Samvinnan - 01.12.1969, Side 22

Samvinnan - 01.12.1969, Side 22
MENN SEM SETTU SVIP k ÖLDINA Mahatma GANDHÍ Af öllum þeim misjöfnu mönnum, sem átt hafa meiri eða minni þátt í örri og oft ótrúlegri þróun mannkynssögunnar á tutt- ugustu öld, er Mahatma Gandhí sennilega langmerkilegastur. Þegar hann fæddist árið 1869, var Bretland að nálgast hámark veldis síns, bæði í Indlandi og heiminum öllum. Hin mikla uppreisn Indverja hafði verið bæld niður tólf árum áður. Þegar Gandhí var sjö ára tók Viktoría drottning sér heitið „Keisarinna Indlands". Jafnvel þeir hlutar Indlands, sem ekki lutu brezkri stjórn, kom- ust undir áhrifavald Breta. í fyrsta sinn um margar aldir komst á nokkur réttarfarsleg og stjórnskipuleg eining í landinu, og jafn- vel tungumálavandinn leystist með því að enska varð opinbert mál landsmanna. Járn- brautir og fjarskiptasambönd tengdu saman sundurleita hluta landsins. Bretar, sem áður höfðu beitt vopnavaldi til að ná undir sig Indlandi, beittu nú stjórnvaldi til að koma þar á friði. Nokkrir skólar og háskólar voru stofnaðir og komu fáum útvöldum til góða. Brezka stjórnin hafði gert það sem í hennar valdi stóð til að uppræta löglausa og grimmi- lega siði, einsog þann að brenna ekkjur lif- andi (satí), og henni hafði orðið talsvert ágengt í umbótum á landbúnaði og læknis- fræði. Allt var þetta gert af nokkur þúsund Bretum sem dreifðir voru um landið, allt frá landstjóranum (undirkonunginum) sem lifði við mikinn munað í Delhí til auðmjúkra og lítilþægra kristniboða í afskekktum sveit- um. Indverski herinn og lögreglan lutu stjórn brezkra foringja og undirforingja; allt embættismannakerfið var undir yfir- stjórn Breta. Þó voru það umfram allt annað brezki plantekrueigandinn og kaupmaður- inn sem sífellt minntu Indverja á hvers- vegna Evrópumenn höfðu komið til Ind- lands: það voru viðskiptin og gróðavonin sem lágu til grundvallar veldi Breta í land- inu. Gandhí áleit sjálfur að í Indlandi væru um 100.000 Bretar. Á æskuárum Gandhís þróaðist í Indlandi sjálfstæðishreyfing, sem hann átti sjálfur eftir að móta og stjórna. Gagnrýni hreyfing- arinnar á Bretum var í stuttu máli sem hér segir: í fyrsta lagi tóku Bretar miklu meira frá Indlandi en þeir færðu því. Brezk fyrirtæki höfðu auðgazt stórkostlega á Indlandi og voru enn að auðgast á því, en einungis lítið brot þessara auðæfa varð eftir í landinu til framdráttar indversku þjóðinni, sem lifði við hin bágustu kjör, er fóru hríðversnandi. Bretar arðrændu og þrautpíndu Indverja á hinn grimmilegasta hátt og byggðu upp eigið heimsveldi á ódýrum svita þeirra og blóði. Allir skólarnir og áveitukerfin og sjúkrahúsin og réttarsalirnir, sem Bretar létu reisa, svöruðu einungis til smánarlegs brots af þeim gróða sem Bretar sóttu til Indlands. í öðru lagi höguðu Bretar sér einsog herraþjóð í Indlandi. Hroki þeirra og yfir- læti gagnvart „innfæddum“ ól smámsaman af sér óvild í þeirra garð meðal allra stétta, óvild sem var lengi að þroskast en varð ó- mótstæðileg þegar frá leið. Hversu réttlátur sem fylkisdómarinn kynni að vera, hversu hugprúður sem brezki liðsforinginn var, hversu velþegin sem störfin hjá plantekru- eigandanum voru, hversu óhlutdrægur sem kristniboðinn var, þá voru þeir allir í fá- mennri yfirstétt manna af öðrum hörunds- lit, frá annarri heimsálfu, með aðrar sið- venjur og tungumál, manna sem voru aldir upp til að stjórna um leið og þeir töldu sjálf- gefið að Indverjar væru fæddir til að hlýða. Á móti hverjum þremur til fjórum þúsund- um Indverja var einn Breti í landinu. Hann lifði eigin lífi án samneytis við „innfædda", sótti eigin klúbba og hafði sæg þjóna sér til þæginda. í augum auðugra og menntaðra Indverja var oflæti Breta óþolandi, hvað sem segja mátti um stjórnarhætti þeirra. Móhandas Karamchand Gandhí fæddist fyrir réttum hundrað árum í Porbandar, einu af 300 smáríkjum í landshlutanum Kat- hiawar í Vestur-Indlandi, þar sem gúdsjerat er höfuðtungan. Fjölskylda hans var af þriðju stétt hindúasiðar, þ. e. stétt kaup- manna og jarðyrkjumanna, en ættin hafði komizt til metorða, því bæði afi hans og faðir höfðu um skeið verið forsætisráðherr- ar dvergríkisins. Þannig voru bæði stjórn- sýsla og verzlun í ættinni — en sjálft nafnið Gandhí merkir nýlenduvörukaupmaður. Trú- 22

x

Samvinnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.