Samvinnan - 01.01.1964, Blaðsíða 23
VENUSARBÚAR
Framhaldssaga
eftir
IRWIN SHAW
Robert hataði manninn, sem bar hina svörtu
húfu þýzka Afríkuhersins. Hann hataði
hann fyrst og fremst vegna þess, að návist
hans gerði hinn dýrkeypta frið, sem hann
siðan í stríðslok hafði stritað við að byggja
upp með konu sinni og börnum — allan þenn-
an notalega ameríkanisma — að hlcegilegri
og fjarstœðukenndri skrýtlu.
„Þú varst mjög heppinn"
sagði móðir Roberts og kvað
fast að. Hún var kona smá-
vaxin, snotur, vel í holdum og
slæm á taugum, og kunni
hvergi við sig nema i borgum.
Hún hafði andstyggð á kuldan-
um, andstyggð á fjöllunum,
andstyggð á skiðaíþróttinni,
sem í hennar augum var bæði
heimskulegur og stórhættuleg-
ur leikur. Eina ástæðan til
þess að hún fékkst tilað fara
til Sviss um þetta leyti árs, var,
að bæði Robert, systir hans og
faðir höfðu ástríðufullan áhuga
á íþróttinni. Nú var hún föl af
þreytu og áhyggjum, og hefði
Robert verið ferðafær, hefði
hún á stundinni hrifið hann
úr faðmi hinna bölvuðu fjalla
og lagt af stað með hann með
næstu lest til Parísar.
„Jæja, Robert,“ sagði faðir
hans, „það er svosem mögulegt
að kvalirnar í fætinum hafi
ruglað þig svo í ríminu, að þú
hafir bara ímyndað þér að þú
sæir manninn, og einnig það,
að hann hafi lofað þér að
hringja til okkar og ná í sleða
niðrí skólann."
„Það var engin ímyndun,
pabbi,“ sagði Robert. Hann var
dasaður og þungur í höfði af
morfíninu, og honum kom
mjög á óvart, hvernig faðir
hans snerist við þessu. „Hvern-
ig getur þér dottið í hug að
ég hafi ímyndað mér þetta?"
„Vegna þess,“ sagði faðir
hans, „að enginn hringdi í
okkur í gærkvöldi fyrr en
klukkan tíu, þegar læknirinn
hringdi frá sjúkrahúsinu. Eng-
inn hringdi heldur í skíðaskól-
ann.“
„Nei, hann var engin ímynd-
un, “ endurtók Robert. Honum
sárnaði að faðir hans virtist
gruna hann um ósannsögli. „Ef
hann kæmi hingað inn, myndi
ég þekkja hann á stundinni.
Hann var með hvíta húfu,
hann var stór og í svartri úlpu,
og hann hafði blá augu. Þau
voru dálítið skrýtin, vegna
þess að augnahárin voru næst-
um hvít, og þegar maður
horfði á hann úr dálítilli fjar-
lægð, var einsog hann hefði
alls engin augnahár.“
„Hve gamall er hann, held-
urðu?“ spurði faðir Roberts.
„Á aldur við mig?“ Faðir Ro-
berts var kominn undir fimmt-
ugt.
„Nei,“ svaraði Robert. „Það
held ég varla.“
„Eins gamall og Jules frændi
þinn?“ spurði faðir Roberts.
„Já,“ svaraði Robert. „Því
sem næst.“ Hann óskaði þess
að foreldrar hans færu að
fara. Nú var honum farið að
líða ágætlega. Fóturinn var í
gipsi, hann var ekki dauður, og
læknirinn sagði að hann kæm-
ist á fætur innan þriggja mán-
aða, og hann vildi sem fyrst
gleyma öllu, sem gerst hafði
í skóginum um nóttina.
„Semsagt," sagði móðir Ro-
berts, „hann er nálægt hálf-
þrítugu, með hvíta húfu og blá
augu.“ Hún greip símann og
hringdi í skíðaskólann.
Faðir Roberts kveikti sér í
vindlingi, gekk útað gluggan-
um og horfði út. Það var snjó-
koma. Það hafði snjóað í stór-
um stíl síðan um miðnætti, og
skíðalyfturnar voru ekki í
gangi vegna þess að vindurinn
hafði drifið snjóinn saman í
efra og skapað hættu á snjó-
flóðum.
„Töluðuð þið við bóndann,
sem fann mig?“ spurði Robert.
„Já,“ svaraði faðir hans.
