Samvinnan


Samvinnan - 01.01.1964, Blaðsíða 30

Samvinnan - 01.01.1964, Blaðsíða 30
INUM Á MARKAÐINUM Á MARKAÐINUM Rúskinns- jakkar frá VÖR Verksmiðjan Vör í Borgar- nesi, sem er í eigu SÍS, hefur nýlega hafið framleiðslu á rúskinnsjökkum úr íslenzk- um sauðagærum. Framleidd- ir eru jakkar í fjórum litum, bæði á konur og karla. í hálsmálinu er prjónaður kragi til hlífðar. Smásölu- verð jakkanna er krónur 2255 og 2295. hvort hann gæti drepið mann eða ekki. En nú varð honum alltíeinu ljóst, að lengur komst hann ekki hjá að gera það upp við sig. Stríðinu var ekki lokið enn. Og ef hann dræpi — hvað þá? Hann þurfti að ná Þjóð- verjanum einhvers staðar ein- um, lemja hann niður, berja hann í andlitið með þungum skíðaklossanum, svo að hann að eilífu bæri merki hefndar- innar, sem hann svo sannar- lega hafði kallað yfir sig. Ef til vill var þetta lausnin, hugsaði Robert. Að fá náung- ann tilað kæra fyrir lögregl- unni. Það kæmi mér vel, hugs- aði hann. Hinsvegar hafði hann það á tilfinningunni, að hvað sem fyrir kæmi, myndi sá þýzki reyna að halda lögregl- unni utan við þetta. Þess vegna, ákvað Robert, er bezt að ég fylgi honum eftir og sjái hverju fram vindur. Ég sleppi honum ekki úr augsýn. Komi það sem koma vili. Og fljótt, þetta yrði að ske fljótt, áður en maðurinn upp- götvaði að hann hafði vakið sérstaka athygli einhvers, áður en hann færi að taka eftir Bandaríkjamanninum, sem fylgdi honum eftir, áður en grannleitt andlit fjórtán ára drengs í rökkvaðri fjallshlíð ár- ið 1938 rynni honum fyrir hug- skotssjónir í stað andlitsins, sem hann myndi sjá fyrir sér núna, ef hann uppgötvaði Ro- bert; andlits í hefndarhug. „Heyrðu, Robert.“ Rödd Macs sleit skyndilega hugsanaþráð hans. „Hvað gengur að þér? Ég hef verið að tala við þig und- anfarnar þrjátíu sekúndur og þú hefur ekki svarað svo mikið sem einu orði. Ertu lasinn eða eitthvað svoleiðis? Mér sýnist þú eitthvað undarlegur." „Það er allt í lagi með mig,“ svaraði Robert. Hann lagði sig allan fram um að koma and- litinu á sér í sömu skorðurnar og það hafði verið í þessa síð- astliðnu viku. „Ég er með höf- uðverk, það er allt og sumt. Ef til vill væri bezt fyrir mig að fá mér eitthvað, til dæmis heitt að drekka. Þú skalt fara á und- an mér niður." „Kemur ekki til greina,“ sagði Mac. „Ég bíð eftir þér.“ „Enga vitleysu,“ sagði Robert og reyndi eftir beztu getu að láta rödd sína hljóma eðlilega og vingjarnlega. „Þú missir af ítölsku kontessunni. Ef satt skal segja, þá er ég ekki vel upplagður til meiri skíðaferða í dag. Veðrið er orðið svo leið- inlegt.“ Hann bandaði hend- inni í áttina til skýjanna, sem voru að hylja fjöllin. „Það er ekkert hægt að sjá. Ég býst við ég taki lyftuna niður aftur.“ „Heyrðu, ég er farinn að verða áhyggjufullur útaf þér,“ sagði Mac kvíðinn. „Ég verð með þér. Viltu að ég nái í lækni?“ „Láttu mig vera í guðanna bænum, Mac,“ sagði Robert. Hann varð að losa sig við Mac. Ef hann gæti það ekki með öðru móti en að særa hann, yrði Að Kennedy liðnum Framhald af bls. 11. henni lærdóm að draga. Því má vænta þess, að enn um ókomin ár verði lóð hins látna forseta þungt á meta- skálunum, þegar örlög þjóðar hans og veraldarinnar allr- ar verða ráðin, ekki síður en Jeffersons eða Lincolns. Sú von er skær geisli í myrkri þessa hausts. Dagur Þorleifsson. 26 SAMVINNAN

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.