Samvinnan


Samvinnan - 01.01.1964, Side 9

Samvinnan - 01.01.1964, Side 9
Undanfarin ár hafa verið í gildi verðlags- ákvœði, sem eru óraunhœf og ekki í samrœmi við óhjákvcemilegan reksturskostnað verzl- unarinnar í dag. Á þetta ekki hvað minnstan þátt í auknum erfiðleikum verzlunarinnar á síðastliðnu ári. Verzlunarreksturinn Þrátt fyrir miklar fram- kvæmdir og öra eftirspurn eftir mörgum vöruflokkum, hefur verzlunin búið við vaxandi erfiðleika á síð- astliðnu ári. Kemur þar til, fyrst og fremst, stór- aukinn reksturskostnaður, skortur á rekstursfé og svo það sem ekki veldur hvað minnstu, að verðlagsákvæði, sem gilt hafa undanfarin ár eru óraunhæf og ekki í sam- ræmi við þann reksturs- kostnað verzlunarinnar, sem nauðsynlegur er í dag til þess að uppfylla óskir neytenda um aukna þjónustu. Það er því augljóst mál, að verð- lagsákvæðin, sem í gildi eru í dag eru ekki í anda þeirra laga, sem sett voru á sínum tíma. Þegar hinar umfangsmiklu ráðstafanir voru gerðar í efnahagsmálum í febrúar 1960 var stórkostlega gengið á rétt verzlunarinnar. Var þá sagt, að verzlunin yrði að taka á sig nokkra byrði. Síð- an átti að lagfæra þetta, þegar „viðreisnin“ væri búin að kippa öllu í lag. Þær aðgerðir, sem komu harðast niður á verzluninni með ráðstöfunum í febrúar 1960 voru: lækkun á álagn- ingu um 23%, vextir voru stórhækkaðir og mjög þrengdist um rekstursfé verzlunarinnar meðal ann- ars vegna gengisbreytingar- innar. Þá var söluskatturinn í smásölu mjög óhagstæður fyrir samvinnufélögin að minnsta kosti. Það er vitað, að söluskatturinn kemur ekki allur til skila. Um þá skatt- heimtu gildir það sama og með aðra skatta. Mörg skatt- framtöl eru ekki rétt, og tekj- ur, sem eiga að réttum lögum að renna í ríkissjóð, lenda annars staðar. Samvinnufé- lögin hins vegar greiða sölu- skatt eins og vera ber; þau telja rétt fram. Það var yfir- sjón hjá stjórnarvöldunum að leggja á smásöluskatt. í stað þess hefði átt að inn- heimta skattinn í heildsöl- unni. Rökin eru augljós. Ein- faldara fyrirkomulag, færri framteljendur og því auð- veldara að hafa eftirlit með því að rétt sé talið fram. Þetta sáu Danir greinilega, þegar þeir tóku upp söluskatt fyrir tveimur árum og á- kváðu þeir að innheimta skattinn aðeins í heildsöl- unni. Þeir sáu greinilega kostinn, sem þessu var sam- fara. Um verðlagsmál verzlun- arinnar er það að segja, að mörg smásölufyrirtæki standa nú mjög höllum fæti. Það kemur æ betur í ljós, að sú aukna þjónusta sem veitt er í hinum nýtízku kjörbúð- um er ekki í neinu sam- ræmi við rekstursafkomuna. Stofnkostnaður við að koma upp nýjum verzlunum með kæliborðum og tilheyrandi er mjög hár, meðal annars vegna þess hve ríkið hirðir háa tolla af tækjum þeim, sem hinar nýju verzlanir þurfa á að halda. Síðan núgildandi verðlags- ákvæði voru sett árið 1960, en þá var álagningin lækkuð um 23% eins og áður hefur verið tekið fram, hefur orðið gífurleg hækkun á öllum reksturskostnaði. Á þessum tíma munu laun hafa hækk- að um 60—70%. Aðrir kostn- aðarliðir hafa hækkað mjög mikið. Um þetta liggja fyrir skýrslur í kaupfélögunum og sýna þær ótvírætt, hve sölu- launin, sem skömmtuð eru nú með verðlagsákvæðunum, eru í litlu samræmi við verzl- unarkostnaðinn. Nú hafa verzlunarsamtök- in hvað eftir annað á und- anförnum árum leitað eftir leiðréttingu þessara mála hjá stjórnarvöldunum. Ár- angur hefur orðið sáralítill og má segja, að verzlunin hafi verið dregin á asnaeyr- um í þessu máli. Rök stjórn- arvaldanna fyrir því, að ekki megi breyta álagningu er sú, að það mundi auka dýrtíð- ina og koma í veg fyrir að hægt væri að halda efna- hagsmálunum í hæfilega miklum skorðum. Reynslan sýnir hins vegar, að dýrtíð og verðbólga hefur þotið upp, þrátt fyrir það, að verzlunin hefur orðið að þola hið mesta ranglæti í þessum efnum miðað við ýmsar aðrar grein- ar atvinnulífsins. Ekki stendur á verðhækkun hjá ýmsum stofnunum ríkis og bæja, þegar kaupbreytingar hafa átt sér stað. Má þar nefna Rafveitur, Hitaveitu, Strætisvagna, Póst og síma. Eftir hverja kauphækkun hækka taxtar þessara stofn- ana, en taxtar verzlunarinn- ar hafa verið óbreyttir síðan 1960, er þeir voru lækkaðir um 23%. Þeir stjórnmálamenn ís- lenzkir, sem halda þvi fram, að verðlagsákvæði séu nauð- synleg til þess að verzlunin hlunnfari ekki neytendur, ættu að líta sér nær og íhuga hvernig ríkið og ýmsar opin- berar stofnanir fara að í þessum efnum. Þá ber þess einnig að geta, að hlutur rík- isins í útsöluverði ýmsra vara er mjög hár. í febrúar 1960 hækkaði ríkið söluskatt í tolli um 8,8% og setti á 3% söluskatt í smásölu. Þessir skattar standa enn, enda þótt söluskattur í tolli skyldi aðeins gilda til ársloka 1960. Þessi sérstaki skattur var felldur inn í nýju tollskrána á síðastliðnu ári. Það er ekki verzlunará- lagningin, sem er orsök hins háa vöruverðs á ýmsum varningi hér á landi. Það er miklu fremur álagning rík- isins. Þetta þurfa menn að gera sér ljóst, bæði neytend- ur og þeir stjórnmálamenn, sem telja nauðsynlegt að SAMVINNAN 5

x

Samvinnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.