Samvinnan


Samvinnan - 01.01.1964, Blaðsíða 17

Samvinnan - 01.01.1964, Blaðsíða 17
urlöndum breikkar með hverju ári sem líður. Hlutur Alþjóðasambands samvinnu- manna í aðstoð við þróunarlöndin miðast fyrst og fremst við það að efla og koma á fót samvinnufélögum í þessum löndum. Gerði Bournemouth- þingið sérstaka ályktun varðandi þetta mikilsverða mál, þar sem meðal ann- ars var vakin athygli á hraðvaxandi þörf þróunarlandanna fyrir aðstoð sérfróðra manna við að efla hjá sér samvinnustarfsemi, sem talin er eðli- legur og nauðsynlegur liður í efna- hagslegri og félagslegri þróun land- anna. í ályktuninni hvetur alþjóða- sambandið aðildarsamtök sín til að örva meðlimi sína til að efla sem mest vináttu- og efnahagsleg tengsl við samvinnusamtök þróunarlandanna, og að hafa samráð við Alþjóðasambandið um tæknilega og ráðgefandi aðstoð við samvinnusamtök hinna ungu þjóða. Brezka samvinnusambandið, Co- operative Wholesale Society (CWS) átti aldarafmæli á sl. ári og setti það mjög svip sinn á fundahöldin og dvöl þingfulltrúa í Bretlandi. í tilefni afmælisins gekkst CWS fyrir umfangs- mikilli sýningu í Manchester, og tóku ýmis erlend samvinnusamtök þátt í henni. Fjölmargir þingfulltrúa áttu þess kost að skoða sýninguna og heim- sækja Rochdale, þar sem fyrsta kaup- félag veraldar var stofnað 1844. Alþjóðasamband samvinnumanna var stofnað 1895. Aðalbækistöðvar þess eru í Lundúnurn, en auk þess hefur sambandið skrifstofu í Nýju-Delhi á Indlandi og rekur þar ennfremur skóla til þjálfunar fyrir starfsmenn sam- vinnufélaga í Asíu. — Forstjóri sam- bandsins er nú Bretinn W. G. Alex- ander. Innan Alþjóðasambandsins eru nú samvinnusamtök 53 þjóða með um 174 milljónir félagsmanna. Erlendur Einarsson aihendir L. Cooke, forstjóra CWS, forkunnarfallegt drylckjar- horn að gjöf frá SÍS í tilefni aldarafmælis liins enska systursambands. Allar samvinnuverzlanimar selja ESJU-KEX ESJU-KEX er yðar kex Kexverksmiðjan ESJA Reykjavík, sími 13600 og 15600 Símnefni: ESJA, pósthólf 753 SAMVINNAN 13

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.