Samvinnan - 01.01.1964, Blaðsíða 10
Fjármál fyrirtækja hafa verið mjög erf-
ið undanfarin ár. Ástandið í þeim efnum
stórversnaði á árinu 1963. Hið erfiða
fjárhagsástand má beint og óbeint rekja
til verðbólgunnar og þeirra aðgerða í
efnahagsmálum, sem áttu að stöðva
verðbólguna, en mistókust.
vernda neytendur fyrir
verzluninni.
Samvinnufélögin voru á
sínum tíma stofnuð til þess
að gæta hags neytenda í
verzluninni. Hlutverk félag-
anna er að selja vörur fyrir
sannvirði. Þetta framkvæma
félögin enn þann dag í dag
með því að endurgreiða til
félagsmanna sinna tekjuaf-
gang, ef það kemur í ljós í
árslokin, að álagning hafi
verið hærri en þurfti. Sam-
vinnufélögin hér á landi og í
öðrum löndum eru á móti
verðlagsákvæðum. Þau telja,
að öflug samvinnufélög í
samkeppni við einkaverzlun-
ina skapi neytendum sann-
gjörnust verzlunarkjör. Þess
vegna telur Samvinnuhreyf-
ingin hér á landi, að afnema
beri verðlagsákvæði. Neyt-
endum er enginn hagur í því,
að óraunhæf verðlagsákvæði
setji verzlunarfyrirtæki
þeirra á hausinn. Það blasir
hins vegar við, að það hlut-
skipti bíði neytendakaupfé-
laga hér á landi, ef ekki fæst
lagfæring á verðlagsákvæð-
unum.
Fjárhagsmál
Fjármál samvinnufélag-
anna hafa verið mjög erfið
undanfarin ár. Ástandið í
þeim efnum stórversnaði á
árinu 1963. Hið erfiða fjár-
hagsástand má beint og ó-
beint rekja til verðbólgunn-
ar og þeirra aðgerða í efna-
hagsmálum sem áttu að
stöðva verðbólguna, en mis-
tókust.
Vegna hinnar miklu fram-
leiðslu, sem fer fram á veg-
um félagsmanna samvinnu-
félaganna og félaganna
sjálfra, hefur það komið
mjög hart niður á félögun-
um, hve afurðalán til fram-
leiðslunnar hafa dregizt
saman síðastliðin fjögur ár.
Þetta á sérstaklega við um
landbúnaðinn. Þrátt fyrir
lækkun landbúnaðarlána
hafa kaupfélögin séð sig til-
neydd að draga ekki úr
greiðslum til bænda vegna
afuröainnleggs, enda hefur
þörf bændanna á því að fá
sem mest greitt við afhend-
ingu afurðanna, farið vax-
andi. Aukin vélvæðing og á-
burðarkaup hafa kallað á
vaxandi rekstursfé. Hér hef-
ur lent á Samvinnuhreyfing-
unni stóraukin fjárhags-
byrði. Það er hins vegar sýni-
legt, að samvinnufélögin geta
ekki haldið áfram að greiða
bændum eins mikið upp í af-
urðirnar og verið hefur,
nema lagfæring fáist á af-
urðalánunum frá því sem nú
er. Nú í haust var gert ráð
fyrir, að afurðalán landbún-
aðarins yrðu lagfærð og lán-
in yrðu 55% út á birgðir
landbúnaðarafurða. Þessu
hafði verið lofað. Fram-
kvæmd þessara mála í haust
varð þó sú, að miklu minni
lagfæring átti sér stað en
reiknað var með. Um miðjan
nóvember síðastliðinn voru
afurðalán Sambandsins
vegna félaganna 44 milljón-
um lægri en gert hafði verið
ráð fyrir.
Þetta hafði að sjálfsögðu
mikil áhrif á fjárhagsmál
Sambandsins og varð m. a.
til þess, að hagur Sambands-
ins út á við um sl. áramót
er allmiklu lakari en gert
hafði verið ráð fyrir. En
fleira kemur hér til, sem
haíði versnandi áhrif á fjár-
hagsástandið. Hin mikla
þensla í efnahagsmálum
fyrstu 9 mánuði ársins 1963
olli því, að útlán félaganna
stórjukust. Treyst var á lán
frá Húsnæðismálastjórn til
fjölmargra aðilja, sem höfðu
fengið lánað byggingarefni
hjá kaupfélögunum. Var tal-
ið, að loforð hafi verið gefið
fyrir kosningar um aukin
Húsnæðismálast j órnarlán,
sem yrðu afgreidd fyrir árs-
lokin. Þessi loforð brugðust
og félögin áttu því útistand-
andi mjög háar fjárhæðir
hjá húsbyggjendum um ára-
mót. Vegna þess, meðal ann-
ars, hafa nokkur félög stór-
aukið skuldir sínar við Sam-
bandið árið 1963.
Forráðamenn Sambands-
ins gerðu sér ljóst í byrjun
ársins 1963, að fjármálin
gætu orðið mjög erfið á ár-
inu. Þess vegna m. a. var
boðað til fundar með öllum
formönnum kaupfélaganna í
apríl sl. Á þeim fundi var
rætt um fjárhagsmálin og
hvatt til aðgæzlu í þeim efn-
um. Varað var við of miklum
útlánum og fjárfestingu. Sú
stefna, sem þarna var boðuð,
varð fljótt að lúta í lægra
haldi fyrir bjartsýnisáróðri
kosninganna, sem meðal
annars var undirstrikaður
með 480 milljón króna fram-
kvæmdaláni ríkisins. Má
segja, að með því hafi
verið hellt olíu á eldinn,
vegna þess hve þenslan var
mikil fyrir. Einstaklingar og
fyrirtæki kepptust um að
fjárfesta, enda töldu margir
vissara að byrja strax, áður
en ný gengislækkun skylli
yfir. Fjárfesting og vélakaup
fóru vaxandi og kaupfélögin
veittu mönnum nokkra fyrir-
greiðslu í lánum á bygging-
arefni og vélum. Nú um ára-
mót sitja félögin svo uppi
með skuldirnar ógreiddar og
þessu er síðan velt yfir á
Sambandið.
Þegar kom fram á sl. ár
sáu stjórnarvöldin fram á, að
nú þyrfti að hemla þensluna.
í gegnum Seðlabankann var
hert á bankakerfinu, sem
hafði meðal annars þau á-
hrif, að margir skuldunautar
fengu ekki eðlileg viðskipta-
lán til þess að geta staðið í
skilum með umsamdar
rekstrar- og viðskiptaskuld-
ir. Þetta m. a. bitnaði hart á
Sambandinu, vegna þess hve
öll innheimta varð erfið. í
fáum orðum sagt, virtist
komin stífla í fjármál við-
skiptalífsins. Óskilvísi varð
6 SAMVINNAN