Samvinnan


Samvinnan - 01.01.1964, Blaðsíða 28

Samvinnan - 01.01.1964, Blaðsíða 28
SURTR FERR SUNNAN .... Óhætt mun að fullyrða, að enginn inn- lendur atburður nýliðins árs hafi tekið hugi manna jafn fangna og gosið við Vestmannaeyjar og eyjan, sem það hefur drifið upp úr undirdjúpunum, hvort sem mönnum nú þóknast að kalla hana Gosey, Surtsey, Frakkaey eða Vesturey. Sem betur fer hefur gos þetta, þrátt fyrir allan sinn stórfengleik, hvorki náð að granda fólki né fé, enda þótt innlendir sem erlendir angur- gapar hafi séð ástæðu tilað nálgast það úr hófi fram, garpskap sínum til auglýsingar en af engri nauösyn. Er því frægð Eyja-Surts enn sem komið er lítil miðað við nafna hans í Ásatrú, en sá brenndi heilan heim og dugði til þess eitt sverð, þótt nú á tímum þyki ekki minna þurfa en vetnissprengjur. — Vonandi verður okkar Surtur jafn óáleitinn framvegis sem hingað til, en vissara mun þó Frökkum, Eyjamönnum og öðrum framgjörnum þjóðflokkum að umgangast hann með tilhlýðilegri virðingu. Robert reyndi að rýmka um sig í þéttskipuðum klefanum. Svitinn rann niður rifin undir þykkri skíðapeysunni. Nærvera margs fólks, sem talaði um á- gæti nýrrar austurrískrar skíða tækni og matinn, sem það myndi fá við leiðarlok, hafði truflandi áhrif á hann og gerði honum erfitt um vik að hugsa í samhengi. Og hann varð að hugsa. Að nokkrum mínútum liðnum yrði hann kominn upp á fjallstindinn og þá varð hann að hafa tekið ákvörðunina, á- kvörðun, sem myndi gerbreyta iífsferli hans. En hvað svo sem hann gerð’i, yrði hann fyrst að losna við Mac. Þetta mál varð hann að leysa uppá eigin spýtur. Ef Mac væri hvergi nálægur, gat hann fylgt manninum eftir og beðið hentugs tækifæris. Hann gæti einnig komið Þjóðverjanum í opna skjöldu einhversstaöar í fjallshliðinni og látið líta svo út að um slys hefði verið að ræða. Líka gæti verið að mað- urinn móðgaði hann og reitti hann svo myndarlega til reiöi, að hann gengi hreint til verks án nokkurs hiks. En hvað sem öðru leiö, þá vissi Robert, að átökin fram- undan yrðu ekkert venjulegt einvígi. Hann kærði sig ekki um að verja heiður sinn eða ann- arra; hann krafðist hefndar. Hann lokaði augunum og sá sjálfan sig í anda drepa mann- inn á afskekktum stað, þarsem sveipandi ský útilokuöu öll for- vitin augu — hvernig hann ætlaði að drepa manninn var honum ekki enn ljóst. Einhvern veginn. Síðan myndi hann draga líkið til skógar og láta snjóinn hylja þaö. (MAÐUR DREPINN Á SKÍÐUM. LÍKIÐ FINNST TVEIMUR MÁNUÐUM EFTIR HVARF MANNSINS). Síðan myndi hann fara af landi brott án þess að segja nokkr- um nokkuð. Robert hafði aldrei drepið mann. I stríðinu hafði hann verið sambandsliðsforingi í bandaríska hernum og haft með höndum að greiða fyrir samskiptum við franskar her- deildir. Oft hafði verið skotið á hann, en sjálfur hafði hann aldrei svo mikið sem skotið af byssu í Evrópu. Að stríðinu loknu var hann með sjálfum sér feginn því að hafa aldrei þurft að gera það upp við sig, 24 SAMVINNAN

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.