélagsverzlunina. En
að launum fékk bóndinn um
áramótin 5 aura uppbót á
ullarkílóið og 12% afslátt af
skjöttunum sínum.“
Og síðan hélt ræöumaöur
áfram:
„Ég bið ykkur að taka það
ekki svo, að ég álíti að ekki
séu til menn hér í þessu
byggðarlagi, sem svona hefðu
breytt. Langt í frá. Ég efast
ekki um að þeir séu til og
þaðan af síður efast ég um
aö til séu efni í fleiri slíka
menn. Nei, ég tek þessi dæmi
til að sýna hvernig hinn
sanni og staöfasti kaupfé-
lagsandi birtist og rétti
skilningur á kaupfélagsmál-
um.“
Þannig kenndu þeir, leið-
togar kaupfélaganna í þá
„gömlu daga“, daga, sem þó
eru alltaf ungir. Kaupfélög-
in voru í sterkum tengslum
við hið daglega líf. Dæmi-
sögur úr iífinu sjálfu voru
Framhald á bls. 27.
„Þótt tunnan vœri níu krónum dýrari i kaup-
félaginu, tœki ég hana heldur þar‘, sagði ey-
firzkur hóndi í upphafi þessarar aldar. Þann-
ig dœmisögur úr lífinu sjálfu eru ríkastar af
frœfislu um tilgang og eÖli kaupfélaganna, nú
sem fyrr.
SAMVINNAN 15