„Hann sagði að þú værir veru-
l:ga hraustur piltur. Hann
sagði líka að hefði hann ekki
fundið þig, hefðir þú varla
komizt lengra en fimmtíu
metra í viðbót."
„Þey.“ Móðir Roberts hafði
fengið samband við skíðaskól-
ann. „Það er aftur frú Rosen-
thal. Já, þakka yður fyrir, hon-
urn líður eins vel og við er
hægt að búast,“ sagði hún á
sinni fáguðu, hreimfögru
frönsku. „Við vorum að tala
við hann, og einn kafli í sögu
hans er dálítið furðulegur.
Hann segir að maður hafi
fundið hann og losað hann við
skíðin eftir að hann fótbrotn-
aði, síðan lofað að fara til
skíðaskólans, skilja þar eftir
skíðin og biðja um sleða tilað
senda eftir honum. Við vildum
gjarnan vita hvort maðurinn
hefur í raun og veru sagt frá
slysinu. Það hefði átt að ske
eitthvað um klukkan sex.“
Hún hlustaði andartak, og
andlitsdrættir hennar voru ó-
eðlilega stríðir. „Ég skil,“
sagði hún og hlustaði aftur.
„Nei,“ sagði hún, „við vit-
um ekki nafn hans. Sonur
minn segir að hann sé nálægt
hálfþrítugu með blá augu og
hvíta húfu. Bíðið andartak. Ég
ætla að spyrja." Hún sneri sér
að Robert. „Robert, hverskon-
ar skíði varstu með? Þeir ætla
að athuga, hvort þau séu
þarna einhversstaðar."
„Þau eru af Attenhofer-
gerð," sagði Robert. „Einn og
sjötíu. Og fangamarkið mitt
er á þeim, skrifað með rauðu.“
„Attenhofer," endurtók móð-
ir Roberts í símann. „Og þau
eru merkt honum, með bók-
stöfunum R.R., skrifuðum með
rauðu. Þakka yður fyrir, ég
bíð.“
Faðir Roberts sneri sér frá
glugganum og sló öskuna
framanaf vindlingnum ofaní
öskubakka. Þótt hann væri úti-
tekinn eftir útivistina bar
andlit hans þreytu og slapp-
leika vitni. „Robert,“ sagði
hann og brosti mæðulega, „þú
verður að venja þig á að sýna
meiri varkárni. Þú ert eini
sonurinn, sem ég á, og það eru
sáralitlir möguleikar á að ég
framleiði annan héðan af.“
„Já, pabbi," sagði Robert.
„Ég skal vera varkár."
Móðir hans benti þeim óþol-
inmóð að þegja og hlustaði nú
aftur i símann. „Þakka yður
fyrir,“ sagði hún. „Gerið svo
vel að hringja til mín ef þið
fréttið eitthvað." Hún lagði á.
„Nei,“ sagði hún við föður Ro-
berts. „Skíðin eru ekki þarna.“
„Það er ómögulegt," sagði
faðir Roberts, ,,að nokkur
maður geti fengið af sér að
skilja lítinn dreng eftir tilað
frjósa í hel aðeins tilað stela
skíðunum hans.“
„Ég hefði ekkert á móti því
að hafa hann milli handanna,"
sagði móðir Roberts, „í tíu mín-
útur eða svo. Robert, elskan
mín, hugsaðu þig nú vel um.
Virtist hann vera — leit hann
út fyrir að vera eðlilegur?"
„Ég gat ekki betur séð en
það væri allt í lagi með hann,“
sagði Robert. „Ég geri ekki ráð
fyrir öðru.“
„Var það ekki eitthvað ann-
að í sambandi við hann, sem
þú tókst eftir? Hugsaðu þig nú
vel um. Reyndu að muna eftir
einhverju, sem gæti hjálpað
okkur tilað hafa uppá honum.
Það er ekki aðeins okkar vegna,
Robert. Ef hér í borginni er
maður, sem lætur sér sæma að
fremja slíkt ódæði, er mikið
undir því komið að fólk fái að
vita um hann áður en hann
gerir svipað eða jafnvel eitt-
hvað verra við aðra drengi.“
„Mamma,“ sagði Robert, og
var gráti nær vegna nærgengni
spurninga hennar. „Ég sagði
þér alveg einsog var. Allt. Ég
er ekki að skrökva, mamma.“
„Hvernig talaði hann, Ro-
bert?“ spurði móðir hans. „Tal-
SAMVINNAN 19